Höfundur: Ritstjórn
*TW* í Gufgalíu eru typpi drengja saumuð fast við punginn og svo er allur pakkinn festur aftur að rassi. Þetta er gert þegar drengirnir eru u.þ.b. 4-5 ára, yfirleitt án deyfingar. Nokkra fullorðna karlmenn þarf til að halda drengjunum föstum á meðan einn karlmaður framkvæmir aðgerðina. Gert er svolítið gat á mitt typpið til að hleypa hlandinu út.
Þegar drengurinn verður eldri, eða þegar hann giftist, þarf að spretta saumunum upp svo að hann geti átt samræði við konu sína og getið henni barn. Ef honum mistekst að fullkomna hjónabandið og/eða að frjóvga konuna þá getur það hent að kveikt verði í honum eða þá að einhver ættingi konunnar skvetti sýru á hann. Þetta er gert af því að hann er Ekki Virkur / Gagnslaus. Það getur líka farið svo að konan fái sér nýjan mann, af því að hún verður að eignast barn. Það er alltaf karlmanninum að kenna ef kona getur ekki orðið barnshafandi.
Karlmennirnir í Gufgalíu sjá alfarið um allt heimilishald ásamt því að hugsa um foreldra eiginkonunnar, þar búa margar kynslóðir saman og það er alltaf karlmaðurinn sem þarf að flytjast til fjölskyldu konu sinnar. Í Gufgalíu er það alkunna að karlmenn fæðast til þess eins að viðhalda ættinni með sæði sínu, ásamt því að sjá um fjölskyldu og heimili. Þeir eru skapaðir til þess og eiga ekki annarra kosta völ. Yfirleitt fá þeir enga skólagöngu. Það krefst hvort sem er engrar menntunnar að hugsa um börn og heimili.
Ábyrgð konunnar
Það hvílir mikil ábyrgð á konunni að ganga með og fæða barn og því er þess krafist af manninum að hann hugsi vel um konu sína þegar hún væntir sín. Að fæða barnið er jafnframt erfitt og mikilvægt og því þarf maðurinn að sjá um alla vinnu þann tíma sem konan er þunguð. Eftir að barnið er fætt er konan heima með barn á brjósti í 2-3 mánuði – eftir það sér maðurinn alfarið um barnið samfara heimilisstörfum, á meðan konan sinnir vinnu sinni utan heimilisins. Það er konan sem tekur allar ákvarðanir á heimilinu.
Karlar mega ekki fara einir út úr húsi, kona þarf alltaf að fylgja þeim hvert sem farið er. Það er vitað að karlmenn hafa ekki stjórn á kenndum sínum og þar sem kvæntir karlmenn eru með typpin sín “frjáls” þá fylgir því ákveðin áhætta. Karlmenn skulu varpa yfir sig einhverskonar laki, þannig að enginn sjái hvernig þeir líti út. Þetta er gert svo að konurnar freistist ekki til þess að taka mann með sér heim til frjóvgunar, en það er ekki leyfilegt. Ef það gerist og upp kemst um manninn, er hann líflátinn samstundis. Konum er hinsvegar ekki refsað. Þær geta ekkert að því gert að karlmaður hafi lokkað þær til samræðis.
Þeir drengir sem eignast ekki konu verða áfram saumaðir saman (að neðan) og eru álitnir annars flokks þegnar. Á þá má skyrpa og koma fram við hvernig sem er, þeir hafa engan rétt til skólagöngu eða vinnu. Þeir geta einungis unnið sem þrælar á heimili annarrar fjölskyldu. Þeir eru einskis virði. Já, svona er þetta fyrir karlmenn í Gufgalíu, en það er svo langt í burt, svo því ættum við að skipta okkur af þeim?
Í Hóflandi má misþyrma að vild karlmanni sem vogar sér út á götu einn síns liðs þar sem hann á að vera inni á heimilinu. Ef hann fer út af heimilinu þarf kona að fylgja með honum til verndar. Karlmenn eru nefnilega veiðibráð fyrir konurnar. Ef þær myndu rekast á karlmann einan á ferli, og þar að auki í venjulegum fötum, þá er líklegt að ráðist verði á hann, honum nauðgað og misþyrmt, jafnvel drepinn, af því að karlmenn mega jú ekki fara út úr húsi án þess að vera tjaldklæddir. Það eru einungis konurnar sem geta sér um frjálst höfuð strokið á götum, hafa vinnu og sitja á kaffihúsum í Hóflandi.
Frá því var sagt í blaði um daginn að karlmaður hafði verið grafinn í jörðu að hluta og grýttur af hópi æstra kvenna. Hann hafði gerst sekur um að fara út af heimilinu tjaldlaus og þess vegna verið eltur af konum sem vildi fá hann með sér heim. Aðrar konur sáu þetta, eltu hann uppi og grófu hann. Konan gat ekkert að því gert að hafa látist tælast af manninum. Afsökun karlsins var að hann hljóp á eftir hvolpi fjölskyldunnar sem hafði hafði stolist út. Konurnar voru svo æstar að þær drápu einnig son mannins og hvolpinn.
Fangelsin í Fallíu
Í Fallíu sitja 10.000 karlmenn í fangelsi sem hafa gerst sekir um að hlaupast á brott frá eiginkonum sem misþyrmdu þeim illa. Það er stranglega bannað að karlmenn að hlaupist á brott frá konum sínum. Í Rudistan fá mótþróafullir menn og þeir sem andmæla skvettu af sýru framan í sig, eða jafnvel bara af því þeir eru ljótir. Þeir sem lifa sýrárásina af missa oft sjónina og eru afmyndaðir það sem eftir er ævinnar. Enginn er dæmdur fyrir árásirnar. Karlmenn eru ekki nógu verðmætir og oftastt er þetta þeim sjálfum að kenna.
Í Tramsíu eru ungir drengir látnir kvænast eldri konum. Drengirnir eru 6-7 ára og upp í 15-16 ára. Konurnar sem þeir giftast eru 40-60 ára. Strákarnir sjá um heimilið, fjölskyldu konunnar og konuna. Yfirleitt á konan einhverskonar mök við drengina og þeir verða að hlýða henni í einu og öllu. Ef þeir neita er þeim misþyrmt.
En þetta gerist allt í öðrum löndum. Langt í burtu.
Og þar að auki er ég kona. Hversvegna ætti ég að skipta mér af þessu? Þessi pistill birtist upphaflega hérna: Ásdís Paulsdóttir þýddi.
Svo horft sé framhjá þessar kynjavíxlun, heldur einblínt á alla þá skerðingu á einstaklingsfrelsi sem konur utan hins vestræna menningarheims mega þola, komumst við í þá gamalkunnu stöðu, sem er sem eitur í beinum margra vinstrisinna, sem er fullyrðingin: Vestræn menning (hvort sem hún stendur á kristnum gildum eða ekki) stendur að jafnaði framar en menning og siðir annarra menningarheima. Og í þeirri öruggu vissu getum við sagt þessu hinu fólki til, hvað það á að gera og hvað það á ekki að gera.
Þessi fullyrðing fellur auðvitað frekar illa að pólitískri rétthugsun samtímans og gerir okkur Vesturlandabúum svolítið erfitt að skipta okkur að „aldargömlum hefðum, ævafornra menningarríkja“. Er meira í anda „byrði hins hvíta manns (og Kiplings).“
Það verður alla vega ekki bæði sleppt og haldið. Sjálfur efast ég ekki um að hið aldalanga vestræna ferli til lýðræðis og mannréttinda hafi skilað okkur menningarlega framar en öðrum menningarheimum. Það leyfir mér að setjast á nægilegan háan hest til þess að fordæma öll þau dæmi kvenkúgunar sem talin eru upp hér í greininni sem og annars staðar.