Þess vegna er vændi nauðgun

Höfundur: Elísabet Ýr Atladóttir

Vændiskúnnar í Þýskalandi. Úr ljósmyndaröð Bettina Flintner, Freier, frá árinu 2013

Vændiskúnnar í Þýskalandi. Úr ljósmyndaröð Bettina Flintner, Freier, frá árinu 2013

Nauðgun í hjónabandi var ekki ólögleg fyrir mjög stuttu síðan, og er enn lögleg í mörgum löndum í heiminum. Það var „réttur“ eiginmanns að nota líkama konu sinnar þegar hann vildi og þegar honum hentaði, alveg sama hvað hún vildi eða vildi ekki. Þetta var bara eitthvað sem konan átti að útvega karlinum sínum, ekki eitthvað fyrir þau að njóta í sameiningu heldur„réttur“ hans óháð hennar vilja og nautn. Þetta þykir okkur hræðilegt í dag, að karl geti bara fengið sínum vilja framgengt við konu sína sama hvað hún vill. Við köllum það nauðgun. Á þeim tíma var þetta bara hennar verk. Sú hugmynd er enn á lofti, við tökum ennþá ekki alvarlega nauðganir í nánum samböndum, því við teljum þetta enn „skyldu kvenna“ að veita körlum kynferðislega „þjónustu“. En á sama tíma og okkur hryllir við hugmyndina um nauðgun í nánum samböndum þá tökum við fagnandi þeirri hugmynd að konur ættu að taka upp þetta „starf“ gegn greiðslu.

Kynlíf er ekki hægt að selja. Konur eru ekki söluvara né eru líkamar okkar til afnota annarra. Ef ein kona getur verið seld, þá geta allar verið seldar. Ef einn maður kaupir eina konu, þá veit hann að hann getur keypt þær allar. Við erum manneskjur, ekki vörur. Þær konur sem leiðast í vændi, sama af hvaða ástæðu, eiga meira skilið en að það sem er gert þeim sé afglæpavætt og gert að einhverjum normal viðskiptum. Við skuldum þeim leið úr þessum bransa og betra líf. Við skuldum þeim það að mennirnir sem kaupa þær séu gerðir ábyrgir fyrir því sem þeir eru að gera.

Samþykki er ekki bindandi samningur sem þú getur greitt fyrir svo önnur manneskja veiti það. Samþykki er ekki samþykki nema það sé raunverulega gefið af öllu hjarta. Kynlíf er milli jafningja, ekki viðskiptasamningur kúnna og þjónustuaðila. Þess vegna er vændi nauðgun og ofbeldi gegn þeim sem leiðast út í vændi (sem eru langoftast konur og stúlkur).

***

Ritstjórn bendir á fleiri greinar Elísabetar Ýrar um vændi sem birst hafa hér á Knúzinu:

Hamingjusami hórukúnninn 

Þegar val er ekkert val

Sænska leiðin sannar sig
Vændi, „val“, „frelsi“ og „öryggi“
Forréttindavændi og femínismi

6 athugasemdir við “Þess vegna er vændi nauðgun

  1. „Við skuldum þeim leið úr þessum bransa og betra líf“ Algjörlega. Ég myndi ekki óska neinum að starfa við vændi.

    Við þurfum að leita allra ráða til að bæta stöðu þeirra verst stöddu í samfélaginu til að enginn neyðist til að starfa við vændi (t.d. með borgaralaunum), og taka á mansali af fullum þunga. Þannig að ef eitthvað yrði eftir af fólki að starfa við vændi væri tryggt að það væri eingöngu þeir sem virkilega kjósa það af fúsum og frjálsum vilja. Það væri áhugavert að vita hvort framboðið myndi ekki hreinlega útrýmast.

    Auk þess mætti eflaust minnka eftirspurn eftir vændi talsvert með því að vinna að áframhaldandi vitundarvakningu og byltingu í viðhorfum samfélagsins. T.d. að losna við svona heimskuleg viðhorf eins og að það þurfi ekki að bera virðingu fyrir sumu fólki venga kyns þeirra.

    En á sama tíma þurfum við að passa okkur á að gera ekki illt verra, eins og með því að líta niður á fólk sem starfar við vændi, eða gera þeim erfitt fyrir að leita réttar síns þegar brotið er á þeim.

    Og eitt enn: Maður sem kaupir eina konu gæti kannski haldið að þar með geti hann keypt hvaða konu sem er, vegna þess að hann heldur að allar konur séu eins, og allir karlar séu eins, og hann er vanur að skipta mannkyninu í þessa tvo flokka og tengja hvorn flokkinn um sig við ákveðið mengi af persónueiginleikum (hvaðan sem hann hefur fengið þá flugu í höfuðið), en það þýðir ekki að hann hefði rétt fyrir sér.

    Ef þetta viðhorf hans yrði til þess að hann kæmi illa fram við aðrar konur í kjölfarið, þá er vandamálið ekki að einhver önnur kona hafi komið fram við hann á ákveðinn hátt (selt honum aðgang að líkama sínum, tilneydd eður ei) heldur þau viðhorf sem hann hefur sem verða til þess að hann dregur þá ályktun að þar með eigi það sama við um allar konur, sem er augljóslega röng alhæfing.

    Ef einhver nálgast þig og virðist haldinn þeim ranghugmyndum að hann geti ætlast til að þú gerir það sem hann vill, þá væri sniðugt að vekja hann til umhugsunar um hvaðan í ósköpunum hann hefur fengið þessar ranghugmyndir. Ekki leyfa honum að komast upp með að halda því fram að það sé eðlileg ályktun út frá fyrri reynslu hans af öðru fólki.

  2. Er það bara nauðgun ef seljandi er kvennkyns?
    Er sala á kynlífsþjónustu eingöngu nauðgun kvenna?
    Getur karlmaður valið að selja kynlífsþjónustu?
    Hefur þú kynnt þér hvor hver einasti söluaðili hafi haft val og þá að hve miklu magni?
    Hvað með konur sem kaupa kynlífsþjónustu?

    Hver ert þú að segja konum, eða nokkrum, hver þeirra upplifun á að vera? Hver þeirra vilji á að vera? Og hafa af þeim valdið til sjálfsákvörðunar?

  3. Bakvísun: Vændi er nauðgun | KVENFRELSI

  4. Hver á kvenlíkamann? Konan sjálf eða femínistar? kirkjan? Feðraveldið?
    Einföld spurning, hver á kvenlíkamann?
    Þínar líkingar um vændi minna á andstæðinga fóstureyðinga, hver einasta fóstureyðing er dráp á lífi. Allt vændi er nauðgun. Gamaldags rökfærsla en jafnframt ógeðfelld.
    Og hvar er skilningurinn á hvað Amnesty internationall er að hugsa?

  5. Af hverju eru það yfirleitt alltaf karlar sem fara í vörn fyrir vændi og tala um val og frelsi kvenna til að selja sig? Af hverju eru það hins vegar aðallega konur sem berjast fyrir launajafnrétti kynjanna og gegn einelti í skólum?

  6. Bakvísun: Knúzannállinn 2015 | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.