RADDIRNAR Í HÖFÐINU Sjálfsævisögulegt örleikrit

Höfundur: Sigríður Pétursdóttir

klónaðakonanÞessi týpa sem dansaði diskó með blásanseraða augnskugga annan daginn og þrammaði um í gallasmekkbuxum með mótmælaspjald þann næsta. Þessi týpa sem alltaf hefur átt vini bæði til vinstri og hægri. Þessi týpa sem horfir bæði á sápur og myndir Mike Leigh og dettur ekki einu sinni í hug að skammast sín. Þessi týpa sem aldrei gat haldið með íþróttaliði eða gert upp á milli Bítla, Rollinga, Duran eða Wham. Þessi týpa hefur oft átt í rökræðum við sjálfa sig.

Sigga II – Þú ert nú meiri forréttindafemínistapíkan, skrifar aldrei um stóru málin, bara einhverjar kvikmyndastjörnur og feit módel. Þú ert ekkert almennilegur femínisti!

Sigga I – Hvað er að þér? Ég læt aðra um þau skrif því þeir hafa kynnt sér málin betur. Ég tek samt alveg afstöðu til þess sem þú kallar stóru málin, þó ég skrifi kannski ekki greinar.

Sigga II – Nei! Ég sé þig aldrei taka til máls í kommentakerfunum um t.d. staðgöngumæðrun, kynferðisofbeldi eða túr.

Sigga I – Kommentakerfin eru rotþró. Þar bulla þeir hæst sem minnst vita. Ég passa þrýstinginn og læt þá sem hafa meira vit á þessum málum svara.

Sigga II – Ógeðlega léleg afsökun. Þú ert bara ístöðulaus aumingi og hefur ekki rétt á að kalla þig femínista!

Sigga I – Þú getur sagt það en það færi illa ef ég tæki þátt í umræðum á kommentakerfum. Manstu hvað ég varð reið um daginn þegar einhverjir aular héldu því fram að Meryl Streep væri ekki femínisti, vegna þess að blaðasnápar höfðu ekki rétt eftir henni? Áratugir sem hún hefur varið í baráttu fyrir kvenréttindum virtust ætla að gufa upp inn í eterinn.

Sigga III – Það er mér í fersku minni. Ég man líka hvað þig klæjaði í fingurna að skrifa ósmekklegt komment þegar uppblásnu vöðvabúntin voru að skrifa um að Sóley Tómasar þyrfti bara að fá að ….

voicesinmyheadSigga I – Ég veit. Munaði engu að ég skrifaði að hún ætti einn sætasta mann á Íslandi og þeir væru öfundsjúkir apaheilar. Svakalega málefnalegt. Sannar það sem ég sagði áðan, ég á ekki að koma nálægt umræðum á kommentakerfum.

Sigga III – Þú hefðir verið jörðuð. Femínisti sem lætur út úr sér að útlit skipti máli í þessum efnum. Þú ert náttúrulega líka með afbrigðum asnalegur femínisti, með áhuga á tísku og sprangar um á rauðum dregli að taka viðtöl við kellingar sem kalla sig líka femínista.

Sigga I – Hvað er þetta stelpur! Femínistar eru allavega. Hélt við værum nú löngu búnar að afgreiða þetta. Ef þú átt við Helen Mirren á rauða dreglinum, þá er hún góð fyrirmynd. Fer ekki ofan af því. En já, femínistar geta líka sagt eitthvað heimskulegt. Hver er ekki breyskur? Ég er víst femínisti!

Sigga II – Ertu ekki bara tækifærissinni og kallar þig femínista núna vegna þess að það er í tísku? Hvaða almennilegur femínisti birtir ‘selfies’ og fíflast svona oft?

Sigga I – Margir. Og nei, ég er ekkert tækifærissinni. Ég hef barist fyrir því að konur hafi sömu réttindi og karlar frá því ég var stelpa.

Sigga II – Já, en ertu þá ekki bara jafnréttissinni?

Sigga I – Nei, ég er femínisti. Ég vil að konur og karlar hafi sömu réttindi. Það er ekkert flóknara en svo. Auk þess eru ekkert allir femínistar með nákvæmlega sömu skoðanir. Það eru jafnmikil tugga og að femínistar séu allir loðnir eða hafi ekki gaman af fallegum fötum.

Sigga II – Já, þið rífist nú stundum í þessari þarna grúppu sem þú ert í.

Sigga I – Skoðanaskiptin geta verið ansi snörp já. En það kemur oft eitthvað gott út úr því.

Sigga III – Ætlarðu virkilega að láta birta þetta bull eftir þig. Why???

Sigga I – Sko, ef ein manneskja… bara alein… sem hefur haldið að allir femínistar væru eins, skiptir um skoðun, verð ég glöð.

Sigga III – Þú verður jörðuð í kommentakerfunum.

2 athugasemdir við “RADDIRNAR Í HÖFÐINU Sjálfsævisögulegt örleikrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.