Nokkur orð um skrítna frétt

Höfundur: Saga Garðarsdóttir

þjóðleikhúsið

Í Morgunblaðinu í gær birtist svolítið skrítin frétt um það að það sé farið að halla á hlut karla í listrænni stjórnun og hlutverkaskipan innan leikhússins.

Nú veit ég ekki hvort fyrirsögnin var einhver meistarasmíð blaðamanns til að kalla eftir nákvæmlega þessum viðbrögðum eða eitthvað sem Þjóðleikhússtjóri sagði. Það kemur ekki fram. Það kemur heldur hvergi fram hvar hægt er að lesa þessa greinagerð sem fjallað er um og eignuð þjóðleikhússtjóra. Hringdi Ari í blaðamann til að gera úr þessu frétt eða er þessi blaðamaður einkar lunkinn við að þefa uppi greinagerðir sem ég hef ekki fundið án þess að fá um það vísbendingar?

Gaman væri að vita hvort svona greinagerðir eru gerðar ár hvert og hvar ég get þá lesið þær? Og ef svo er hefur það þá verið fréttaefni hingað til að það hallar á konur í Þjóðleikhúsinu? Verður send út fréttatilkynning næsta ár ef það gerist? Eða er þetta ekki einmitt fréttaefni því þetta er óvanalegt? Og vegna þess að í gervallri sögu Þjóðleikhússins eru þessi hlutföll frávik?

Hefði ekki hvað sem öllu líður verið sniðugra að setja þessa frétt fram  sem eitthvað jákvætt? Til dæmis: ,,Þjóðleikhúsið stolt af því að konur eru í flestum burðahlutverkum þetta árið (aldrei þessu vant)” eða ,,Ókei, loksins það sem allir eru búnir að vera að bíða eftir og engin hélt að myndi gerast – leikár með konum! Ó nei, þessi frétt er sko ekkert aprílgabb!”

„Þá erum við komin of langt.“

Og þessi tilvitnun í Ara: „Menn verða að passa sig að ganga ekki of hart fram, þá gæti verið ákveðin hætta á að karl­menn upp­lifi að þeir hafi ekki sömu mögu­leika og kon­ur og þá eru við kom­in of langt.“

Ég vona að þarna hafi Ari verið að grínast og blaðamaðurinn komið því illa á framfæri. Varla er það áhyggjuefni á þó að það halli á karla eitt ár af ótal í hlutföllunum 60-40 (sem er nú engin býsn) að karlar upplifi að þeir hafi ekki sömu möguleika og konur. Og ef svo ólíklega vill til að þetta gerist líka á næsta leikári og þarnæsta hafa þessir karlar, í meintum áhættuhópi, margra alda leikhússögu að orna sér við og hífa upp bjartsýnina um að það muni einhvern tímann renna upp sú stund þar sem fyrir hverja konu sem setur bolla í uppþvottavél á vinnustað fær karl sama tækifæri til að setja annan nákvæmlega jafnstóran bolla í uppþvottavél á sama vinnustað líka. Svo enginn verði nokkrum sinnum aðeins jafnari en hinn stundum.

Og aftur Ari: „Nei, en ég mun hins veg­ar í hvít­vetna að leit­ast við að gæta jafn­ræði kynj­anna í öll­um mín­um störf­um og mun reyna að halda því sem jöfn­ustu. Halli á annað kynið eitt árið reyn­ir maður að leiðrétta næsta ár en best er að vera sem næst miðjunni.“

Er þetta ekki bara svona PR-stönt þar sem við öll erum búin undir það að næsta ár verði mjög karladrifið eins og þau fyrri? En núna hafi leikhúsið efni á því?

BOTTOM LÆN: Af hverju er þjóðleikhússtjóri ekki bara stoltur yfir því að fara fyrir stofnun sem hefur tekist að snúa við mörg hundruð ára hefð karlaveldis?

Ef þetta er pr stönt hefur hann misst það út úr höndunum, annað hvort vegna þess að hann er hræddur við að konur fái kannski af og til að gera meira en karlar, eða vegna þess að Davíð Oddsson vildi spinna einhvern sensational hræðsluáróður. Ókei bæ!

Pistilinn birtist fyrst sem stöðufærsla á Facebook-vegg höfundar og er endurbirtur hér með góðfúslegu leyfi.

3 athugasemdir við “Nokkur orð um skrítna frétt

  1. Undarlega orðuð frétt, það er satt.

    En erum við ekki að reyna að ná hlutföllunum 50/50? Það er vissulega fremur mikil hræsni að tala einungis um þegar hallar á karla (ef það gerir það þá) eitt árið miðað við áratugina sem það hefur hallað á konur. En ef það hallar á annað hvort kynið held ég ekki að það sé eitthvert sérstakt fagnaðarefni. Þá erum við varla að tala um jafnréttisbaráttu, er það?

    Annars held ég að við munum aldrei ná 100% 50/50 alls staðar. Homo sapiens er of ófullkomin dýrategund fyrir slíka útópíu.

  2. Bakvísun: Á hvern hallar? – viðbrögð við pistli Sögu Garðarsdóttur | *knúz*

  3. Bakvísun: Annáll 2015 | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.