Byltingarsagan varðveitt – skjalasafn fyrir ofbeldissögur

Höfundur: Sigríður H. Jörundsdóttir

skjalasafn

Ég er ein þeirra kvenna sem hefur stigið fram og sagt sína sögu í Facebook-hópnum Beauty tips. Ég er sagnfræðingur að mennt og fljótlega eftir að frásagnirnar byrjuðu að flæða inn á síður hópsins gerði ég mér grein fyrir því að hér væri sögulegur atburður að eiga sér stað. Krafturinn, þorið og samstaðan voru algjörlega einstök! Í mínum huga er nauðsynlegt að gera eitthvað í því að varðveita heimildir um þessa byltingu fyrir framtíðina.

Ég setti því inn á Beauty tips-síðuna færslu þess efnis að ég væri tilbúin til þess að taka að mér að safna þessum frásögnum saman og afhenda þær síðan á skjalasafn þar sem þær yrðu varðveittar fyrir framtíðina. Um svipað leyti komu upp hugmyndir um að safna þessum frásögnum á opna heimasíðu þannig að þær yrðu öllum aðgengilegar. Hópur kvenna tók höndum saman um að stofna slíka síðu og nú er hafið starf við að gera frásagnirnar aðgengilegar á síðunni https://konurtala.wordpress.com/.

Við hvetjum alla sem vilja láta sína rödd lifa til framtíðar og hafa sögu að segja um ofbeldi af hvaða tagi sem er að senda frásögn sína á netfangið konurtala@gmail.com (einnig er hægt að senda frásögn með því að leggja inn skilaboð hér. Hópurinn tekur við öllum frásögnum og þær þurfa ekki að hafa birst á Beauty tips til þess að teljast gjaldgengar á heimasíðuna eða til varðveislu á skjalasafni.

Rauð Canna-lilja. Georgia O´Keefe, 1924.

Rauð Canna-lilja. Georgia O´Keefe, 1924.

Þeir sem senda frásögn til okkar gefa um leið hópnum leyfi til þess að birta frásögnina á heimasíðunni, auk þess sem tryggt er að frásögnin verði varðveitt á skjalasafni um ókomna tíð. Það er undir hverjum og einum komið að ákveða hvort hann eða hún vilji leggja fram frásögn sína undir nafni eða ekki og einnig hvort frásögnin eigi að vera í opnum eða lokuðum aðgangi á skjalasafninu.

Með opnum aðgangi er átt við að frásögnin er aðgengileg hverjum sem vill skoða hana og hana má nýta í rannsóknir og til birtingar. Þær frásagnir sem verða lokaðar, munu verða lokaðar í 80 ár eftir andlát þess sem afhendir frásögnina.

Látum ekki þessar frásagnir falla í gleymskunnar dá – skrásetjum þessa sögu og varðveitum til framtíðar.

 ‪#‎þöggun‪#‎konurtala

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.