Hvað er svona merkilegt við það?

Höfundur: Ritstjórn Knúz

kvennaframboðið„Hvað er svona merkilegt við það“ sungu Grýlurnar á níunda áratug með seiðandi rödd og ferskri kaldhæðni. Þetta var áratugur þar sem leitað var leiða í óhefðbundinni mótspyrnu, áratugur endurvakins karnivals og sprells. Í kvikmynd sem ber sama heiti og söngur Grýlanna er farið yfir sögu Kvennaframboðs til borgarstjórnar og seinna til alþingis, Kvennalistans. Og ljómandi er gaman að fylgjast með sprellinu sem ríkir í bland við alvöruna, hláturinn sem yfir öllu ríkir, enda eru þetta merkir tímar; þátttaka í einni stærstu byltingu sem mannkynið hefur upplifað, umsnúningur gilda, jafnrétti kynjanna, gjörið þið svo vel.

Hvað er svona merkilegt við það er sjálfstætt framhald heimildarmyndarinnar Konur á rauðum sokkum sem fjallaði um Rauðsokkurnar, sem hösluðu sér völl á áttunda áratug. Leikstjóri er Halla Kristín Einarsdóttir og Hrafnhildur Gunnarsdóttir hjá Krummafilms framleiðir myndina. Myndin er þétt klippt og skiptast á viðtöl, skreytt með lifandi myndum og ljósmyndum úr einkaeigu og safni sjónvarpsins. Og rétt eins og í fyrri mynd beitir Halla Kristín færni sinni í kvikun (þýðing á orðinu animation) og skýtur inn teiknuðum myndabröndurum til að hvessa einbeitingu og bæta í spaug. Myndin var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni á Patreksfirði í vor og hlaut þar fyrstu verðlaun.
Eitthvað er minnst á þau mál sem kvennaframboðin komu á koppinn, helst leikskólamál og hvernig kvennaathvarfið Stígamót fæddist út úr þessu samstarfi og tíma. En það var einmitt mesta afrek kvennaframboða að nýjar áherslur komu í pólitíkina sem stungust sem teinar í vél feðraveldisins.

Í lok kvikmyndar segir einn viðmælenda, Kristín Ástgeirsdóttir að hún óttist bakslag á sviði mannréttinda, að hatursorðræða á netinu sé í sókn. Í því sambandi má benda á að beint svar við slíku haturtali í netheimum var tilurð vefmiðilsins Knúz og reynum við hvað við getum að standa vaktina.

Fleiri hefðu mátt sitja í salnum þetta kvöld. En það var eftirtektarvert að flestir gesta (aðeins 15) voru unglingsstúlkur. Ritstjórn Knúzins hvetur alla góða menn, konur og karla, að drífa sig í bíó, því enn sem fyrr er íslensk kvikmyndagerð fjárhagsleg áhætta. Og hér er verið að segja frá merkilegum atburðum sem vöktu athygli langt út fyrir landsteinana. Styðjum það.

Þórhildur Þorleifsdóttir skrifaði þetta um myndina:

Viðtal við leikstjórann birtist á Knúzinu í vor:

Hvað er svona merkilegt við það er sýnd í Sambíói í Kringlunni klukkan 19:20.


Annað myndskeið er á Vimeo:https://player.vimeo.com/video/143462399

Ein athugasemd við “Hvað er svona merkilegt við það?

  1. Bakvísun: Annáll 2015 | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.