„ég man þegar við fórum úr að ofan …“

Höfundur: Magnea J. Matthíasdóttir

brennandi brjóstahaldari

ég man þegar við brenndum brjóstahaldarana
– ekki ég
ég var ennþá menntaskólapía og hefði aldrei þorað
hætti samt að mæta máluð í tímana á morgnana
eins og hinar stelpurnar
fór að hugsa um af hverju stelpur og strákar
væru ekki dæmd eftir sömu reglum
fór að pæla –

ég man þegar við fórum úr að ofan
– já ég líka
lá í sólbaði í kongens have og drakk hvítvín
man eftir smekkpilsinu sem var gjarnan dregið upp
þegar farið var í möntvask
og brjóstin duttu út fyrir speldið
þegar ég tróð í vélina
man eftir allsberum sturtum með körlum og konum
til að spara vatn
á hippaárunum
og held að engum hafi staðið –

man þegar ég uppgötvaði að brjóst voru orðin tabú
eitthvað til að skammast sín fyrir ekki bara partur af líkamanum
ekki bara prívat fyrir börnin manns og elskhugann
og mann sjálfan
heldur söluvara
fyrir bíla og vélaverkstæði og veiðarfæri og herrakvöld
fyrir súlustaði og flugfélög og hver veit hvað
ekki lengur hluti af líkama mínum
ekki lengur ég
ekkert til að opinbera án gjalds

(það er öðruvísi ef gjald kemur fyrir
þá má maður vera ber án skammar
selja á sér brjóstin og kuntuna
leigja legið
láta úr sér líffærin öll
gegn gjaldi í okkar meðvitaða nútíma)

man þegar stelpurnar gerðu uppreisn
í gær
og vildu eiga sig sjálfar ráða sér sjálfar vera þær sjálfar
og glöddu mig

var það ekki fyrr en í gær?

danskir femínistar

Ein athugasemd við “„ég man þegar við fórum úr að ofan …“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.