Ákall til kvenna!

*TW* *Efnisviðvörun

PleasedontElsku konur,

Við erum hér fjórar konur, Drífa Pálín Geirsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir, Þorbjörg Matthíasdóttir og Brynhildur Yrsa Guðmundsdóttir, sem eru að fara að stað með spennandi verkefni sem hefur alla burði til að verða stórfenglegt.

Um er að ræða myndlistarverk sem yrði sett upp á sýningu, og þegar sýningunni lyki færi það í varanlega umsjá aðila sem tengjast inntaki verksins – en það mun koma síðar í ljós hverjir það verða. Verkið verður útsaumsverkefni, stórt í sniðum eða 5 metrar á lengd og 2 metrar á hæð og verður sett saman úr 360 ferningum.

Og nú kemur ástæðan fyrir því að við leitum til ykkar. Á þessa 360 ferninga verða útsaumaðar 360 setningar frá 360 konum sem hafa upplifað kynferðisofbeldi. „Hvað langar þig að segja við þá manneskju sem braut á þér/þær manneskjur sem brutu á þér?“ Þetta er í raun yfirskrift verksins. Allar 360 setningarnar eru þau orð sem þig hefði langað að segja við þann sem braut á þér, ef þú hefðir haft tök á. Hver og ein kona mun skrifa sín orð með eigin rithönd en ekki er gerð krafa um handavinnugetu. Setningarnar með rithönd eigenda þeirra verða færðar á efnisbútana og saumaðar út, og síðan verða ferningarnir saumaðir saman í veggteppi.

Farið verður með allar setningar sem trúnaðarmál og munu þær vera nafnlausar í verkinu. Þær sem hafa saumakunnáttu og vilja leggja sitt af mörkunum er að sjálfsögðu boðið að vera með í þeirri vinnu,.þrátt fyrir að eiga ekki setningu í teppinu.

Ert þú kona sem hefur áhuga á að vera ein af konunum 360 sem taka þátt í verkinu? Ef svo er, endilega vertu í sambandi við mig, Brynhildi Yrsu á Facebook. Hérna er líka netfangið mitt. Eins mega þær sem hafa saumagetu og löngun til að taka þátt í þeirri vinnu, láta vita á sama stað.

Búseta er algjört aukaatriði þar sem engin nauðsyn er að mæta eitt eða neitt.

Kveðja,
Brynhildur Yrsa, Drífa Pálín, Brynhildur B og Þorbjörg

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.