Ályktun vegna nálgunarbanns

Höfundur: Ritstjórn

„Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fordæma ofbeldi gegn öllum einstaklingum og sérstaklega þeim sem eru í viðkvæmri stöðu félagslega, og hvetja yfirvöld til að taka ofbeldi gegn konum alvarlega og styrkja lög um nálgunarbann.

Við fögnum viðleitni hjá lögreglunni að láta reyna á ákvæði í lögunum um nálgunarbann. Málum um nálgunarbann hefur snarfjölgað fyrir dómstólum í ár, aðeins á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs hafa 5 mál komið til úrskurðar Hæstaréttar, en 8 mál allt árið 2014, 7 mál 2013, 3 mál 2012 og 2 mál 2011.

Þó viljum við gera alvarlegar athugasemdir við meðferð þessara mála í Hæstarétti. Í síðasta mánuði felldi Hæstiréttur úr gildi þrjá úrskurði um nálgunarbann, og svipti þar með þrjár konur stjórnarskrárvörðum rétti sínum til að njóta réttar til friðhelgi einkalífs og heimilis.

Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telja að hagur og öryggi brotaþola eigi að vera í fyrirrúmi og með þessum dómum verið að senda röng skilaboð til fórnarlamba heimilisofbeldis.

A.m.k. einn af brotaþolunum í þessum þremur dómum var kona af erlendum uppruna. Í því samhengi skal bent á að margar konur og sérstaklega konur af erlendum uppruna sem verða fyrir heimilisofbeldi hafa veikt öryggisnet. Það setur þær í einkar viðkvæma stöðu. Því er mikilvægt að lagaumhverfi og almennt réttarkerfi í stakk búið til að vernda þessa einstaklinga.

Einn af þessum dómum Hæstaréttar er studdur með svo léttvægum rökum að undirrituðum samtökum er brugðið. Rök Hæstaréttar í þessu tiltekna máli voru sú að nálgunarbann myndi hvort sem er ekki veita brotaþolanum vernd frá líkamlegu ofbeldi, auk þess að ekkert benti til þess að brotamaðurinn hefði beitt brotaþolann líkamlegu ofbeldi síðan seinasta sumar að hann væri líklegur til að gera það aftur. Þessi dómur var felldur að teknu tilliti til þess að brotamaðurinn dreifði kynlífsmyndbandi á meðal vinnufélaga og vina brotaþola á meðan á dvöl hennar í Kvennaathvarfinu stóð. Dómarnir endurspegla skilningsleysi á anda laganna og óraunhæfar kröfur um líkur á endurteknu ofbeldi, loksins þegar lögreglan sýnir vilja til þess að beita lögum um nálgunarbann og láta á þau reyna.

Það er ljóst að niðurstöður sem þessar samrýmast ekki markmiðum laganna um nálgunarbann og brottvísun af heimili, þ.e. að styrkja réttarstöðu brotaþola og þá sérstaklega þeirra sem mega þola heimilisofbeldi. Við teljum túlkun Hæstaréttar vinna gegn markmiðum laganna.

Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telja að til þess að fleiri konum verði ekki gert að þola það sama og þessum þremur konum, brýntskerpa á ákvæðum laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Mætti t.d. gera það með breytingum á núgildandi lögum og lögð yrði áhersla á að í geinargerð með lögunum yrði leiðbeinandi reglur varðandi þau sjónarmið sem leggja ber til grundvallar við mat á nauðsyn nálgunarbanns.

Hallveigarstaðir, 25. febrúar 2015

Femínistafélag Íslands

Kvennaathvarfið

Kvennaráðgjöfin

Kvenfélagasamband Íslands

Kvenréttindafélag Íslands

Stígamót

W.O.M.E.N. Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi

***

Til upplýsingar

Dómar Hæstaréttar um nálgunarbann 20112015

Ákvörðun um nálgunarbann staðfest


a. Nr. 119/2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn X (18. febrúar 2015)

Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem felld var úr gildi sú ákvörðun Lögreglustjóra að X skyldi sæta nálgunarbanni á grundvelli laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili vegna ofbeldis X gegn fyrrverandi konu hans tvívegis frá áramótum. Féllst Hæstiréttur á með Lögreglustjóra að skilyrðum 4. gr. laga nr. 85/2011 væri fullnægt og að friðhelgi brotaþola yrði ekki vernduð með öðrum og vægari hætti en beitingu nálgunarbanns í 6 mánuði. Hæstiréttur leit til þess að X hafði áður sætt nálgunarbann árið 2013 í 12 mánuði og dæmdur til fangelsisvistar vegna ofbeldis gegn stjúpdóttir hans.

b. Nr. 108/2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn X (12. febrúar 2015)

Staðfest var ákvörðun Lögreglustjóra um að X skyldi sæta nálgunarbanni. Um var að ræða nokkuð langa sögu þar sem margsinnis frá 2005 hafi verið tilkynnt bæði til lögreglu og barnaverndaryfirvalda um ofbeldi af hálfu varnaraðila í garð brotaþola, A (m.a. á meðan að hún var ólétt) og barna þeirra B og C og D.

Nálgunarbann fellt úr gildi


a. Nr. 67/2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn X (23. janúar 2015)

Felld var úr gildi ákvörðun Lögreglustjóra um að X skyldi sæta nálgunarbanni í sex mánuði þar sem ekki var talið að fullnægt væri skilyrðum 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili.

„Við mat á því hvort hætta verði talin á því að maður muni fremja refsivert brot eða á annan hátt raska friði brotaþola [ samkvæmt 4. gr.] verður líkt og áður að líta til fyrri háttsemi þess manns sem krafan beinist gegn og samskipta hans við þann sem vernda á með banninu. Hér koma þannig áfram til álita fyrri afbrot, hótanir, ögranir og önnur samskipti sem veitt geta rökstudda vísbendingu um það sem kann að vera í vændum“.

Í málinu eru engin gögn svo sem lögregluskýrslur um fyrri afbrot, hótanir eða ögranir að hálfu varnaraðila gegn brotaþola.

Að mati dómsins hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að skilyrði 4. gr. laga nr. 85/2011 uppfyllt á þann hátt að hætta á því að varnaraðili brjóti gegn brotaþola aftur eða raski friði hans með öðrum hætti og því verður samkvæmt nefndri 6. gr. laga nr. 85/2011 ekki farið strangar í sakirnar en nauðsyn ber til. Með hliðsjón af öllu framangreindu, er kröfu sóknaraðila um staðfestingu nálgunarbanns gegn varnaraðila hafnað.

b. Nr. 62/2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn X (22. janúar 2015)

Felld var úr gildi ákvörðun Lögreglustjóra um að X skyldi sæta nálgunarbanni í sex mánuði þar sem ekki var talið að fullnægt væri skilyrðum 4. gr. laga nr. 85/2011 um nálgunarbann og brottvísun af heimili.

Samkvæmt 4. gr. laga nr. 85/2011 er heimilt að beita nálgunarbanni ef rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsivert brot eða raskað á annan hátt friði brotaþola eða hætta á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola samkvæmt framansögðu. Samkvæmt gögnum málsins er varnaraðili undir rökstuddum grun um að hafa beitt A líkamlegu ofbeldi í eitt skipti í júlí 2014. Þá liggur jafnframt fyrir að varnaraðili hefur játað að hafa sent kynlífsmynd og nektarmyndband til vinkonu A og vinnufélaga í janúar 2015. Jafnvel þótt varnaraðili hafi með háttsemi sinni í hinu síðarnefnda tilviki gróflega rofið friðhelgi einkalífs A verður ekki talið að nálgunarbann á grundvelli laga nr. 85/2011 veiti henni vernd gagnvart slíkri háttsemi. Þá er nokkur tími liðinn frá því atvik 30. júlí 2014 áttu sér stað. Er ekkert í gögnum málsins sem bendir til að varnaraðili hafi eftir það tímamark beitt A líkamlegu ofbeldi eða að hætta á að hann muni brjóta gegn henni með þeim hætti. Með hliðsjón af framangreindu verður ekki ráðið að fullnægt skilyrðum 4. gr. laga nr. 85/2011 til að varnaraðila verði gert að sæta nálgunarbanni og verður það því fellt úr gildi.

c. Nr. 59/2015. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn X (21. janúar 2015)

Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem ákvörðun Lögreglustjóra um að X skyldi sæta nálgunarbanni vegna brots gegn A barnsmóðir og B, barnið þeirra, var felld úr gildi.

X hefur fullyrt að hann hafi einungis hitt brotaþolann B einu sinni á síðastliðnu einu og hálfu ári. Ekki verður annað ráðið af gögnum málsins en sú fullyrðing geti mögulega verið rétt.

Ekki verður framhjá því litið að nokkuð er um liðið frá því mál þau, sem lögreglustjóri vísar til í kröfu sinni í töluliðum 1-5 [brot frá apríl 2013 til júní 2013], komu upp og var það mat lögreglustjóra á sínum tíma að ekki væru efni til þess að leggja nálgunarbann á varnaraðila vegna þeirra. Hvað varðar þau mál lögreglu sem vísað er til í töluliðum 6 til 7 [ofbeldi og eignaspjöll tvívegis september 2014] þá verður að virtum framlögðum gögnum hér engu slegið föstu um réttmæti þeirra ásakana brotaþola A í garð varnaraðila.

Mál nr.

Dagsetning

Nálgunarbann staðfest

Nálgunarbann felld úr gildi

1

Nr. 828/2014.

16.12.2014

2

Nr. 793/2014.

9.12.2014

Nei

3

Nr. 750/2014.

25.11.2014

4

Nr. 716/2014.

11.11.2014

5

Nr. 651/2014.

7.10.2014

6

Nr. 401/2014.

11.6.2014

7

Nr. 358/2014.

28.5.2014

8

Nr. 159/2014.

7.3.2014

9

Nr. 775/2013.

13.12.2013

10

Nr. 629/2013.

26. 09.2013

11

Nr. 515/2013.

31.7.2013

12

Nr. 350/2013.

29.5.2013

13

Nr. 208/2013.

27.3.2013

14

Nr. 163/2013.

15.3.2013

Já, að hluta

15

Nr. 132/2013.

28.2.2013

16

Nr. 686/2012.

16.12.2012

17

Nr. 419/2012.

18.06.2012

Málinu var vísað frá

18

Nr. 336/2012.

21.5.2012

Málinu var visað frá

19

Nr. 557/2011.

14.10.2011

Málinu vísað frá

20

Nr. 420/2011.

7.7.2011

Málinu vísað frá

Ein athugasemd við “Ályktun vegna nálgunarbanns

  1. Bakvísun: Annáll 2015 | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.