Forvarnir byrja heima!

Höfundur: Ylfa Mist Helgadóttir

Enn og aftur sé ég mig knúna til að taka kennslustund og messa yfir þessum þremur sonum sem ég á.
Það sem ég óttast mest af öllu er nefnilega að ungir karlmenn ( ég veit ekki með þá eldri sem ólust upp fyrir tíma klámvæðingarinnar) hreinlega átti sig ekki á því hvenær þeir eru ekki lengur að „sofa hjá“ og eru farnir að brjóta á í staðinn.

kjaftaðumkynlífÁbyrgðin, a.m.k framan af, er foreldranna. Hvað kennum við ungu strákunum okkar? Hvenær byrjum við að kenna þeim? Ef við höldum að það sé illa passandi að messa yfir þeim 12-14 ára gömlum, þá verðum við að spyrja okkur ærlega; ætlum við að fara að ræða þessa hluti við þá þegar þeir eru orðnir 18 ára? Vilja þeir eitthvað frekar ræða þetta þá?
Er þá kannski skaðinn skeður?
Að uppfræða börn um eðlilega kynhegðun og kynheilbrigði ætti að vera jafn sjálfsagt og að kenna þeim að stela ekki, ryðjast ekki framfyrir í röð, skila heimaverkefnum og að svara kurteislega þegar á þá er yrt.
Eiginlega finnst mér það jafnvel enn mikilvægara að pakka niður vandræðaganginum og eigin feimni og leggja enn meiri áherslu á hvað er eðlileg kynhegðun.
Það er nefnilega hægt að fyrirgefa búðarhnupl. Og ólokin heimaverkefni.
En hvernig tekst maður á við það ef sonur manns nauðgar stúlku?

Það er varla margt verra til.
Barnið heldur áfram að vera barnið sem maður elskar af öllu hjarta. En hvernig ætlar maður að fara með sitt eigið, kramda hjarta?
Hversu margar sjálfsásaknir þarf móðir að díla við ef svona hræðilegir atburðir gerast?

Þetta er svolítið eins og brunavarnir. Og við, foreldrar erum í hlutverki slökkviliðsmannsins sem fræðir fólk um brunavarnir.

Það er EKKERT, og ég endurtek, EKKERT erfitt að segja: Kæri sonur. Þú munt á einhverjum tímapunkti (sem jafnvel er liðinn) sjá klám. Mundu að klám á jafn mikið skylt við raunverulegt samlífi eins og Spidermann á skylt við raunverulegt líf.
Ekkert sem þú sérð í klámi speglar raunveruleikann.
Í raunveruleikanum Á ALDREI NEITT AÐ GERAST SEM EKKI ER ANNAÐ HVORT BEÐIÐ UM EÐA BOÐIÐ. Samþykki þarf ALLTAF að liggja kýrskýrt fyrir.
Annað er misbeiting.
Að „sofa hjá sofandi einstaklingi“ er ekki kynlíf. Það er nauðgun.
Að vera með stúlkum á barnsaldri er ólöglegt. Það er glæpur. (ég er ekki að tala um sextán ára par sem hefur verið saman síðan í 8. bekk!)
Ef maður skynjar minnsta mótþróa á að HÆTTA STRAX.
Ef þú vilt vera með annarri manneskju, gerðu það þá ALLTAF á réttum forsendum.
Ef þú „ert ekki alveg viss um“ að hún/hann vilji ganga lengra, hættu því sem þú ert að gera og ræddu málin.
Elskaðu sjálfan þig nógu mikið til að niðurlægja þig ekki með því að beita einhvern valdi.

Ok. Sumum finnst hreinlega óviðeigandi að eiga svona samtöl við börnin sín.
Ekki mér.
Og að mér HEILLI OG LIFANDI, þeir fá að hlusta!

Ég ætla ekki að taka sénsinn á því að einhvern tíma muni ég naga gat á vélindað á mér yfir því að hafa „klikkað á því“ að kenna börnunum mínum muninn á réttu og röngu þegar kemur að kynhegðun, af því að mér þótti það „óþægilegt“ eða af því að þeim þætti það „óviðeigandi.“

Það er bara of mikið í húfi.

Kveðja; Móðirin sem virkilega gerir sitt besta í að fækka nauðgurum. Með forvörnum í heimahúsi. Kinnroðalaust!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.