Umfjöllun um klám og klámvæðingu í ljósi sýknudóms í hópnauðgunarmáli

Höfundur: Sigþrúður Þorfinnsdóttir

Í ljósi nýfallins sýknudóms í meintu hópnauðgunarmáli þá má af góðri ástæðu hafa áhyggjur af klámvæðingunni. Einn sakborninga talaði um atburðinn sem venjulegt kynlíf. Viljum við að börnin okkar alist upp við að það sem sýnt er í klámmyndum sé venjulegt kynlíf? Og hvað með aðgengi að klámi?

Orðið klám vefst fyrir mörgum og skiptar skoðanir eru um það hvort klám sé gott eða vont. En eitt er alveg víst og furðulegt að fólk rífist um það, og það er að framleiðsla, innflutningur, sala og dreifing kláms er bönnuð og refsiverð samkvæmt íslenskum hegningarlögum:

Beinttyppi210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum … 1) eða fangelsi í allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.] 2) Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. …3) 1)L. 82/1998, 105. gr. 2)L. 39/2000, 7. gr. 3) L. 58/2012, 5. gr.

[210. gr. a. Hver sem framleiðir, flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt. Sama gildir um ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna einstaklinga 18 ára og eldri á kynferðislegan eða klámfenginn hátt, enda séu þeir í hlutverki barns, eða ef líkt er eftir barni í slíku efni þó að það sé ekki raunverulegt, svo sem í teiknimyndum eða öðrum sýndarmyndum. Hver sem skoðar myndir, myndskeið eða aðra sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt á netinu eða með annarri upplýsinga- eða fjarskiptatækni skal sæta sömu refsingu og greinir í 1. mgr.]1) 1)L. 58/2012, 6. gr.

[210. gr. b. Hver sem ræður barn til að taka þátt í nektar- eða klámsýningu, skipuleggur eða veldur því með öðrum hætti eða hefur ávinning af því að barn tekur þátt í slíkri sýningu skal sæta fangelsi allt að 2 árum, en allt að 6 árum ef brot er stórfellt. Sá sem sækir nektar- eða klámsýningu þar sem börn eru þátttakendur skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. 1) 1)L. 58/2012, 6. gr.

Engin skilgreining er til í íslenskum lögum á hugtakinu klámi.

Fyrir u.þ.b. 20 árum var þáverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 dæmdur til greiðslu sektar fyrir að sýna hinar svokölluðu merkjamyndir, eins og Í nautsmerkinu. Í dómi héraðsdóms er lögð áhersla á að verið væri að sýna kynfæri fólks á ögrandi hátt og að slík atriði hefðu engan listrænan, fagurfræðilegan eða leikrænan tilgang.

Árið 2000 kom fyrir dóm mál þar sem seldar voru klámmyndir. Í héraðsdómi segir: “Lögð er áhersla á að sýna kynfæri karla og kvenna, kynmök um leggöng og endaþarm, munnmök, sjálfsfróun og fjöldakynmök, allt á ögrandi hátt … Myndskeið eru dregin á langinn og kynfæri sýnd í nærmynd við kynmök … án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði en því að sýna kynlífsathafnir. Listræn eða bókmenntaleg tjáning ástar var ekki sýnileg í þeim myndskeiðum, sem skoðuð voru.”

Diana E. H. Russell, femínisti og félagsfræðingur, hefur skilgreint klám á eftirfarandi hátt:

Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.

Í lagalegum skilningi hefur klám verið skilgreint sem „ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar“ andstætt erótík eða kynþokkalist sem er skilgreind sem „bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar“. Ennfremur er gerður nokkur greinarmunur á klámi og grófu klámi en hið síðarnefnda tekur til barna- og dýrakláms og kláms þar sem ofbeldi kemur við sögu. Skilgreiningin er frá árinu 1986 og var hún sett fram af sérfræðinganefnd Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

BlómapíkaÍ dómi Hæstaréttar árið 2000 var S ákærður fyrir að hafa haft klámmyndir til sölu og fjölfaldað klámmyndir til sölu í verslun sinni. Þá var hann ákærður fyrir að hafa tvívegis flutt inn frá Bandaríkjunum sams konar efni til útbreiðslu. Var S sakfelldur fyrir brotin, en þau voru talin varða við 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 1. mgr. sömu greinar. Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af því að háttsemin var liður í atvinnurekstri S og að hann hélt rekstrinum áfram. Var S dæmdur til greiðslu sektar og upptöku myndbanda, geisladiska og stafrænna myndadiska.

Meginmyndefnið á framangreindum myndböndum og diskum sýnir fólk af báðum kynjum í samförum við gagnstætt kyn og eigið kyn, um leggöng og endaþarm, við munnmök, sjálfsfróun og aðrar kynlífsathafnir, m.a. með notkun gerfilima, og er lögð áhersla á að sýna kynfæri beggja kynja. Ákærði hélt því fram að ekki væri um klám að ræða heldur erótískt efni. Í dómi héraðsdómst sem staðfestur var í Hæstarétti segir:

“Af hálfu sérfræðinganefndar Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna var í mars 1986 gerður greinarmunur á hugtökunum klámi (pornografia) og kynþokkalist (erotika), þannig, að klám var skilgreint sem ögrandi framsetning á kynlífi í auðgunartilgangi, án ástar, blíðu eða ábyrgðar, en kynþokkalist sem bókmenntaleg eða listræn tjáning ástar. Telur dómurinn að við þessa skilgreiningu megi styðjast þegar metið er hvort kvikmyndir þær, sem ákært er fyrir dreifingu á í máli þessu, innihaldi klám.
…….
Það er mat dómsins að öll myndskeiðin, sem skoðuð voru í þinghaldi 31. maí sl., séu klámfengin, þótt misgróf séu. Hið sama gildir um meginmyndefni hinna haldlögðu kvikmynda, sem lýst er í fyrrgreindum skoðunarskýrslum lögreglu. Lögð er áhersla á að sýna kynfæri karla og kvenna, kynmök um leggöng og endaþarm, munnmök, sjálfsfróun og fjöldakynmök, allt á ögrandi hátt. Þá eru gervilimir notaðir við ýmsar kynlífsathafnir í mörgum myndanna, sömuleiðis á ögrandi hátt. Í mörgum myndanna enda kynlífssenur á því að karlmenn fá sáðfall yfir andlit, kynfæri eða annars staðar á skrokk rekkjunauta sinna. Myndskeið eru dregin á langinn og kynfæri sýnd í nærmynd við kynmök og sjálfsfróun án þess að séð verði að það þjóni neinu augljósu markmiði en því að sýna kynlífsathafnir. Listræn eða bókmenntaleg tjáning ástar var ekki sýnileg í þeim myndskeiðum, sem skoðuð voru. Hvorki í myndskeiðum þeim, sem skoðuð voru, né í lýsingu lögreglu á meginmyndefni umræddra kvikmynda er þó að finna klám af grófasta tagi; barna- eða dýraklám eða klám tengt grófu ofbeldi. Að mati dómsins er augljóst að framleiðsla myndanna í máli þessu hefur ekki listrænan eða fagurfræðilegan tilgang, heldur eru þær einungis gerðar í hagnaðarskyni. Telur dómurinn að í öllum myndunum sé klám, sem falli undir ákvæði 2. mgr. 210. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.”

Ókei, þið getið hætt að röfla um að skilgreining á klámi sé ekki til í íslenskum rétti. Hér höfum við dóma sem eru réttarheimild sem kallast fordæmi. Komin er skilgreining á klámi. Eða hvað? Nei, það er hægt að rífast um hvað er list. Oft er talað um að eitthvað sé list ef afraksturinn er fagurfræðilegur. Falla myndskeið í klámmyndum þar sem kallinn fær það fram í konuna þar undir?

Barnaklám er bannað og enginn sem hefur neitt á móti því banni. Bannað er að sýna börn í kynferðislegum eða klámfenginn hátt. Þá vita allir hvað klám er. Þá rífst enginn um það hvað er klám og hvað ekki.

ER KLÁM GOTT EÐA SLÆMT?

Ég hef oft heyrt að konur séu á móti klámi en hver eðlilegur karlmaður horfi á klám. Hér væri gott að fá skilgreininguna á hvað er „eðlilegur karlmaður“. Ég fer alveg úr hárum þegar þeir sem eru á móti klámi eru kallaðir teprur. Ég þekki karlmenn sem eru á móti klámi. Þótt maður horfi ekki á aðra stunda kynlíf þá getur maður átt fullnægjandi og fjölbreytt kynlíf sjálfur. Eða er fólkið í klámmyndum að stunda kynlíf? Eða eigum við að segja eðlilegt kynlíf?

Snúið typpiUnga fólkið okkar fær brenglaða mynd af kynlífi í gegnum klámmyndir. Fram kom í fréttum í fyrra að það færi ört í vöxt að unglingsstúlkur leituðu á slysadeild vegna áverka eftir endaþarmssamfarir. Nú ríða allir í rass í þessum myndum. Þær myndir sem ég hef séð hafa ekki haft söguþráð eða sýnt mikla leikhæfileika þátttakenda. Oftast er niðurlægjandi sjónarhorn á konuna. Hún er tekin í öll göt af nokkrum körlum og allar konurnar grátbiðja bólfélagana um að sprauta sæði í andlitið á sér.
Ég veit um sambönd þar sem mikill áhugi annars makans á klámi hefur gert út af við sambandið. Klámáhugalausi aðilinn skilur ekki t.d. af hverju maðurinn hennar vill skoða píkur og brjóst á netinu. Ekki þegar hún er til staðar.

Þegar þú horfir á klámmynd ertu að kaupa þér aðgang að líkama eða líkömum. Þegar maður fer á strippstað þá kaupir hann sér afnot af líkama konu. Við erum ekki dýr. Þeir sem hafa verið ástfangnir vita að ekkert jafnast á við kynlíf sem er stundað með líkama og sál. Ástin þar sem bæði er gefið og þegið. Klám? Þú ert að þiggja afnot af líkama.

Eru þetta þau gildi sem við viljum að börnin okkar alist upp við? Að líkaminn sé neytendavara og ekkert annað? Ekki ég. Ég er á móti klámi og fylgjandi ástinni og kærleikanum.

Rannsókn hefur verið gerð um hvort börn sjái klám. Nú segið þið klámfylgjendur að það sé hlutverk foreldra að halda því frá afkvæmum sínum. Auðvitað, en er það svo auðvelt þegar þetta flæðir yfir allt? Nærri sex af hverjum tíu breskum börnum hafa fyrir slysni rambað inn á klámsíður á netinu. Prófessor í geðlækningum við London School of Economics sem gerði rannsókn með þessum niðurstöðum segir engan sýnilegan árangur af forritum og netvörnum sem eiga að sía út óæskilegt efni. Yngstu börnin sem sögðust hafa séð klám á netinu í rannsókninni eru níu ára gömul.

Í nýlegri könnun kemur fram að 42% bandarískra barna á aldrinum 10-17 ára hafi séð klám á netinu, og 66% þeirra hafi þó ekki verið að reyna að finna klám.

Klám er allt annað en erótík. Í klámi felst kynjamismunun og virðingarleysi.

KLÁM ER BANNAÐ HÉR Á LANDI

Klám er bannað hér á landi. Hins vegar er því banni ekki framfylgt. Í hverri hjálpartækjaverslun ástarlífsins eru til sölu hundruðir grófra klámmynda. Klámblöð eru í hillum allar bókaverslana. Af hverju heimtum við ekki herferð gegn klámi?

2 athugasemdir við “Umfjöllun um klám og klámvæðingu í ljósi sýknudóms í hópnauðgunarmáli

  1. Flott grein og ég sem karlmaður og fyrrverandi klámneytandi er algjörlega sammála. (Vil vara viðkvæma við grófu orðalagi hér á eftir).

    [****VARÚÐ VÁHRIF/TRIGGER WARNING*****]

    Var afar feiminn sem barn og unglingur og þorði lítið að nálgast hitt kynið og því virtist klám vera ágætis kennsluefni um allt sem mig langaði til að vita þegar forvitni unglingsáranna fór á fullt. Þarna lærði ég að allar stelpur kolféllu fyrir mössuðum gæja með tittling sem fengi stóðhest til að skammast sín. Horfandi á minn slappa maga og meðalstóra græjuna milli lappanna hafði ekki góð áhrif á sjálfsmyndina sem ekki var beysin fyrir. Ég ánetjaðist klámi fljótt og stundaði sjálfsfróun yfir klámefni af krafti.
    Á þessum tíma var aðgengi að klámi ekkert alltof gott, einhverjir kunningjar og vinir lumuðu á vídjóspólum og menn skiptust á klámblöðum á borð við Hustler og Club. Internetið var rétt að slíta barnsskónum og nettengingar gegnum módem frekar hægar og óáreiðanlegar. Mest af því efni sem ég hafði aðgang að þá var „saklaust“ miðað við normið í dag. Það breyttist þó fljótt með hraðari nettengingum komandi ára, þegar aðgengi að netklámi fór að auðveldast til muna. Með auknu aðgengi þá fór ég fljótt að vilja sjá eitthvað meira og meira, eitthvað nýtt. Typpi í píku var ekki lengur neitt sérstaklega áhugavert fyrir mér, hópreiðar og endaþarmskynlíf fór að verða normið. Konur að sleikja útum meðan hópur manna brundar framan í þær. Þær veina af „ánægju“ meðan karlinn treður lim sínum í kokið á þeim og slær þær utanundir á meðan. Síðan eru þær teknar með harkalegu handtaki, snúið við og hent fram á borð þar sem nærbuxurnar eru rifnar af þeim, slegið er harkalega á rassinn á þeim, hrækt á endaþarmsopið og tittlingnum troðið inn með eins ruddalegum hætti og hægt er. Eftir að hafa hamrað veinandi konuna um stund dregur hann tólið út og grípur um andlit hennar, hrækir framan í hana og ýtir höfði hennar harkalega að lim sínum svo hún geti sogið hann aftur þangað til hann fær það framan í hana. Alla þessa meðferð virðist konan taka brosandi og æpandi af ánægju og virðist veröld hennar hreinlega snúast um að fá þennan slímuga salta vökva framan í sig.
    Eftir að hafa sjálfur fengið það yfir þessu, leið mér alltaf illa. Mér fannst ég ógeðslegur að horfa uppá þetta. Ég lofaði sjálfum mér margoft í huganum að hætta þessu, að núna væri þetta í síðasta skiptið. En fastur í viðjum klámfíknar hélt ég áfram og sökk dýpra í fen þunglyndis. Ég tengdi þunglyndið á þeim tíma ekki við klámið, heldur aðrar aðstæður í mínu lífi.
    Ég hef verið með einni konu á ævinni og höfum við verið saman í rúm 12 ár. Þegar við kynntumst tók ég hlé á kláminu og einbeitti mér að henni, við lærðum fljótt hvort á annað og stunduðum kynlíf við hvert tækifæri, en með tímanum fór klámið að kalla aftur á mig, sérstaklega þar sem við bjuggum í sitthvoru bæjarfélaginu og hittumst bara um helgar og í skólafríum fyrstu 2 árin. Alla tíð faldi ég þessa hlið mína fyrir henni og eftir að við byrjuðum að búa saman þurfti ég öðru hvoru að læðupokast meðan hún var sofandi eða ekki heima til að svala þorsta mínum í klám, því þrátt fyrir að við stunduðum kynlíf saman reglulega, þá var það ekki alveg nóg fyrir mér. Það vantaði eitthvað sem mér fannst ég fá útúr kláminu. Við eignuðumst börn og bæði meðgöngu og svefnlausum nóttum fylgdi mikil niðursveifla í kynlífi með þeim afleiðingum að ég sótti meira og meira í klámið. Kynlífið varð litlaust og alltof sjaldgæft fyrir okkur bæði, enda bæði með lélega sjálfsmynd og leið ekki nógu vel nöktum.
    Stelpunum í klámmyndunum var alveg sama um aukakílóin mín og undirhökuna, eða meðalstóra typpið mitt og bakhárin. Þær voru alltaf til í tuskið, brosandi með brundinn í munnvikunum. Augu mín opnuðust ekki fyrr en seinna.

    Ég fór að vinna með manni, talsvert yngri en ég og gerðumst við fljótt ágætis félagar. Við gátum talað saman um allt mögulegt og einn daginn barst talið að klámi. Hann viðurkenndi fyrir mér að hann hefði verið klámfíkill en líði mun betur á sálinni eftir að hafa algjörlega lokað á klámið. Hann sagði mér einnig frá vini sínum sem hefði verið langt leiddur í þunglyndi vegna klámfíknar. Ég var skeptískur í fyrstu, fannst erfitt að hugsa til þess að klám gæti haft svona skaðleg áhrif á menn, enda bara afþreying í mínum huga. En þetta varð mér mikið umhugsunarefni næstu daga, og var þessi vinnufélagi minn duglegur að senda á mig linka gegnum netið inn á alls kyns greinar um skuggahliðar kláms. Til dæmis las ég átakanlega grein eftir fyrrum klámstjörnu og það helvíti sem hún upplifði í þessum heimi. Ég sá skuggalega heimildarmynd um það sem átti sér stað bak við tjöldin, bak við fölsku brosin og „ánægjustunurnar“ sem sáust og heyrðust í klipptu útgáfunum. Ég las lærðar greinar um samband klámneyslu og þunglyndis. Ég ákvað að hætta að horfa á klám. Það var erfitt í fyrstu og ég „féll“ oft. En með tímanum tókst mér að halda mér lengur og lengur frá kláminu þar til það hreinlega hætti að „kalla á mig“.
    Í dag líður mér mun betur, ég er hættur að horfa á konur sem gangandi píkur með brjóst og rass og er hættur að ímynda mér hvernig hver og ein kona sem verður á vegi mínum lítur út nakin eða hvernig andlit hennar lítur út með liminn á mér milli varanna.

    Við konan mín horfum endrum og sinnum á erótískt myndefni, þar sem fókusinn er á jákvæða upplifun beggja aðila, og hefur það gert góða hluti fyrir okkar kynlíf, enda sé ég stóran mun á slíku efni og því grófa, tilfinninga- og virðingarlausa klámi sem virðist vera normið allt í kringum okkur í dag.
    Með örfáum snertingum á snjallsímunum sínum geta ungir krakkar komist inn á grófar klámsíður þar sem myndbönd af ofbeldiskynlífi, hópríðingum og groddalegum endaþarmsserðingum blasa við. Ég hef meira að segja frétt af slíku áhorfi 7 ára barna sem voru gómuð við að reyna að leika eftir því sem þau sáu. Slóðina fékk eitt þeirra frá eldri nemanda. Þetta er ekkert einsdæmi, þetta er að gerast allt í kringum okkur. Litlu saklausu englarnir okkar hafa alltof auðvelt aðgengi að gríðarlegu magni viðbjóðslegs klámefnis sem uppfullt er af ofbeldi og kvenfyrirlitningu og er því ekki að furða að þau þrói með sér bjagaða mynd af því hvernig samskiptum kynjanna eigi að vera háttað.
    Að fimm drengjum finnist það bara eðlilegasti hlutur í heimi að troða limum sínum inn í öll möguleg sem ómöguleg líkamsop á barnungri stelpu er merki um þann sjúkleika í samfélagi okkar sem klámvæðingin er. Þetta þarf að stoppa, burt með ofbeldisklám og upphefjum frekar efni þar sem gagnkvæm virðing fyrir manneskjunni er höfð að leiðarljósi.

    P.s. dæmið mig að vild fyrir að koma ekki fram undir fullu nafni, ég hef mínar ástæður fyrir því og mér er alveg sama þó trúverðugleiki minnar sögu verði dreginn í efa þess vegna. Ég hef sagt það sem ég vildi segja og vona ég innilega að fleiri menn og konur, sem föst eru í viðjum klámfíknar, opni augu sín fyrir viðbjóðnum og segi skilið við hann. Aðeins með sameiginlegu átaki náum við að drepa þennan iðnað niður, eða a.m.k. gera hann minna áberandi.

  2. Bakvísun: Vandað klám – fyrir mig og börnin mín? | Knúz - femínískt vefrit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.