Kæra Amnesty International…

Frá ritstjórn

Myndin er sótt hingað.

Myndin er sótt hingað.

Eins og margir hafa orðið varir við hafa alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International nú um nokkurt skeið haft til umfjöllunar endurskoðun á afstöðu samtakanna til vændis, en vinnuskjali þess efnis var lekið frá samtökunum í fyrra og má t.d. nálgast hér. Sérstaklega hefur sú mikla áhersla sem þar er lögð á frelsi fólks til jafnt viðskipta (með sjálft sig) og verslunar (á öðru fólki) vakið reiði margra, sem og sérstaklega sá hluti plaggsins þar sem það er nánast skilgreint sem mannréttindi að geta fengið/keypt sér aðgang að kynlífi – og þar af leiðandi allt að því mannréttindabrot að vera meinað um slík viðskipti (sjá bls. 6 í skjalinu):

Um þetta segir Amnesty:


At a very basic level, expressions of sexuality and sex are a primary component of the human experience, which is directly linked to individuals’ physical and mental health. The state’s interference with an adult’s strategy to have sex with another consenting adult is, therefore, a deliberate interference with those individuals’ autonomy and health.

Það var og.

Í gær birtu sjö kvennasamtök á Íslandi yfirlýsingu á öllum helstu fjölmiðlum, þar á meðal hér á Knúzinu, þar sem tillögu um að vændi, jafnt kaup sem sala, verði með öllu lögleitt er harðlega mótmælt. Í yfirlýsingunni segir m.a.:

Helgina 7.- 11. ágúst fundar alþjóðahreyfing Amnesty International í Dublin á Írlandi. Fyrir fundinum liggur tillaga um að Amnesty líti svo á að vændi eigi að gefa frjálst.  Kaup, sala, milliganga um vændi og rekstur vændishúsa verður samkvæmt tillögunni látið óátalið.  Allt í nafni mannréttinda fólks í vændi.  Ef tillagan verður samþykkt eru það alvarleg mistök sem ganga þvert á þá mannréttindabaráttu sem Amnesty  er þekkt fyrir.

Frá mótmælagjörningi á vegum Amnesty á flugvellinum í München, Þýskalandi, fyrir nokkrum árum. Hér er verið að mótmæla mansali, ekki vændi. Myndin er héðan.

Frá mótmælagjörningi á vegum Amnesty á flugvellinum í München, Þýskalandi, fyrir nokkrum árum. Hér er verið að mótmæla mansali, ekki vændi. Myndin er héðan.

Tillagan sem ræða á í Dublin hefur verið gagnrýnd víða um heim. Hér er t.d. hægt að undirrita áskorun til Amnestydeilda þar sem fulltrúar þeirra á Dublinfundinum eru hvattir til að greiða atkvæði gegn tillögunni um afglæpavæðingu vændiskaupa. Og í grein í breska dagblaðinu The Guardian 28. júlí s.l. segir Jessica Neuwirth, mannréttindalögmaður og ein stofnenda samtakanna Equality Now, m.a:

Amnesty is urging its membership to separate prostitution and sex trafficking as entirely unrelated. Yet common sense and the economics of supply and demand dictate that demand for prostitution fuels sex trafficking to supply it: not all prostituted women are sex trafficking victims, but all sex trafficking victims are sold into prostitution. Amnesty is urging its membership to legalize the industry, making no distinction between the women being prostituted and those who pay for and profit from their exploitation.

brothel

Og í yfirlýsingu kvennasamtakanna í gær segir enn fremur:

Ef Amnesty International mælir með að því að vændi verði gefið frjálst, er dólgum og vændiskaupendum þar með gefin friðhelgi og mannréttindi kvenna í vændi fótum troðin.  Slík stefna myndi skaða þann mikilvæga trúverðugleika og það traust sem Amnesty nýtur í dag.  Það má ekki gerast.

***

Á fundinum í Dublin verða væntanlega fulltrúar Íslandsdeildar Amnesty International. Þar verða þau talsmenn þeirra Íslendinga sem styrkja starfsemi samtakanna og hafa með ýmsum hætti tekið þátt í starfi þeirra hér á landi.

Þann 6. ágúst s.l. birti Halla Gunnarsdóttir á Facebook-síðu sinni eftirfarandi bréf, sem hún sendi til Íslandsdeildarinnar og er birt hér með góðfúslegu leyfi. Þau sem taka undir hennar orð eru hvð til að senda bréfið í eigin nafni til samtakanna, á netfangið amnesty@amnesty.is – eins og það er hér að neðan eða með tilbrigðum frá eigin brjósti:

Kæra Íslandsdeild Amnesty International,

ekki ruglast á fundinum á Írlandi. Hér hefur miklu ryki verið þyrlað upp og svo virðist sem Amnesty sé að tala sig inn á að beita sér fyrir lögleiðingu vændis af „praktískum“ ástæðum. Í þeim málflutningi er ýmsu haldið fram sem er ýmist rangt eða villandi, en ég vil þó leggja áherslu á þetta:

Sum mál fjalla ekki bara um praktík, heldur einmitt um hitt sem þú þekkir öðrum betur, nefnilega mannréttindi.

Líkamar fólks eiga ekki að vera söluvara og fátækt réttlætir ekki að gera líkama fólks að söluvöru. Sýndu kjark og stattu með þolendum vændis, með mannréttindum, með kvenfrelsi og gegn hagsmunum þeirra sem hagnast á mansali og vændi og þeirra sem kaupa sér aðgengi að líkömum fólks.

Þetta er mitt bréf til þín, eins og öll bréfin sem þú hefur hjálpað mér að senda til ríkisstjórna um allan heim, ríkisstjórnum sem hafa látið mannréttindi fjúka lönd og leið af hinum ýmsu „praktísku“ ástæðum.

Með von um góð viðbrögð,

Halla Gunnarsdóttir

Sýnum samstöðu. Sendum „netákall“ til Amnesty International.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.