Konur í VR unnu launalaust í janúar

Höfundur: Ólafía B. Rafnsdóttir

Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR. Myndin er sótt hingað.

Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR. Myndin er sótt hingað.

Konur í VR fá greidd laun fyrir ellefu mánuði á ári á móti tólf mánuðum karla. Þannig unnu þær í raun „launalaust“ í janúar síðastliðnum. Hvernig má það vera? spyrja eflaust margir.

Karlar og konur innan VR fá ekki sömu laun fyrir sömu vinnu – samkvæmt launakönnun VR eru konur með 8,5% lægri laun en karlar. Þetta er sá munur sem er á launum kynjanna þegar búið er að taka tillit til starfs, vinnutíma, menntunar, starfsaldurs og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin.

Þessi kynbundni launamunur þýðir að konur fengu í raun fyrst greidd laun á þessu ári í febrúar – og þá er ég að tala um sömu laun og karlar fá fyrir sambærileg störf.

Við bíðum ekki til 2035 ! 

VR hefur barist fyrir jafnrétti kynjanna árum saman og við höfum náð ákveðnum árangri. Árið 2000 var kynbundinn launamunur í VR 15,3% samkvæmt launakönnun og það ár unnu konur launalaust í 56 daga eða tæpa tvo mánuði áður en þær fengu sömu laun og karla. Eins og staðan er núna vinna konur í VR launalaust í heilan mánuð á ári – og með sama áframhaldi  fá þær loksins  sömu laun og karlar árið 2035.

Lengra fæðingarorlof, hærra þak

Þessi staða er óásættanleg, við ætlum ekki að bíða í 20 ár eftir launajafnrétti kynjanna innan VR. Við höldum áfram að berjast og nýtum okkur allar tiltækar leiðir. Stór skref var tekið í jafnréttisátt innan félagsins skömmu fyrir aldamótin síðustu þegar ákveðið var að greiða félagsmönnum laun í fæðingarorlofi. VR ruddi þar með brautina fyrir nýjum fæðingarorlofslögum sem mörkuðu tímamót í baráttunni.

En þar með er björninn ekki unninn – við verðum sífellt að vera á tánum. Það hefur sýnt sig að þak á greiðslur úr sjóðnum fælir marga frá því að taka orlof og gengur þannig þvert gegn markmiðum sjóðsins. Og í áhugaverðri umfjöllun Steinunnar Stefánsdóttur í síðasta VR blaði kemur fram að lengd orlofs hefur mikil áhrif á orlofstöku feðra – því meiri rétt sem þeir hafa, því lengra fæðingarorlof taka þeir.

Það er því brýnt að halda fast utan um fæðingarorlofslögin og tryggja að þau skili því sem stefnt var að. Ávinningurinn er svo mikill til framtíðar litið.

Jafnlaunavottun er stjórntæki 

Sífellt fleiri fyrirtæki skarta nú merki Jafnlaunavottunar VR. Myndin er sótt hingað.

Nokkur fyrirtæki skarta nú merki Jafnlaunavottunar VR. Myndin er sótt hingað.

Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Undanfarnar vikur hefur umræðan um jafnrétti kynjanna fengið byr undir báða vængi, ekki síst í Bandaríkjunum. Þar hefur staðan hins vegar lítið breyst árum saman, og hið sama má í raun segja um Evrópu. Vitundarvakning er því nauðsynleg – en hún dugar ekki ein og sér.

yrir tveimur árum kynntum við til sögunnar Jafnlaunavottun VR sem er hagnýtt stjórntæki fyrir fyrirtæki að meta sína eigin stöðu í jafnréttismálum. Jafnlaunavottun VR er markviss leið fyrir atvinnurekendur að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækja samkvæmt jafnlaunastaðli. Vottunin er okkar framlag til þeirrar samvinnu sem nauðsynleg er milli launafólks og atvinnurekenda í þessari baráttu – það getur enginn einn leiðrétt áralangt misrétti.

Árið 2015 er merkilegt ár í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna, við fögnum meðal annars 100 hundrað ára kosningaafmæli kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins. Vonandi verður þetta ár til þess að koma hreyfingu á jafnréttisbaráttuna svo um munar.

Höfundur er formaður VR. Greinin birtist fyrst á vefsvæði VR þann 8. mars 2015 og er endurbirt á Knúzinu með góðfúslegu leyfi.

Ein athugasemd við “Konur í VR unnu launalaust í janúar

  1. „og allra annarra þátta sem hafa áhrif á launin.“
    Sá sem skrifaði þetta verðskuldar fall í tölfræði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.