Verum öll femínistar!

Jafnréttisfræðsla er vonandi á dagskrá allra unglingadeilda og framhaldsskóla landsins. Ef kennsluefni þykir af skornum skammti, er þessi bók hugsanlega ein af lausnunum og kemur vonandi út í íslenskri þýðingu.

Bókin „We should all be feminists“ eftir Chimamanda Ngozi Adichie frá Nígeríu er byggð á rómuðum TED-fyrirlestri hennar 2013, sem sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Fyrir nokkru kom bókin út á sænsku og Sænska kvennaráðið ákvað að færa öllum 16 ára nemendum í Svíþjóð, um 100 þúsund talsins, eintak af bókinni. Clara Berglund, sem fer fyrir ráðinu, sagði þetta:

„Þetta er bókin sem ég hefði viljað fá fyrir alla strákana í bekknum mínum þegar ég var sextán ára.  Þess vegna er svo mikilvægt að við leggjum þessu verkefni lið. Þetta er gjöf til nemenda en einnig gjöf til okkar okkar og næstu kynslóða.”

Kvennaráðið hyggst fylgja dreifingunni eftir með spurningum til kennara. Nánari fróðleikur um þetta er í þessari grein:

Svíar eru framarlega í jafnrétti kynjanna og væntanlega fellur boðskapur bókarinnar í frjóan jarðveg. Sama má væntanlega segja um Íslendinga þótt álitshafar á netmiðlum og „virkir í athugasemdum“  hafi eflaust eitthvað um þetta að segja ef stefnan verður sett á dreifingu bókarinnar til allra nemenda í tíunda bekk.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.