Hrelliklám á Tryggingastofnuninni

Höfundur: Sigríður Guðmarsdóttir

Kari Jaquesson. Myndin er sótt hingað.

Kari Jaquesson. Myndin er sótt hingað.

Hvernig er best að bregðast við gagnrýni viðskiptavina Tryggingarstofnunar á þjónustuna? Jú, fá amerískar klámstjörnur til að leika leiðinlegu nöldurskjóðurnar og sýna klámmyndainnslögin í ríkissjónvarpinu. Auðvitað.

Samtalsþátturinn Trygdekontoret, eða Tryggingastofnunin, í norska ríkissjónvarpinu NRK er umdeildur. Stjórnandi þáttarins Thomas Seltzer fær í hverjum þætti fólk í heimsókn og tekið er fyrir sjóðheitt viðfangsefni í hvert skipti. Í byrjun febrúar var það klámiðnaðurinn sem var tekinn fyrir hjá Thomasi og hann fékk til liðs við sig fjóra viðmælendur, konu sem vinnur við að leika í klámmyndum, aðra sem horfir á klám, þá þriðju sem vinnur í háskóla og hefur klám og klámhorf að rannsóknarefni og loks kaþólskan prest sem horfir aldrei á klám. Í lok þáttarins kynnti Thomas innslag sem „sína eigin erótísku fantasíu“. Innslagið var tekið upp með amerískum klámsstjörnum í setti sem á að vera Tryggingastofnunin. Ung þokkadís kemur inn á kontórinn og falar vinnu af manni sem líkist Thomasi Seltzer. Hún rífur sig úr hverri spjör, þáttastjórnandinn reynist vera ber að neðan og hoppar á hana aftan frá konunni til mikillar gleði. Í enda innslagsins sýgur hún hann, strýkur framan úr sér sæðið og segir „Stay trygda“, verum í samlaginu. (Þáttinn má nálgast hér).

Ekki urðu allir ánægðir með leiknu kvikmyndina hans Thomasar Seltzer. Sjálfur var hann himinlifandi yfir að hafa framleitt „draumamyndina sína“ og nýjasta trendinn í klámiðnaðinum, skraðarasaumaðar klámmyndir eftir þeim órum sem helst gleðja kúnnann. 12. febrúar var þáttastjórnandinn harðlega gagnrýndur af eróbikkþjálfaranum Kari Jaquesson, sem er þekktur lífsstílsblaðamaður og þjálfari í Noregi og hefur gagnrýnt mjög klámiðnaðinn á síðustu árum. Kari kom í viðtal á Nettavisen og beindi því til lögreglu að rannsaka bæri þáttastjórnandann fyrir að borga fyrir kynlíf og sýna í ríkisfjölmiðlinum á besta tíma. Það væri ólöglegt (http://www.nettavisen.no/na24/ber-politiet-etterforske-thomas-seltzer—–for-sex-betaling/8541644.html).

Á miðvikudaginn svaraði síðan Thomas Seltzer fyrir sig með nýju kláminnslagi í þættinum sínum. Aðalefni þáttarins var „málfrelsi“ og hann má nálgast hér. Undir lok þáttar ræðir þáttastjórnandinn gagnrýni Kari sem honum þykir ómakleg og kalli á annað innslag. Í innslaginu er sama senan leikin aftur með sömu leikurum, nema nú kallast konan Kari Jack-off-son og maðurinn Thomas Seltzer. Konan er tekin aftan frá og látin stynja af frygð milli þess sem hún grátbiður Thomas um að segja eitthvað ljótt við sig.

Skjáskot úr þætti Tryggingastofnunarinnar. Myndin er sótt  hingað.

Skjáskot úr þætti Tryggingastofnunarinnar. Myndin er sótt hingað.

Dagblöð í Noregi hafa logað undanfarna daga yfir þessu innslagi og mörgum þykir það merkilegt að í þætti um tjáningarfrelsi, skuli gagnrýni konu á klámiðnaðinn svarað með því að gera hana að viðfangi í klámmynd á kostnað skattgreiðenda. Öðrum finnst þetta bara vera húmor. Kærunum hefur rignt inn til Útvarpsnefndar (sem heitir því ómþýða nafni Kringkastingsrådet á norsku), þar sem kláminslagið með Kari er túlkað sem hrelliklám, kynjuð drottnunaraðferð við að niðurlægja konu með klámgervingu og þar með gera lítið úr gagnrýni hennar. Hér má sjá hlekki á nokkrar af greinum síðustu daga og viðtalið á NRK við Kari sjálfa um málið.

Síðdegis 9. apríl boðuðu þrjár kvennahreyfingar til fundar fyrir utan norska sjónvarpshúsið þar sem hrelliklámi og kynbundnu ofbeldi er mótmælt.

Svo virðist sem Tryggingastofnunin hafi tekið upp nýja þjónustu við viðskiptavini sína, ríkisrekna dreifingu á hrelliklámi sem erfitt er að sjá að verði tjáningafrelsinu sérstaklega til framdráttar. Tíðindamaður fréttastofu Knúzzins í Noregi fylgist grannt með framvindu málsins.

Fjölmiðlaumfjöllun um málið í aðalatriðum til þessa:

  1. april 2015

http://www.dagbladet.no/2015/04/07/kultur/trygdekontoret/nrk/thomas_seltzer/tv_og_medier/38574138/

  1. april 2015

http://www.dagbladet.no/2015/04/08/kultur/meninger/trygdekontoret/porno/kari_jaquesson/38595177/

  1. april 2015

http://www.dagbladet.no/2015/04/08/kultur/trygdekontoret/nrk/thomas_seltzer/tv_og_medier/38599318/

  1. april 2015

http://www.dagbladet.no/2015/04/08/kultur/tv/nrk/trygdekontoret/38591223/

  1. april 2015

http://www.adressa.no/kultur/article10833165.ece

  1. april 2015

http://www.dagbladet.no/2015/04/09/kultur/meninger/kommentar/trygdekontoret/porno/38609794/

  1. april 2015

http://www.dagbladet.no/2015/04/09/kultur/nrk/trygdekontoret/demonstrasjon/kvinnegruppa_ottar/38615518/

  1. april 2015

http://www.vg.no/rampelys/nrk/mener-kari-jaquesson-porno-hetses/a/23431364/

  1. april 2015

http://www.nrk.no/video/PS*205624

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.