Þjóðin sem valdi Vigdísi – 35 ár frá sögulegu forsetakjöri

Tilkynning frá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

 

Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands verður efnt til hátíðardagskrár á Arnarhóli sunnudaginn 28. júní kl. 19.40-21.10. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Háskóli Íslands í samvinnu við Alþingi, ríkisstjórn Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skógræktarfélag Íslands, Samtök atvinnulífsins og tugi stofnana og félagasamtaka, sem beita sér fyrir málefnum, sem Vigdísi eru hugleikin.

0207Fjöldi listamanna kemur fram, en dagskránni er ætlað að höfða til alls almennings, ekki síst ungs fólks. Félagar úr blásarasveitinni Wonderbrass leika, Edda Þórarinsdóttir og Felix Bergsson flytja brot úr sápuóperunni Leitin að Jörundi í tónlistarstjórn Karls Olgeirssonar og Hjörleifur Hjartarson kynnir brot úr Sögu þjóðar.

Þá mun færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir og dönsku og sænsku óperusönvararnir Palle Knudsen og Ylva Kihlberg flytja kveðjur frá frændþjóðum með söng sínum. Hljómsveitirnar Baggalútur og Samaris leika og syngja og ungt tónskáld, Már Gunnarsson, flytur frumsamið lag til Vigdísar. Sviðshöfundar og leikarar frá Listaháskóla Íslands og Stúdentaleikhúsinu varpa með sínum hætti ljósi á viðtekin viðhorf í þjóðfélaginu og hvernig framboð Vigdísar og forsetakjör breytti hugsunarhætti fólks. Rithöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir og Jón Kalman Stefánsson flytja enn fremur tveggja manna tal. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, flytja ávörp.

Vigdís með augum G.Dagskránni verður sjónvarpað beint á RÚV. Listrænn stjórnandi er Kolbrún Halldórsdóttir og stjórnandi útsendingar sjónvarps Egill Eðvarðsson.

Allir eru hvattir til að fjölmenna á Arnarhól, gleðjast saman og heiðra Vigdísi á merkum tímamótum.

Auk ofangreindra aðstandenda eru helstu styrktaraðilar viðburðarins Landsbankinn, Eimskip, VR, Icelandair Group, Norræna húsið, Morgunblaðið, Þórshöfn í Færeyjum, Framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og Listaháskóli Íslands.

Eftirfarandi félagasamtök standa einnig að viðburðinum:

Almannaheill – samtök þriðja geirans

Alþjóðlegur jafnréttisskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Arkitektafélag Íslands

Árnesingakórinn í Reykjavík

Bandalag háskólamanna

Bandalag íslenskra listamanna

Bandalag íslenskra skáta

Barnaheill – Save the Children á Íslandi

Blindrafélagið

Félag háskólakvenna

Félag íslenskra bókaútgefenda

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga

Félag kvenna í atvinnulífinu

Félag leiðsögumanna

Gígjan – Landsamband kvennakóra

Háskólakórinn

Heklurnar

Íslandsstofa

Íslenski dansflokkurinn

Jórukórinn á Selfossi

Kammerkór Suðurlands

Kennarasamband Íslands

Krabbameinsfélagið

Kvenfélagasamband Íslands

Kvenréttindafélag Íslands

Kvennakór Garðabæjar

Kvennakór Kópavogs

Kvennakór Suðurnesja

Kyrjukórinn Þorlákshöfn

Landgræðsla ríkisins

Landsnefnd UN Women á Íslandi

Landssamband blandaðra kóra

Landssamband karlakóra

Landssamtök íslenskra stúdenta

Landvernd

Lions-hreyfingin á Íslandi

RIKK – Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum

Rithöfundasamband Íslands

Rotary á Íslandi

Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg

Samkór Kópavogs

Samtök ferðaþjónustunnar

Samtök móðurmálskennara

Samtök kvenna af erlendum uppruna

Samtök tungumálakennara á Íslandi – STÍL

Skátakórinn

Sólheimar – sjálfbært samfélag

Stúdentaráð Háskóla Íslands

Söngfjelagið Ásta Þórarinsdóttir

Söngsveitin Fílharmónía

Tónverkamiðstöðin

Yrkja

Verkfræðingafélag Íslands

Zontasamband Íslands

Myndir fengnar héðan og héðan.

Ein athugasemd við “Þjóðin sem valdi Vigdísi – 35 ár frá sögulegu forsetakjöri

  1. Bakvísun: MP #198 :Réussir sa photo de profil pour les réseaux sociaux et sites de rencontres

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.