Konur tala


Höfundur: Kári Emil Helgason

Hendur, Louise Bourgeois, 2006

Hendur, Louise Bourgeois, 2006

Ég er femínisti og aktívisti og sem slíkur legg ég mig allan fram við að skilja, meðtaka og hlusta, og reyni af bestu getu að miðla því sem ég læri áfram. Ég reyni að vera besti femínistinn sem ég get verið – án þess að vera kona.

Ég varð femínisti af því konur hafa talað við mig. Konur hafa deilt með mér lýsingum á fæðingum, blæðingum, blöðrubólgum, DD-brjóstabakverkjum, mismunun, daglegu áreiti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, stefnumótanauðgunum, ókunnugranauðgunum, ótímabærum þungunum, HIV-lyfjakúrum eftir nauðganir, plan-B pillum, fóstureyðingum, skilnuðum, kúgunum, hálsgripum, þöggun, skorti á stuðningi frá fjölskyldu, vinum, ættingjum, mökum, samfélaginu, kirkjunni, lögreglunni, saksóknara, héraðsdómi, Hæstarétti, fötlunum í kjölfar læknamistaka, hundsunum innan heilbrigðiskerfisins, móðursýkisgreiningum, geðlyfjakúrum við líkamlegum vandamálum, innlögnum á geðdeildir eftir ranguppáskrifuð geðlyf, niðurtals og vantrausts vegna kynferðis, ofsókna á netinu vegna skoðana, drusluskömmun, hrelliklámi, eltihrellum og öðrum hryllingi.

Ef mamma mín, vinkonur mínar, frænkur og ömmur hefðu ekki rætt um þessa hluti við mig mundi ég ekki geta skilið reynsluheim kvenna. Án þeirra væri ég allt annar maður. Þess vegna er mikilvægt þegar konur tala.

Það verður æ ljósara fyrir mér að ég mun aldrei verða Heimsins Besti Femínisti. Ég hef aldrei orðað það við neinn en ég hef alltaf ómeðvitað haldið að ég væri fær um það. Af hverju ekki? Er það ekki það sem femínismi snýst um, jafnrétti? En ég hef loksins áttað mig á því að þessi titill er ekki ætlaður mér. Reynsla mín af ofbeldi hefur vissulega veitt mér innsýn í reynsluheim kvenna og ramma til að skilja frásagnir þeirra en ég mun aldrei upplifa heiminn eins og kona og það er alveg óþarft fyrir mig að reyna. Það er nóg af konum til sem eru til þess mun hæfari. Þetta hefur tekið mig langan tíma að læra og mér finnst það sérstaklega hafa kristallast í umræðunni sem núna stendur yfir.

Mig langar bara að þakka öllum þeim konum sem hafa talað og berjast gegn þöggun. Ég er hérna á hliðarlínunni til að veita allan þann stuðning sem ég get, fullkomlega sáttur við að vera í öðru sæti þegar kemur að einmitt þessari baráttu. Nú er það kvenna að tala.

Mynd fengin héðan.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.