Finnst þér þetta í lagi?

 

Höfundur: Anna Bentína Hermansen

 

**VV** Greinin inniheldur lýsingar á grófu kynferðisofbeldi.

Myndin er skjáskot úr  myndbandsverki eftir Yousef Erakat fra Kaliforníu. Verkið í heild er að finna hér.

Myndin er skjáskot úr myndbandsverki eftir Yousef Erakat. Verkið í heild er að finna hér.

  • Finnst þér þú eiga rétt á kynlífi?
  • Finnst þér í lagi að setja þig í fyrsta sæti í þeim viðkvæmu samskiptum sem kynlíf er og hundsa þarfir rekkjunautar þíns?
  • Finnst þér klámmyndir sýna raunhæfa mynd af kynlífi?
  • Finnst þér í lagi að notfæra þér ástand ölvaðrar manneskju?
  • Finnst þér í lagi að notfæra þér þroskamun sem er þér í hag?
  • Finnst þér í lagi að manneskjan sem þú hefur mök við sé á barnsaldri?
  • Finnst þér í lagi að samfarir fari fram án opinna tjáskipta?  Þar sem þú spyrð aldrei hvort rekkjunaut þínum líki það sem fram fer?
  • Finnst þér í lagi að þrátta við manneskju ef hún segir nei þegar þú biður hana um kynmök?
  • Finnst þér nei vera hindrun sem þú verður að yfirvinna?
  • Finnst þér í lagi að manneskja sem þú hefur mök við sýni engin viðbrögð?
  • Finnst þér í lagi að hafa munnmök við manneskju sem tárast, kúgast og/eða ælir?
  • Finnst þér í lagi að binda manneskju þannig að hún geti ekki tekið þátt í samförum og að þú hafir algjöra stjórn yfir henni, án þess að eiga við hana samtal um hvenær þú átt að stoppa?
  • Finnst þér örvandi að slá aðra manneskju þegar þú hefur við hana kynmök, rífa í hárið á henni eða halda henni þannig að hún geti ekki hreyft sig?
  • Finnst þér í lagi að troða áhöldum inn í aðra manneskju án þess að gæta að hversu langt þú gengur?
  • Finnst þér í lagi að grípa um háls annarrar manneskju og þrýsta að, vegna þess að þú sást í einhverri klámmynd að það örvi suma og fullnæging þeirra verði öflugri?
  • Finnst þér í lagi að setja hnefann inn í leggöng konu eða endaþarm karlmanns/konu?
  • Finnst þér í lagi að nauða í manneskju um að fleiri taki þátt í kynlífi ykkar, svo að þú fáir meira út úr því?
  • Finnst þér í lagi að hefja endaþarmsmök við manneskju án þess að spyrja um leyfi, jafnvel þótt þið séuð í miðjum klíðum?
  • Finnst þér í lagi að líkja eftir klámmyndum og heimtar að gera tilraunir sem þú sérð þar með rekkjunauti þínum?
  • Finnst rekkjunaut þínum það líka í lagi eða þarftu að sannfæra manneskjuna um að taka þátt í þessum tilraunum?
  • Finnst þér í lagi að þvinga fram samþykki?

Ef þér finnst eitthvað af þessu vera í lagi er mjög líklegt að klámvæðingin hafi brenglað kynverund þína og að þú þurfir að leita þér hjálpar áður en þú ferð yfir mörk annarrar manneskju og nauðgar henni. Mjög líklegt er að þú hafir nú þegar farið yfir þau. Mögulegt er að það sé jafnvel þegar búið að kalla þig til yfirheyrslu vegna ásökunar um nauðgun?

Ertu hissa? Finnst þér það ekki í lagi að þú takir ábyrgð á gjörðum þínum? Finnst þér ennþá að um misskilning sé að ræða og að þú sért fórnarlamb lyga?

Lestu aftur yfir listann. Hann lýsir frásögnum brotaþola kynferðisofbeldis. Ef þér finnst eitthvað af ofangreindu í lagi, þá ætti þér að finnast í lagi að þú takir ábyrgð á því að framkvæma það sem stendur á þessum lista. Hér eru engar óljósar línur, þú hefur farið yfir mörk annarrar manneskju. Að fara yfir mörk er ekki léttvægt, það er skilgreiningin á kynferðisofbeldi.

Ef þú átt í vandræðum með að skilja hvað samþykki er, átt þú á hættu að nauðga. Horfðu á þetta mynband til að forða þér frá því.

Ein athugasemd við “Finnst þér þetta í lagi?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.