Maðurinn hennar Sophie Hunter

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir

tilkynning um trulofun

 

Þau giftu sig á Valentínusardaginn og aðfaranótt mánudags sat hún prúðbúin og brosmild við hlið eiginmannsins meðan þau biðu eftir að heyra hvort nafnið hans yrði kallað upp þegar tilkynnt var hver fengi Óskarinn sem besti leikari í aðalhlutverki.

Hún heitir Sophie Hunter og er afar glæsileg kona, sem yfirleitt er kynnt sem „eiginkona stórleikarans Benedict Cumberbatch“. Fjallað er um fegurð hennar, og hvað það fari henni vel að bera barn undir belti og ekki má gleyma öllum greinarkornunum um hvað hún er svakalega smart.

Örfáar greinar hafa birst um feril hennar en þær drukkna fljótt innan um allar hinar.

Sophie og Benedict

Sophie Hunter og maðurinn hennar

Þó ekki fari það eins hátt og smartheitin og óléttufegurðin er Sophie Hunter engu síður merkilegur listamaður en eiginmaður hennar. Hún er leikkona, leikstjóri, listrænn stjórnandi, söngkona, dramatúrgur og leikskáld. Hunter er stórt nafn á sviði framúrstefnuleikhúss, áhrifamikil bæði í Bretlandi og utan þess. Meðal verka sem hún hefur komið að má nefna 69° South, leikgerð um glæfraför landkönnuðarins Ernest Shackleton, þar sem leikarar á stultum stýrðu brúðum, og uppsetningu á óperu Benjamin Britten The Rape of Lucretia í New York 2011. Auk þess má nefna frumlegar útfærslur á Töfraflautu Mozarts og Afturgöngum Ibsen.

Sophie Hunter er listrænn stjórnandi Boiler Room og hlaut verðlaun kennd við Samuel Beckett fyrir leikritið The Terrific Electric árið 2007, sem hún bæði skrifaði og leikstýrði og sýnt var í Barbican.

Hún hefur leikið bæði í sjónvarpi og kvikmyndum, af sjónvarpsþáttum má nefna Barnaby ræður gátuna og Torchwood en svo lék hún Mariu í kvikmyndinni Vanity Fair og Annabel Blythe-Smith í Burlesque Fairytales, en við tökur á  þeirri síðarnefndu kynntist hún Cumberbatch.

Á tónlistarsviðinu hefur hún líka látið til sín taka og gert tvo hljómdiska í félagi við Guy Chambers. Hér má sjá hana syngja eitt laga þeirra, Epitaph.

 

Sophie Hunter er þannig svo sannarlega meira en eiginkona mannsins síns eða kjóllinn sem hún klæðist –  svo maður vitni nú í leikkonu á Óskarsverðlaunahátíðinni.

 

4 athugasemdir við “Maðurinn hennar Sophie Hunter

    • Já nákvæmlega Guðmundur! Ætlaði mér nefnilega að skrifa um þetta þegar Amal og Goggi giftu sig í sumar en gerði það aldrei. Þá fjölluðu fjölmiðlarnir reyndar heilmikið um hvað hún væri mikil kjarnakona og allir vissu að hún væri mannréttindalögmaður. Hef verið að bíða eftir því að eitthvað svipað gerðist með Sophie, en það hefur ekki gerst ennþá 🙂

    • Magnað nafna! Takk fyrir þetta. Á eftir talaði ég fáein orð við… Hugsa sér að þessi frábæra kona hafi komið til landsins og þetta sé afrakstur blaðamannsins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.