Frásögnum um ömmur og langömmur safnað

Aðsend grein.

Í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur öðluðust kosningarétt á Íslandi hefur Þjóðminjasafn Íslands ráðist í að safna frásögnum um ömmur og langömmur hjá almenningi. Samvinna er um þessa söfnun við Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands og tengist hún jafnframt rannsóknarverkefni á þeirra vegum.

Það sem leitað er eftir eru fyrst og fremst eigin minningar fólks. Ekki er ætlast til að skrifaðar séu einhvers konar „ævisögur“ heldur mega þetta vera svipmyndir af kynnum einstaklinga við ömmur sínar og langömmur. Auðvitað er tekið fagnandi við lengri frásögnum, t.d. um lífshlaup ömmu, og ömmur sem menn þekktu aðeins af afspurn eða höfðu eingöngu heyrt talað um. Hér er tengill á spurningaskrána.

Myndirnar af ömmu geta aSZ1-4675ð sjálfsögðu verið mismunandi, m.a. eftir því hvernig persóna hún var eða hvernig samskiptum við hana var háttað. Sumar ömmur tóku mikinn þátt í lífi barnabarnanna og gengdu ákveðnu uppeldishlutverki en aðrar ekki. Þá gátu ömmur verið fyrirmynd og haft áhrif á menntun og starfsval ömmubarnsins. Sumir áttu engar ömmur eða kynntust þeim lítið sem ekkert.Var munur á hlutverkum afa og ömmu gagnvart barnabörnunum og ef svo er í hverju var hann helst fólginn? Þetta er ein af þeim spurningum sem reynt er að fá svör við.

Þær frásagnir sem berast verða skrásettar í þjóðháttasafn Þjóðminjasafn Íslands, sem vistað er í menningarsögulega gagnasafninu Sarpur, og verða öllum aðgengilegar nema annars sé óskað. Þjóðminjasafnið hefur áður safnað endurminningum fólks og má þar sérstaklega nefna samkeppni um minningaskrif árið 1976 í samvinnu við Sagnfræðistofnun og Stofnun Árna Magnússonar. Þar var að vísu fremur um ævisöguleg skrif að ræða en í þetta skipti ef verkefnið takmarkað við ömmur og langömmur.

Sú kvennasaga sem hér er leitast við að safna er að einhverju leiti varðveitt í endurminningarbókum en nú er í fyrsta skipti ráðist í að halda þessu efni til haga með skipulegum hætti. Á vissan hátt má því segja að þessi saga hafi verið heldur vanmetin fremur en hitt.

GÞ-360-1Það efni sem safnast verður notað í rannsóknarverkefnið Konur á 20. öld á vegum RIKK og Sagnfræðistofnunar um sögu kvenna á 20.öld og mun í framtíðinni verða uppspretta til enn frekari rannsókna. Rannsóknarverkefnið Konur á 20. öld fjallar um líf og stöðu íslenskra kvenna á 20. öld og er sprottið upp úr 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna árið 2015. Í rannsókninni er áhersla lögð á að skoða hvernig þjóðfélagsbreytingar 20. aldar, jafnt borgarleg réttindi sem tækniþróun og nýir menningarstraumar, mótuðu og breyttu lífi kvenna. Jafnframt er spurt hvernig og að hvaða marki konur tóku þátt í að móta þessar breytingar. Sjónum er því ekki aðeins beint að breytingum á formlegri stöðu kvenna, eins og kosningarétti og kjörgengi, heldur er einnig lögð áhersla á að skoða hvernig konur nýttu sér breyttar aðstæður til að móta sér líf sem var í grundvallaratriðum öðruvísi en líf formæðra þeirra á 19. öld. Þannig er leitast við að skoða upplifun og reynslu fjölbreytts hóps kvenna, ólíkra kynslóða sem og kvenna úr mismunandi þjóðfélagshópum.

Allar myndir sem fylgja greininni koma frá Þjóðminjasafni Íslands.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.