Á annarri öld

Höfundur: Bergrún Íris Sævarsdóttir
11406634_991709140861699_4622814927700220163_oÞetta árið var ég þess mikla heiðurs aðnjótandi að fá að semja ljóð Fjallkonunnar í Hafnarfirði. Fjallkonan var hinsvegar ekki ein, heldur hundrað glæsilegar hafnfirskar konur í þjóðbúningum, í tilefni af hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Það tilefni varð kveikjan að orðunum sem ég setti á blað fyrir um mánuði, en síðan þá hefur það runnið upp fyrir mér, enn skýrar, að við eigum enn langt í land. Launamunur milli kynja, hryllilegar sögur af kynferðisofbeldi, þörf (en furðu umdeild) brjóstabylting og nú síðast, þegar lög voru sett á eina stærstu kvennastétt landsins og verkfallsréttur þeirra hunsaður.

myndbergrun

Hundrað kvenna kór flutti kvæðið:

Á annarri öld

Þú gekkst um þessar götur á annarri öld
vannst baki brotnu langt fram á kvöld
saumaðir, skúraðir, stagaðir í,
fæddir og klæddir og fékkst aldrei frí.
Yfir þvottinum bograðir buguð og sveitt,
hendurnar lúnar og augun svo þreytt.
Fjórtán fæddust börnin og fimm þeirra jörðuð,
leið þín var sorg og sárindum vörðuð.
En börnin voru klædd, snyrt og strokin
og alltaf stóðstu keik og aldrei hokin
hárið greitt upp og pilsið sett í pressu,
ekki mátti mæt’ of seint í vikulega messu,
og þar sastu þögul og hlustaðir á
karl tala um karla, heilaga þrjá.
Og engu betri voru bækurnar heima
því aðeins þær afrek karlanna geyma
og sjaldan var kvennanna skrifuð saga
þær sátu hvork’ á þingi né lærðu til laga,
og höfðu ekki atkvæði til þess að ráða
hvaða þingmenn þær vildu hvetja til dáða.
Og engin mátti kona setja sitt mark
á þingið, þó ekki skorti þær kjark.
Þú sást ekki fyrir hvað verða vildi,
það þurft’ ekki til þess sverð og skildi
og ekki krafðist það stórra fórna
að stíga fram og landinu stjórna,
því enn voru börnin strokin og klædd
þó mamma fær’ á fundi og þjóðmálin rædd,
og enginn þessum konum réttinn gaf
þær tók’ann með valdi, valdinu af.

Þú gekkst um þessar götur á annarri öld
nú viljum við jafnrétti, virðingu og völd.

Annarriöldmynd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.