Merkilegur andskoti

Höfundur: Þóranna Kristín Jónsdóttir

stjornarsetaÉg er sennilega eina manneskjan (eða klárlega ein af fáum) sem hefur tekið það upp hjá sjálfri sér að taka nám varðandi stjórnarsetu í fyrirtækjum og borgað brúsann úr eigin vasa, einfaldlega vegna þess að ég hef áhuga á efninu, vil gefa færi á mér til stjórnarsetu og tel mig hafa ýmislegt til málanna að leggja. Að minnsta kosti voru allir samnemendur mínir á námskeiðinu Ábyrgð og árangur stjórnarmanna hjá Opna háskólanum á sínum tíma sendir (og borgaðir) af risafyrirtækjunum sem þau sátu í stjórn hjá og margir virtust ekki sitja námskeiðið sjálfviljugir.

Ég hef verið á lista hjá FKA yfir konur sem tilbúnar eru til stjórnarsetu núna í allnokkur ár, auk þess sem ég hef látið Viðskiptaráð Ísland vita að ég sé tilbúin til stjórnarsetu (fékk nú aldrei nein svör þaðan…). Ég hef einnig ansi öflugt tengslanet og hef aldrei legið neitt á því að vera tilbúin til stjórnarstarf. Kannski ætti ég að kaupa heilsíðu í Mogganum?

Ég skal alveg viðurkenna að ég hef ekki hjólað í þetta á sama hátt og að finna starf. En það hafa heldur ekki fjölmargir karlar sem ég þekki til og einhvern veginn hafa þeir nú samt lent í stjórnum hægri vinstri og mishæfir til. Ég hef hinsvegar ekki heyrt mikið af því að konur séu að berja af sér stjórnarstörfin. Ég veit um fullt af flottum konum sem eiga fullt erindi í stjórnir fyrirtækja sem ég veit ekki til að hafi verið nokkur tíma beðnar um slíkt.

Alltaf vaknar umræðan reglulega um að það vanti hæfar konur í stjórnarstörf. Kannski er ég bara ekki hæf, með mína MBA gráðu með hæstu einkunn, yfir 5 ára reynslu af eigin rekstri auk starfa fyrir hin ýmsu fyrirtæki frá því upp úr aldamótum, svo ekki sé nú minnst á hversu mikið vantar upp á markaðshugsun í fjölmörgum fyrirtækjum og ég gæti kannski haft eitthvað til mála að leggja. Oh well… það má vera.

Hættið að bulla

Það sem fer í taugarnar á mér er einfaldlega að heyra alltaf af og til að það sé erfitt að finna konur í stjórnir, finna konur í fjölmiðla og blah blah blah þegar til er fjöldi kvenna sem er tilbúinn í þetta en enginn hefur samband við. Ég vil ekki fara út í einstök atriði þar sem það á ekki við, en ég þekki þau. Það væri líka kannski skiljanlegt með konur sem eru bara í sínu fyrirtæki og sinna sínu starfi en eru ekkert sýnilegar þrátt fyrir að vera hæfar að ekki sé haft samband við þær þar sem þær eru þ.a.l. ekki „top of mind“ – en margar af þeim sem eru bara helv… sýnilegar eru bara heldur ekkert inni í menginu virðist vera þegar kemur að þessum hlutum. Ég hef t.d. ekki hingað til talist vera neitt veggjablóm og myndi teljast ágætlega vel tengd og þrátt fyrir að ég hafi ekki sent everybody and his brother skilaboð um að ég sé tilbúin að vera í stjórn, þá hef ég heldur aldrei gefið til kynna að ég sé ekki tilbúin til þess og verið bara ansi opin með að vera tilbúin í þetta, m.a. við fólk sem er vel inni í þessum málum og má búast við að sé leitað til af og til varðandi mögulega aðila til stjórnarsetu. Þannig að hér með vil ég biðja fólk vinsamlegast um að hætta að bulla þegar það segir að það sér erfitt að fá konur í stjórnir og hætta enn meira að bulla ef fólk vogar sér að segja að ekki séu til konur hæfar í stjórnir.

Nú vil ég ekki að þetta komi út eins og ég sé að væla eitthvað yfir þessu. Ef þetta væri efst á forgangslistanum hjá mér, þá væri ég búin að vaða í þetta af fullum krafti. Það sem kveikir í mér núna eru ákveðnir hlutir varðandi þetta og þessi umræða sem kemur alltaf upp af og til að við séum ekki að gefa kost á okkur í þetta, sem er bara bull. Það virðist bara vera mun þægilegra í þessum stjórnar- og stjórnendaheimi að sullast í sama pollinum og finna bara einhvern úr strákaklúbbnum, heldur en að leggja virkilega vinnu í að skipa öflugar og fjölbreyttar stjórnir (þó það sé að sjálfsögðu ekki algilt, sem betur fer).

Og það væri náttúrulega ferlega erfitt að fara út fyrir krosstengslanetið því að ef það væri fólk í stjórn sem ekki sæti þvers og kruss í stjórn hjá þessum en framkvæmdastjórn hjá hinum, þá gætu komið inn stjórnarmenn sem enginn hefði neitt til að nota á til að stjórna þeim.

Spurningin er hvort að málið gæti verið að the powers that be vilji ekki fá konur í stjórnir sem spyrja erfiðra spurninga og gera kröfur á fyrirtæki og stjórnendur þeirra? Ja, ég hef a.m.k. lesið greinar þess efnis. Guð veit að ég myndi spyrja erfiðu spurninganna og gera kröfur. Margir benda líka á að það virðist sem svo að ef reynslan liggi ekki í fjármála- eða lögfræðimegin þá eigi maður síður möguleika á stjórnarsetu. Við markaðskonur gætum farið að spyrja óþægilegra spurninga og kannski verið fullmiklir fulltrúar viðskiptavinanna. Kannski er það bara málið.

Og úps – ef það kæmu kröfuharðar konur í allar stjórnir sem spyrðu erfiðu spurninganna þá gæti fólk allt í einu þurft að fara að vinna fyrir laununum sínum – og þá fyrst færi nú allt til fjandans!

 

 

 

 

 

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.