Er þetta list?

Höfundur: Auður Lilja Erlingsdóttir

d og g nauðgunarauglýsing

Við búum í samfélagi þar sem klámvæðing er alltumlykjandi. Sama hvaða vöru verið er að auglýsa virðist réttlætanlegt að gera það með klámi og myndmáli ofbeldis.

Aðgangur að klámfengnu efni er óheftur og íslenskir piltar, sem eiga Norðurlandamet í klámáhorfi, nýta sér það frá unga aldri.

Þegar spurningum er varpað fram hvort að þetta sé hollt afþreyingarefni, hvort þetta gefi rétta mynd af samskiptum eða þörfum karla og kvenna í kynlífi,  hvort ekki væri rétt að draga úr klámneyslu landans verður allt vitlaust og snýst afar snöggt yfir í orðræðu um ritskoðun, fasista og femíninazista.

Það virðist því vera nokkuð almenn sátt um klámvæðinguna. Að minnsta kosti má ekkert gera til að sporna við henni. Eða hvað?

Inn í þetta umhverfi varpa listamenn fram gjörningi sem felur m.a. í sér eitt sjónvarpsverk sem samanstendur af stuttum myndbrotum úr margs konar sjónvarpsefni; teiknimyndum, matreiðsluþáttum, klámi. Á veggjunum má jafnframt sjá margskonar list, ljósmyndir, graffíti og teikningar sem takast á við viðfangsefnið;  kynleika.

Markmiðið er væntanlega ekki að niðurlægja konur heldur benda á hið augljósa að við erum alltaf að niðurlægja konur. Af hverju ættum við ekki að gera það í Ráðhúsinu líka?

Þetta er ögrandi og kjarkmikil gagnrýni á samfélagið, hræsnina sem er ríkjandi og undirlægjuhátt okkar.

P.S:

Að þessu sögðu hefði að sjálfsögðu átt að hafa þessa ögrandi sýningu annars staðar en í matsal starfsmanna Ráðhússins. Sú umræða snýst þó um skipulagsmál, ekki um innihald sýningarinnar og áhrif hennar. Nú hefur náðst full sátt allra aðstandenda sýningarinnar um að sýningin verður lokuð fram yfir matartíma starfsmanna og ég hvet alla til að kíkja við.

Ein athugasemd við “Er þetta list?

  1. Bakvísun: The Female Form in Marketing – #FreeTheNipple

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.