Já, hvað er svona merkilegt við það …?

Höfundur:Halla Kristín Einarsdóttir og ritstjórn

Karlrembusvínið grillað - ath betur upplýs. um mynd

Helga Thorberg „grillar karlrembusvínið“ í hreyfimynd eftir Unu Lorenzen, sem sjá má í heimildamyndinni Hvað er svona merkilegt við það?

Í kjölfar hinnar róttæku og litríku kvennabaráttu áttunda áratugarins ákváðu konur að hasla sér völl á hinu pólitíska sviði og stofnuðu Kvennaframboð til borgarstjórnar og síðar Kvennalistann sem átti fulltrúa á Alþingi í 16 ár. Kvennaframboðin voru merkilegt framtak í íslenskri stjórnmálasögu og hafa haft óumdeilanleg áhrif á íslensk stjórnmál, pólitískar áherslur og hugmyndir okkar um vald síðan þau komu fram á sjónarsviðið. Þótt sérframboð kvenna séu ekki einsdæmi er saga íslensku kvennaframboðanna yfirgripsmeiri og árangursríkari en annarstaðar og í kringum þau þreifst einnig önnur merkileg grasrótarstarfsemi kvenna.

Þannig er efni og nálgun nýrrar heimildarmyndar lýst á vefsvæði heimildamyndahátíðarinnar Skjaldborgar, en á hátíðinni frumsýnir Halla Kristín Einarsdóttir heimildamyndina Hvað er svona merkilegt við það? Myndin fjallar um kvennaframboðin á Íslandi og vakti eðlilega mikinn áhuga Knúzzins, sem fékk að leggja nokkrar spurningar fyrir höfund myndarinnar.

Kvennalistarútan fór víða um landið til að kynna starfið og þessi mynd er líklega frá 1984.

Kvennalistarútan fór víða um landið til að kynna starfið og þessi mynd er líklega frá 1984.

Um hvað er myndin?

Rauði þráðurinn í myndinni er saga kvennaframboðanna síðari, auk þess sem drepið er á grasrótarstarfseminni sem þreifst samhliða og hræringum tímans sem um getur. Þetta reynum við svo að setja í samhengi við þann samtíma sem myndin er gerð í.

Hvað hefur myndin verið lengi í vinnslu?

Ég byrjaði að hugsa um þessa mynd 2009 en hún hefur unnist með öðru síðan. Upptökurnar fóru að mestu fór fram í kringum 2013 en klipping hófst síðastliðið haust. Það hefur tekið langan tíma að fjármagna myndina, enda hefur kvikmyndaiðnaðurinn verið í sárum síðan vinnsla myndarinnar hófst og efnið er nokkuð staðbundið.

Hverjar eru helstu áherslurnar í nálgun þinni á efnið?

Kristín Ástgeirsdóttir selur göróttan drykk í fjáröflunarskyni í desember 1981

Kristín Ástgeirsdóttir selur göróttan drykk í fjáröflunarskyni í desember 1981

Ég vildi heyra frásagnir þeirra sem stóðu í eldlínunni, landslagið sem þær bjuggu við, hvað knúði þær áfram, hvað gerðist – og skila því á sem áhugaverðastan hátt. Kvikmyndaformið er nokkuð knappt svo það er stiklað á stóru en ég vona að helstu aðalatriði í sögunni skili sér og andinn og hugmyndafræðin skíni í gegn. Ég nálgast þetta sem athyglisverða tilraun í kvennabaráttunni og reyni mitt besta til að sýna bæði sigra og erfiðleika þannig að þessi reynsla tapist ekki og verði eitthvað sem hægt er byggja á því þetta var í raun stórmerkileg lýðræðistilraun.

Hverjir voru helstu viðmælendur, voru það einkum konurnar sem tengdust Kvennaframboðinu beint eða var líka rætt við samferðafólk þeirra, karlkyns sem kvenkyns, á Alþingi og í stjórnmálastarfinu almennt?

Helstu viðmælendur eru þær konur innan raða kvennaframboðanna sem voru hvað mest áberandi, tóku  fyrstar sæti í borgarstjórn og á þingi, en líka konur sem voru meira í grasrótinni, komu inn seinna og svo auðvitað Ragga Gísla. Ég hafði í upphafi hugsað mér að taka meira inn af listakonum og öðru fólki utan að en kvikmyndir eru grimmar á tíma þannig að það var bara erfitt að velja úr hinum fjölmörgu sem komu að kvennaframboðunum sjálfum og varð að takmarka stíft. Við notum safnaefni á stundum til að sýna viðhorf og ræddum t.d. um aðkomu annarra í stjórnmálunum og hvort við ættum að fá einhverja stjórnmálakarla frá þessum tíma inn. Á endanum tímdi ég ekki á þá tíma og finnst þeir líka bara hafa fengið að tala nóg þannig að á endanum töluðum við bara við eina konu úr öðrum flokki og létum gott heita. Ég sé heimildarmyndir svo sem ekki sem neinn endanlegan sannleik, fremur sem innlegg í samræðu og ákvað að leyfa þessu bara að standa frá sjónarhorni þeirra og efnistökum mínum. Ég reyndi þó að finna viðhorf kvenna sem stóðu utan við eða á þröskuldinum en þær höfðu á endanum ekki áhuga á að taka þátt og það er það eina sem ég hef svolítið bölvað.

Kvennalistinn fékk þrjá fulltrúa kjörna á þing árið 1983. Þá var orðið "þingkona" enn framandi flestum. Myndin er skjáskot af timarit.is, úr Dagblaðinu Vísi, 28. apríl 1983.

Kvennalistinn fékk þrjá fulltrúa kjörna á þing árið 1983. Þá var orðið „þingkona“ enn framandi flestum, eins og sjá má á því að blaðamaður DV setur það í gæsalappir í myndatexta. (Skjáskot af timarit.is, úr Dagblaðinu Vísi, 28. apríl 1983.)

Hvað kom mest á óvart í samtölum þínum við viðmælendur?

Það kom mér á óvart hvað þær voru nútímalegar í hugsun á sínum tíma. Þótt þær hafi kannski ekki komið mörgum málum „konkret“ í gegn sjálfar, sem stjórnmálaafl, eru þau mál sem þær urðu fyrstar til að setja á dagskrá mál sem aðrir flokkar eru flestir með á sinni málaskrá í dag og engum dytti í hug að veita ekki a.m.k. málamynda athygli. Að auki finnst mér athyglisvert að það virðist vera formið sjálft en ekki beinlínis innihaldið sem hefur mest áhrif, svipað og í listum. Bara með tilvist sinni og nálgun tókst þeim að breyta því hvernig við hugsum um stjórnmál og möguleika þeirra í dag. Það var til dæmis margt líkt með nálgun Kvennaframboðsins og Besta flokksins þegar hann spratt fram.

Hver telur þú hafa verið veigamestu áhrifin af starfi og virkni Kvennaframboðsins?

Kvennaframboðin urðu til þess að fjöldi kvenna í stjórnmálum margfaldaðist. Að minnsta kosti fjöldi þeirra kvenna sem lentu í einhverjum sætum sem skipta máli og sáu ekki bara um kaffið. Það er óumdeilanlegt. Þau urðu líka til þess að enginn stjórnmálaflokkur með snefil af virðingu fyrir sjálfum sér getur boðið fram án þess að vera með einhverjar konur í efstu sætum. Þær settu allskonar mál á dagskrá sem höfðu mikil áhrif á líf fólks en höfðu verið álitin aukaatriði áður, svo sem dagvistunar- og skólamál, kynbundið ofbeldi, jafnrétti og mannréttindi, náttúruvernd og bara mannvæn lífsskilyrði yfir höfuð. Það er samt fáránlegt þegar maður þarf að segja frá því í dag að eitt helsta mál kvennahreyfingarinnar á Íslandi allan þennan tíma, launajafnréttið, er enn ekki komið í lag.

Telur þú vera þörf á nýju Kvennaframboði?

Ég held að kvennaframboð séu möguleiki sem í ljósi sögunnar liggi aldrei mjög langt frá íslenskum konum og aðferð sem alltaf er hægt að grípa til þegar karlrembusvínið er farið að breiða of mikið úr sér í stássstofunni. Hvenær næst verður látið til skarar skríða fer eftir því hvernig stjórnmálaflokkarnir í dag taka á málunum, en auðvitað væri best að þeir hefðu allir femínismann með í farteskinu.

Knúzið þakkar Höllu Kristínu kærlega fyrir spjallið. Hægt er að skoða stiklu úr myndinni hér að neðan, en myndin verður sem áður segir frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði sunnudaginn 24. maí, en fer í almennar sýningar í Reykjavík í lok ágúst.

Hvað er svona merkilegt við það – Kynningarstikla from Krumma films on Vimeo.

2 athugasemdir við “Já, hvað er svona merkilegt við það …?

  1. Bakvísun: Hvað er svona merkilegt við það? | Knúz - femínískt vefrit

  2. Bakvísun: Annáll 2015 | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.