Ég þarf að hylma yfir með nauðgaranum mínum

Höfundur: Erla Guðrún Gísladóttir

 

her-story

Vinur minn nauðgaði mér. Vinur minn nauðgaði mér. Vinur minn nauðgaði mér.

Það tók mig 12 ár að segja það upphátt.

Á Íslandi eru nauðgarar skrímsli, aumingjar sem á að skera undan. Vinur minn var hvorki aumingi né skrímsli, ætlaði ég í alvörunni að gera mál úr þessu? Vissulega vildi ég þetta ekki, vissulega var þetta gegn mínum vilja. En að kalla þetta nauðgun, var það nú ekki alltof langt gengið?

Tvítugri mér, fannst það. Svo ég sagði ekkert, lét sem ekkert væri. Ég ætlaði að gleyma þessu, ég ætlaði sko ekki að leggja mannorð hans í rúst og ég ætlaði svo sannarlega ekki að taka pláss í Stígamótum frá einhverri sem þyrfti raunverulega á þessu að halda.

Árin liðu, það varð erfiðara og erfiðara að bæla nauðgunina niður. Ég átti erfiðara og erfiðara með að setja öðrum mörk. Ég varð kvíðnari og kvíðnari. Ég varð veikari og veikari. Þar til að ég gat ekki sofið lengur. Á leið til Stígamóta þá leið mér eins og svikara, ætlaði ég í alvörunni að halda því fram að það sem gerðist hefði verið NAUÐGUN? Því ef ég kallaði þetta réttum nöfnum þá var ég um leið að segja að vinur minn væri nauðgari.

VINUR MINN, sá hinn sami og öllum líkar vel við. Sem gerir ekki flugu mein. Ætlaði ég að gera honum það að kalla hann nauðgara? Hvað myndi fjölskyldan hans segja? Eða nágrannanir eða vinirnir? Hvernig gat ég gert honum þetta?

silencing15 árum seinna og ég get enn ekki sagt hver nauðgaði mér.

Samfélagið leyfir mér ekki að segja frá.

Það er ekki hulduher sem nauðgar okkur. Nauðgarar hafa bæði nafn og andlit og eru bræður okkar, synir, feður, vinir og kunningjar.

Á meðan við horfumst ekki í augu við gerendur, á meðan samfélagið gefur ekkert svigrúm fyrir nauðgara til að axla ábyrgð þá krefjumst við þess að konur hylmi yfir með nauðgurum sínum.

2 athugasemdir við “Ég þarf að hylma yfir með nauðgaranum mínum

  1. Bakvísun: Kvennabylting – Gegn #þöggun | Knúz - femínískt vefrit

  2. Bakvísun: Hvað svo? Málþing um femíníska byltingarárið 2015. | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.