Bréf til stjórnenda Landspítala – háskólasjúkrahúss

Höfundur: Bryndís Björnsdóttir

Kvennadeildir

Reykjavík, 31. mars 2015:

Góðan dag.

Bryndís Björnsdóttir heiti ég og hef staðið að undirskriftasöfnun sem varðar ákall til Landspítalans um að bregðast við mótmælum sem hafa staðið yfir á lóð hans.

Lífsvernd hefur staðið að mótmælum á hverjum þriðjudegi í nokkur ár fyrir utan mæðradeild Landspítalans sem þeir sem skrifuðu nafn sitt á undirskriftalistann telja vera áreiti í garð kvenna.

Undirskriftasöfnuninni er lokið með 1.189 undirskriftir sem er merkingarbær tala en nær þúsund kvenna ganga inn um dyr Landspítalans á ári í þeim erindagjörðum er varða mótmælin.

Undirskriftalistinn var leið til þess að vekja athygli á þessari stöðu og skapa umræðu. Staðsetning mótmæla Lífsverndar eru hinsvegar ekki best til þess fallin að eiga slíkt samtal. Ávarp Lífsverndar varðar aðra átakalínu en þá persónulegu sem konur mæta þegar þær ganga þar inn.

Á grundvelli samkomulags þessa samfélags býður Landspítalinn upp á þjónustu og aðstöðu samkvæmt því. Konur sem ganga þar inn eru þó ekki einungis komnar til að leita lagalegs réttar síns, heldur fremur til að fylgja ákvörðunarrétti, byggðum á persónulegum aðstæðum og forsendum. Ákvörðunin sem konur mæta byggist á því að geta metið stöðuna og forsendur sem falla að þeim og þeirra friðhelgi. Landspítalinn býður því upp á einstaklingsviðtöl hjá félagsráðgjöfum en aðgengi að þeirri þjónustu hefur þó einnig þótt gagnrýnisverð fyrir þær sakir að biðstofan er sú sama og fyrir mæðraskoðun. Með tiliti til þessa virðist sem Landspítalinn gefi lítinn gaum að því að virða þau ólíku tilfelli kvenna sem leita eftir þeirri þjónustu sem er þar í boði. Einkum ef litið er til þess að Landspítalinn er eina stofnunin sem konur geta leitað til og gegnir þar með veigamiklu hlutverki í þessum margvíslegu sögum kvenna. Mikilvægt er fyrir konur í þessari stöðu að finna að til sé samfélag sem er fært að mæta hverri og einni þeirra með skilningi, jafnt fyrir sem og eftir ákvörðunartökuna.

Fram að þessu hefur Landspítalinn ekki tjáð sig opinberlega um afstöðu sína til þess að mótmæli séu haldin gegn þeim sem leita þangað.

Undirskriftalistinn er því hér með borinn til stjórnar Landspítalans í von um að sjúkrahúsið bregðist við þessum röddum. Mikilvægt er að afstaða sé tekin í þessu máli.

Virðingarfyllst,

Bryndís Björnsdóttir

___

Frá ritstjórn Knúzzins:

Bréf Bryndísar var afhent stjórn LSH, ásamt 1.189 undirskriftum sem safnað hafði verið með netákallinu Stöðva mótmæli Lífsverndar á lóð LSH, sem Bryndís stóð fyrir.

Þess ber að geta að forstjóri LSH, Páll Matthíasson, vék nokkrum orðum að mótmælum Lífsverndar og undirskriftasöfnuninni gegn þeim í Páskapistli forstjóra á vefsvæði LSH þann 1. apríl s.l. Páll segir m.a.:

Er það mat þeirra sem þar rita nöfn sín að vera bænahópsins, sem þarna hefur komið saman í rúm 2 ár, trufli þá sem leita eftir þjónustu kvennadeildar. Það er hins vegar mat okkar fagfólks, sem næst skjólstæðingum deildarinnar starfa og leggur mat á líðan þeirra, að svo sé ekki.

Ekkert kemur fram um það hvernig þetta mat var gert og á hvaða forsendum, en ljóst má vera að forstjóri LSH telur það ekki sínum verkahring að láta þann hóp skjólstæðinga stofnunarinnar sem sækir þangað þessa tilteknu þjónustu njóta vafans – né heldur njóta nægilegrar verndar fyrir ónauðsynlegu, og hugsanlega íþyngjandi áreiti.

Það er umhugsunarefni.

Við bendum lesendum einnig á greinina Að kunna sig eftir Bryndísi Björnsdóttur, sem birtist á síðasta ári og fjallar um þetta málefni.

Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O'Leary og April Frigge frá Lífsvernd. Myndin er sótt hingað.

Ásdís Terisita Einarsson, Francis Steinar, Denis O’Leary og April Frigge frá Lífsvernd. Myndin er sótt hingað.

Upplýsingar um samtökin Lífsvernd er að finna á heimasíðu þeirra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.