Bjarnfríður Leósdóttir kvödd

Bjarnfríður LeósdóttirBjarnfríður Leósdóttir var fædd á Másstöðum í Innri-Akraneshreppi 6. ágúst 1924. Bjarnfríður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1943 og var einn vetur í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Hún hlaut kennsluréttindi frá KHÍ 1982 og sem svæðisleiðsögumaður á Vesturlandi  Á yngri árum vann Bjarnfríður við síldarsöltun og verslunarstörf, var virk í menningarlífi Akraness, lék um árabil með leikfélaginu og sat í stjórn þess, tók þátt í stofnun bókmenntaklúbbs sem enn lifir og var lengi umboðsmaður Máls og menningar. Hún var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness, varaformaður um árabil, átti sæti í miðstjórn Alþýðusambands Íslands. Hún var varafulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Akraness í nokkur kjörtímabil og sat 12 ár í félagsmálaráði. Hún var varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlandskjördæmi og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á áttunda áratugnum. Hún átti sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins og starfaði með Samtökum kvenna á vinnumarkaði. Hún var í stjórn Félags eldri borgara á Akranesi um 13 ára skeið, þar af formaður í níu ár. Hún hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2000 og var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýjársdag 2002.

Í minningarorðum um Bjarnfríði ömmu sína segir Arna Kristín Einarsdóttir meðal annars (með góðfúslegu leyfi)

Líklega stend ég, og um leið kynsystur mínar, í mestri þakkarskuld við ömmu fyrir það mikla hugrekki sem hún sýndi með framgöngu sinni og verkalýðsbaráttu fyrir jöfnum rétti og kjörum kvenna. Sú barátta var hörð og ljóst að baráttukonur þess tíma þurftu oft að þola gríðarlega kvenfyrirlitningu í átökum sínum við ráðandi karla. Þar stýrðist amma af ríkri réttlætiskennd og réttlátri reiði. Í þeirri baráttu var hún ekki tilbúin að gefa afslætti eða slá af kröfum. Þar ruddi amma brautina sem ég feta nú. Það skal aldrei gleymast.

Bjarnfríður Leósdóttir lést 10. mars s.l. Útför hennar var gerð frá Akraneskirkju í gær, 20. mars 2015.

Minningin um merka konu lifir.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.