Áfram berbrystingar!

Höfundur: Hildur Guðbjörnsdóttir

Vinur minn sem bjó í Sádí-Arabíu í tvö ár sagði mér að eftir að hafa ekki séð konu öðruvísi en hulda frá toppi til táar í marga mánuði, varð hann einn daginn vitni að því á kaffihúsi þegar klæði konu runnu aðeins til og það sást skyndilega í handlegginn á henni. Allt í einu varð hann mjög spenntur yfir þessum kvenmannshandlegg. Þýðir það að handleggir séu bara náttúrulega kynæsandi?

Að sama skapi má benda á ýmis samfélög um heiminn þar sem konur fela yfirleitt ekki neitt nema kaarticle-2267595-0DFFED2A00000578-983_634x396nnski kynfæri sín. Þar sem brjost eru alltaf sýnileg. Ætli karlmenn í þess konar samfélögum, sem hafa alist upp við það að sjá mömmu sína, systur, ömmur og frænkur alltaf berbrjósta, séu mikið að kippa sér upp við að sjá brjóst? Ég held ekki.

Brjóst eru ekki líffræðilega kynæsandi, þetta er menningarlega ákvarðað. Menningin hefur mun meira með kynlíf og kynörvun að gera en við gerum okkur grein fyrir og það er hægt að sanna á jafneinfaldan hátt og að benda á ýmis dæmi frá öðrum menningarheimum.

Í okkar menningu er konum kennt að skammast sín fyrir líkama sína. Víðs vegar er það ólöglegt fyrir konur, en ekki karla, að bera á sér geirvörturnar. Jafnvel brjóstagjöf er talin ósiðsamleg og konur oft reknar út af veitingastöðum og kaffihúsum, eða beðnar um að fara inn á klósett til að gefa barninu sínu að borða.

Hins vegar eru brjóst og nekt kvenna söluvara í klámblöðum og klámmyndum, auk þess sem þau eru notuð til að selja allt milli himins og jarðar. Það er búið að taka brjóstin frá okkur og gera þau að hlut, að söluvöru fyrir aðra til að græða á. Venjulegum konum er síðan skylt að fela brjóst sín og þeim kennt að skammast sín ef til þeirra sjáist (til að hazm_zoomin.2.3lda uppi eftirspurn að öllu kláminu?).

Nakin brjóst kvenna eru þannig eftirsótt vara og óprúttnir aðilar keppast um að safna myndum og myndböndum af nöktum konum og dreifa þeim án þeirra samþykkis. Þetta kallast hrelliklám. Nekt kvenna er þannig notuð til að niðurlægja þær og láta þær skammast sín. Þessi tegund ofbeldis getur haft gífurlegar afleiðingar í för með sér og hefur haft mikil áhrif á líf þolenda.

Free The Nipple er ómetanlegt átak í baráttunni við hrelliklám, við hlutgervingu kvenna og við markaðsvæðingu kvenlíkamans. Free The Nipple breytir reglunum. Um leið og konur birta myndir af nekt sinni af fúsum og frjálsum vilja missir hrelliklámið marks. Nekt er ekki lengur niðurlægjandi eða skammarleg, heldur náttúruleg og eðlileg. Hér er verið að endurheimta brjóstin og sýna að konur ráða sjálfar yfir sínum brjóstum og að þær skammast sín ekki fyrir þau.

Það er skiljanlegt að margir hafi áhyggjur af því að þessar myndir verði notaðar í annarlegum tilgangi, eða að þessi gjörningur muni koma niður á berbrystingum seinna meir, en það er einmitt það sem þetta snýst um. Brjóstagjörningurinn snýst einmitt um að breyta því viðhorfi að myndir af brjóstum séu niðurlægjandi eða skammarlegar, að breyta því að slíkt geti komið niður á einhverjum. Það er öllum sama þó það finnist mynd á netinu af karlmanni sem er ber að ofan. En sem samfélag höfum við ákveðið að það sama gildi ekki fyrir konur, og það er það sem er vandamálið.

Hrelliklám virðist líka ganga mikið út á það að sýna nekt stelpna sem eru ósamþykkar því að sýna hana, það virðist vera ósamþykkið sem gefur þessum krípum eitthvað kikk. Þetta er einmitt eitt af markmiðum #freethenipple, að taka vopnin úr höndum þeirra sem vilja nota nekt kvenna til að niðurlægja þær eða láta þær skammast sín.

Brjóstahreyfingin er stórkostlega hugrakkt og öflugt átak sem hefur gert meira til að breyta þessum ranghugmyndum en nokkuð annað.

Til hamingju allir berbrystingar, þið eruð frábærar! Takk fyrir mig.

___

Lesið einnig hugleiðingar Brynhildar Björnsdóttur í pistlinum Frelsun týrbjöllunnar og grein Sigríðar Guðmarsdóttur, Bræði, brjóst, bylting: Úr dagbók geðilla femínistans, hér á Knúzinu!

5 athugasemdir við “Áfram berbrystingar!

  1. Nei, ekki „menningarleg ákvörðun“ heldur líffræðileg þróun, hví skyldu brjóst vera útstæðari á konunni ólíkt öðrum spendýrum, það þjónar engri fúnksjón nema kynferðislegri (sama með annað í náttúrunnu, t.d. karlkyns páfugl, hann þarf ekkert allar þessar fjaðrir af praktískum ástæðum 😉 )
    sjá http://www.visindavefur.is/svar.php?id=6138

    • Já, það er útbreidd kenning, allavega hjá vestrænum fræðimönnum, sem voru væntanlega flestir aldir upp í samfélagi þar sem brjóst teljast kynferðisleg af menningarlegum ástæðum, sem gæti þó ekki hafa litað álit þeirra? En þó svo væri, þá hefur það ekkert með málið að gera. Þó að brjóst hafi kannski þróast til að laða að karlmenn þá er augljóst að ef venjan væri að konur væru jafnmikið berbrjósta og karlmenn, þá þætti þetta ekki svona mikið feimnismál. Konur og karlar eru með mörg kynörvandi svæði á líkamanum, til dæmis má nefna eyru, en samt finnst engum ástæða til að fela þau? Það er augljóslega menningarlega ákvarðað hvað má sýna og hvað ekki, eins og þessi tvö dæmi í greininni bera vitni um.

  2. Konur er loðnar undir höndunum og með loðnar píkur og loðna fótleggi. Ekkert af þessu virðist vera sexí í nútíma menningu. Það fer lítið fyrir náttúruvali í ákvörðun samfélags á því hvað er sexí og hvað ekki. Allt er það menningarbundið.

  3. Þetta er gott og blessað allt saman, svo sem, en það er ekki hægt að vera hetjur allir saman að hegða sér alveg eins, og ef byrjað er að leggja krakkagrey í einelti sem vilja ekki bera sig líka eins og mikið er talað um, þá sést að það er eitthvað annað og ómerkilegra á bak við hjarðhegðunina en hetjutilburðir. Hetjudáðir drýgja menn einir, en ekki saman sem hópur í góðborgaralegum menntaskólafíling dásamandi hlutverk brjóstanna við að framleiða mjólk eins í anda Rauðsmýrarmaddömmunnar úr Sjálfstæðu fólki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.