Annáll 2015

Við áramót fer vefritið Knúz yfir liðið ár og rifjar upp það helsta. Helstu greinar hvers mánaðar hafa þegar verið tíundaðar en hér er tínt saman ýmislegt markvert á landsvísu sem gerðist á liðnu ári.

Kjaramál:

Kjaramálin voru plássfrek á árinu 2015. Til að mynda fóru ljósmæður í verkfall og drógu ríkið á endanum fyrir félagsdóm vegna vangoldinna launa. Þá vöktu viðbrögð ráðherra við verkfalli sjúkraliða og SFR athygli Knúzzins, sem bar þau saman við við orðræðuna í kringum verkfall lækna í fyrra. Þau tíðindi urðu líka á árinu
að aðilar vinnumarkaðarins komu sér saman um nýtt líkan kjarasamninga,
605493

(Mynd: Kristinn Ingvarsson, Mbl.)

svokallað Salek samkomulag. Þrátt fyrir að verkalýðsfélögin geri sér grein fyrir kynbundnum launamuni, sem er ekki  síst vegna mismunandi verðmats vinnu milli kvenna og karlastétta, er ekkert að finna í samkomulaginu um kynbundinn launamun, og ekki heldur neitt um að stefnt sé að því að karlastéttir hækki ekki meira í launum en sambærilegar kvennastéttir. Margt bendir til þess að kynbundinn launamunur sé að aukast. Launakönnun VR sýnir til að mynda að óleiðréttur kynbundinn launamunur á heildarlaunum var 14,2% árið 2015, sem er hækkun frá árinu 2014 (13,3%). Þegar búið er að taka tillit til ýmissa þátta sem hafa áhrif á laun er munurinn 9,9% í ár en var 8,5% í fyrra. Þá hefur kynbundinn launamunur hjá stjórnendum innan félagsins aukist á milli ára.

Kynferðisbrotamál:

Sjaldan hefur verið eins mikil umræða um kynferðisbrot og undanfarið ár. Hver „byltingin“ á fætur annarri sem kviknaði helst á samskiptamiðlunum sýndu að brotaþolar höfðu fengið nóg af þöggun og skaðlegum viðhorfum sem ríkt hafa um málaflokkinn. Þöggun kynferðisbrota fellst ekki eingöngu í þögn, heldur einnig þeim veruleika sem mætir brotaþola kynferðisofbeldis. Réttarkerfið bregst þá iðulega og fæstir brotaþolar finna hvata hjá sér til að kæra. Samkvæmt ársskýrslum Stígamóta kæra um 10% brotaþola til lögreglu.
Ákveði brotaþoli að kæra, hefst erfitt ferli þar sem rannsókn lögreglu og meðferð ríkissaksóknara getur tekið á annað ár. Manneklu í réttarkerfinu er helst um að kenna og kynferðisbrotadeild lögreglunnar sinnir öllum öðrum ofbeldismálum, einnig morðum. Þann 1. nóvember s.l. tók til starfa að nýju sérstök kynferðisbrotadeild. Hún mun eingöngu sinna kynferðisbrotamálum. Í viðtali Rúv við Öldu Hrönn aðstoðarlögreglustjóra, segir hún að markmiðið sé að byggja upp traust á réttarkerfið í landinu, sérstaklega í þessum málaflokki. Farið verði yfir verkferla og þeir endurskoðaðir sem þurfa þykir. Að sögn Öldu er önnur vinna ekki hafin en lögregla sýnir sannarlega ákveðna viðleitni til bóta.
Mikil umræða spannst um meðferð kynferðisbrotamála, ekki síst eftir sýknun héraðsdóms á fimm piltum sem kærðir voru fyrir hópnauðgun og varð það til þess að fjöldi fólks safnaðist fyrir framan lögreglustöðina og mótmælti. Ríkissaksóknari hefur nú áfrýjað málinu.
Skipan í Hæstarétt hefur verið gagnrýnd og virðast dómarar telja sig hafna yfir jafnréttislög. Reynslan hefur sýnt að eini kvenkyns dómarinn við Hæstarétt skilar oft inn séráliti í kynferðisbrotamálum.

27mynf12260715_druslugg_08

(Mynd: Iceland Magazine.)

Það kerfi sem mætir brotaþolum í dag styður þá engan veginn eins og byltingarnar hafa ótvírætt sýnt. Í desember var María Rut Krist­ins­dótt­ir valin sem verk­efna­stjóri sam­ráðshóps Inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins um grein­ingu á bætt­um verk­ferl­um í kring­um nauðgun­ar­mál í rétt­ar­vörslu­kerf­inu.  Hópurinn verður skipaður strax eftir áramótin og í fram­hald­inu móta aðgerðaráætl­un ráðuneyt­is­ins um mála­flokk­inn.
Druslugangan var haldin í júlí í fimmta sinn og var gengið til að leggja áherslu á að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur, þannig að hvorki klæðnaður, hegðun né fas þolenda verði sem afsökun fyrir kynferðisglæpi.

Brjóstabyltingin – #freethenipple:

Þann 26. mars fór fram svokölluð brjóstabylting á samskiptamiðlum, sér í lagi á Twitter, sem fólst í því að konur, flestar ungar, birtu myndir af sér berbrjósta.  Upphaf byltingarinnar á Íslandi má rekja til þess að nemi í Verslunarskólanum

22086-Free-the-nipple-3748-776x573

(Mynd: Fréttatíminn)

birti berbrjósta mynd af sér á Twitter sem var gagnrýnd af strák en netheimar risu kröftuglega upp henni til stuðnings, fleiri hundruð stúlkur og strákar birtu berbrjósta myndir af sér með myllumerkinu #freethenipple. Kvikmynd með sama nafni og snérist um óréttlætið í að karlar mættu vera berir að ofan en kvenbrjóst væru hins vegar eitthvað ósiðlegt og ljótt sem bæri að fela, hafði kallað fram svipuð viðbrögð erlendis. Íslenska Brjóstabyltingin varð svo öflug að hún vakti athygli út fyrir landsteinana og birtu m.a. Expressen í Svíþjóð, Independent í Bretlandi og HuffPost í BNA fréttir af henni. Hinn 13. júní voru síðan geirvörturnar frelsaðar á Austurvelli en um 1100 manns boðuðu komu sína á viðburðinn.
Brjóstabyltingunni er einnig ætlað að skila skömminni heim til sín, hefndarklám er mikið vandamál og með því að birta sjálfsmyndir taka konur völdin í sínar hendur. Á Alþingi var lagt fram frumvarp um bann við  hefndarklámi.

Skömminni skilað – #þöggun:

Sérstök úttekt birtist síðar.

Heimilisofbeldi:
Í kjölfar tilraunaverkefnis hjá lögregluembætti Suðurnesja, setti Ríkislögreglustjóri nýjar verklagsreglur um heimilisofbeldismál í blálok ársins 2014 og ná þær reglur yfir öll lögregluembætti landsins. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu sagði í viðtali við Fréttablaðið í janúar að með þessum breytingum væru miklar vonir bundnar við betri árangur, en hans varð strax vart í tilrauninni á Suðurnesjum og vakti athygli út fyrir landsteinana.
Í raun var verið að skerpa á reglum sem höfðu verið til um árabil, en ekki verið virtar: „Viðhorf lögreglunnar og samfélagsins var stundum að þetta væru einkamálefni fólks. Það varð líka viðhorfsbreyting í samfélaginu. Þetta hefur allt haft einhver ruðningsáhrif og það er ekki þessi feluleikur í dag. Það er meiri meðvitund um heimilisofbeldi“ sagði Alda Hrönn m.a. í viðtalinu.

AR-705289947

Alda Hrönn Jóhannsdóttir. (Mynd visir.is)

Þrátt fyrir skýr lagaákvæði frá 2011 um nálgunarbann sem áttu einkum að bæta stöðu brotaþola heimilisofbeldis virtust dómarar tregir til að úrskurða nálgunarbann á ofbeldismenn. Framkvæmd úrræðisins sætti mikilli gagnrýni þar sem það virtist ekki ná tilgangi sínum. Dómarar ætluðu ekki að taka þátt í hertum aðgerðum lögreglunnar í málaflokknum.
Gagnrýnin beindist einkum að því að skilyrðin til þess að menn séu settir í nálgunarbann séu of ströng og málsmeðferðartíminn of langur.  Mörgum fannst lögin vernda ofbeldismenn frekar en brotaþola og þann 25. febrúar 2015 birtist á vef knúzins ályktun frá fjölmörgum kvenréttindafélögum þar sem yfirvöld voru hvött til að taka ofbeldi gegn konum alvarlega og styrkja lög um nálgunarbann. Forsaga málsins er sú að í janúar 2015 felldi Hæstiréttur úr gildi þrjá úrskurði um nálgunarbann og í ályktun kvenréttindafélaganna segir að þar með hafi Hæstiréttur svipt þrjár konur stjórnarskrárvörðum rétti sínum til að njóta réttar til friðhelgi einkalífs og heimilis. Í júlí samþykkti Alþingi breytingar á almennum hegningarlögum og bætti heimilisofbeldi inn sem refsiverðu athæfi. Einnig var ákvæði um nálgunarbann breytt þannig að lögreglu er gert kleift að kæra sjálfkrafa brot á nálgunarbanni.
Í títtnefndu viðtali við Öldu Hrönn sagði hún árangur nýrra verklagsreglna meðal annars felast í minni ásókn í Kvennaathvarfið. Enn hafa ekki birst tölur eða skýrslur um árangur þessa árs, en fyrir nokkrum dögum var tilkynnt um að aldrei hefðu fleiri eytt jólunum í kvennaathvarfinu. 9 konur og börn héldu þar jólin.
Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fíkniefnivanda héldu þing þar sem saman komu 237 konur og 3 karlar til að fjalla um konur, fíkn, áföll og meðferð. Í þessari grein er krækja neðst sem vísar í skýrsluna frá þinginu.

Andóf gegn vændisstefnu Amnesty International:

Þann 11. ágúst kaus stjórn Amnesty International með tillögu um stuðning við afglæpavæðingu vændis.

Myndin er sótt hingað.Það gerði hún þrátt fyrir hávær mótmæli kvennasamtaka, sem og kvenna sem höfðu verið í vændi um allan heim: sjá til dæmis hérhér og hér.
Bent hefur verið á að í það minnsta einn af ráðgjöfum Amnesty International í þessum málum er Alejandra Gil, sem kölluð hefur verið maddaman í Mexíkó og hlaut á dögunum 15 ára dóm fyrir mansal (sex trafficking).
Einnig benti greinargóð úttekt Feminist Current á kvenfyrirlitningu innan Amnesty International, eftir að Julie Bindel kom upp um tengsl Douglas Fox, eiganda stærstu vændisþjónustu á Bretlandseyjum, við stefnu samtakanna í vændismálum.
Ritstjórn Knúzzins sendi Amnesty á Íslandi opið bréf með sundurliðunum spurningum um þetta mál, en lítið varð um svör.
Þess ber að geta að í kjölfarið missti Amnesty International þó nokkuð af fjárstuðningi fólks sem hafði stutt samtökin árum og áratugum saman. (Mynd frá Stundinni).

LISTIR OG MENNING.

Allt árið 2015 var haldið upp á hundrað ára ártíð kosningarréttar kvenna á ýmsan máta, en helstu hátíðarhöldin voru í kringum 19. júní er afhjúpuð var stytta af fyrstu alþingiskonu Íslendinga, Ingibjörgu Bjarnason, fyrir framan Alþingishúsið, mótuð af myndhöggvaranum Ragnhildi Stefánsdóttur.
Þá lét Ríkisútvarpið Sjónvarp búa til stuttmynda-þáttaröð í þessu tilefn, og haldnar voru sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Hjá Listasafni Íslands voru haldnar tvær sýningar í tilefni ártíðarinnar: Ljóðvarp/poetcast yfirlitssýning á verkum Nínu Tryggvadóttur og sýning á verkum Nínu Sæmundsson.

Bókmenntir:

Í nóvember kom út bókin Rof – frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur en í bókinni birtast sögur 76 kvenna sem segja frá reynslu sinni af því að rjúfa meðgöngu. Töluverð umræða hefur verið um fóstureyðingar á síðasta ári en í ár eru 40 ár síðan að lög sem heimila fóstureyðingar af læknisfræðilegum og félagslegum ástæðum, þó með því skilyrði að tveir heilbrigðisstarfsmenn veiti konum leyfi til að rjúfa meðgöngu. Í mars var skorað að yfirvöld á Landspítalanum að endurskoða þá afstöðu sína að bregðast ekki við bænahóp sem reglulega biður fyrir eyddum fóstrum við inngang kvennadeildarinnar þar sem skjólstæðingar spítalans ganga um. Stjórnendur Landspítalans hafa enn ekki brugðist við þeirri kröfu.  Kvenréttindafélag Íslands krafðist þess á aðalfundi sínum í apríl að stjórnvöld endurskoði löggjöf um fóstureyðingar, og viðurkenni kynfrelsi kvenna og yfirráð kvenna yfir eigin líkama. Undir lok árs birtist grein í Læknablaðinu þar sem fjórir heilbrigðisstarfsmenn ræddu stöðu fóstureyðinga hérlendis og lýstu því yfir að endurskoðunar á lögunum væri þörf og að láta ætti þau sjónarmið ráða för sem styðja nútímalegt sjálfræði kvenna. Í kjölfarið lýsti heilbrigðisráðherra því yfir að undirbúningur endurskoðunar laganna sé þegar hafinn.
Fleiri áhugaverðar bækur um konur og kynja- og jafnréttismálefni komu út á árinu sem of langt mál er að telja allar upp, en meðal annars þá kemur út í annað sinn dagbókin Árið með heimspekingum (höfundar: Erla Karlsdóttir, Eyja M. Brynjarsdóttir, Nanna H. Halldórsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir). Bókin hefur að geyma einn kafla um valinn heimspeking fyrir hverja viku ársins, en fyrir algera tilviljun eru allir heimspekingarnir konur. Og á þeim nótum, einnig kom út á árinu bókin Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki eftir Jóhann Björnsson. Þá kom út bókin Frú ráðherra eftir Eddu Jónsdóttur og Sigrúnu Stefánsdóttur, sem inniheldur sögur 20 kvenna sem hafa setið á ráðherrastóli. Hrafnhildur Schram listfræðingur fjallaði í bók sinni Nínu S. um æviverk eins af brautryðjendum tuttugustu aldar, Nínu Sæmundsson, sem fór ung til Kaupmannahafnar til að nema höggmyndalist. Kolbrún S. Ingólfsdóttir sagnfræðingur og lífeindafræðingur skrifaði yfirgripsmikla bók um frumkvöðla kvennabaráttu í heiminum en sérlega í vestrænu samfélagi. Þær ruddu brautina heitir bókin.

afhending1

(Mynd: Fjöruverðlaunin).

Fjöruverðlaunin voru þau veitt í níunda sinn en þau eru veitt til að stuðla að aukinni kynningu á ritverkum kvenna og hvetja konur í rithöfundastétt til dáða. Í flokki fagurbókmennta hlaut Elísabet Jökulsdóttir verðlaun fyrir bókina Enginn dans við Ufsaklett
, Guðrún Kristinsdóttir (ritstjóri) hlaut verðlaun í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Ástin ein taugahrúga Ofbeldi á heimili – Með augum barna og Bryndís Björgvinsdóttir fyrir Hafnfirðingabrandarann í flokki unglinga- og barnabókmennta.

Að lokum er vert að minnast þess að Svetl­ana Al­ex­ievich, frá Hvíta-Rússlandi, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels síðla árs. Hún er   þekkt fyrir áhrifaríkar greinar, prósa og rannsóknablaðamennsku og hefur sætt ofsóknum í heimalandi sínu. Eitt af þekktari verkum hennar er bókin War’s Unwomanly Face, sem fjallar um konur sem gegndu herþjón­ustu í seinni heimstyrj­öld­inni.

Úr leikhúsheiminum:

imagesÞað vakti töluverða athygli þegar að Morgunblaðið birti frétt með fyrirsögninni “Hallar á karla í Þjóðleikhúsinu” í febrúar 2015. Vísað var í greinargerð Ara Matthíassonar Þjóðleikhússtjóra sem sagði við blaðamann Morgunblaðsins: “„Menn verða að passa sig að ganga ekki of hart fram, þá gæti verið ákveðin hætta á að karl­menn upp­lifi að þeir hafi ekki sömu mögu­leika og kon­ur og þá eru við kom­in of langt“. Knúz.is fjallaði um málið með birtingu greina leikhúskvennanna Sögu Garðarsdóttur og Þórhildar Þorleifsdóttur þar um. Knúzið mun enn fremur fylgjast með þróun mála í leikhúsinu í ár því forvitnilegt er hvort að þessi hlutföll halda sér milli ára.

Listir, sýningar og sagnfræði:

getnakedshanghaiFleiri greinar listarinnar voru ræddar frá kynjuðu sjónarhorni  á árinu. Guerrilla Girls komu á Listahátíð, Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar var sett upp á vegum Listasafns Reykjavíkur og sýningin Kynleikar gerði allt vitlaust í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sitt sýndist hverjum um sýninguna og Knúzið fjallaði um ýmsar hliðar hennar. Á Þjóðminjasafninu uppgötvaðist að frásagnir um konur á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins eru gloppóttar og ekkert er þar minnst á Vigdísi Finnbogadóttur. Hins vegar var mikil spurn eftir sögum kvenna, eins og “ömmu-fyrirlestraröð” RIKK sýndi þegar fyrirlestrarnir sprengdu utan af sér húsnæðið aftur og aftur.    (Mynd: Guerilla Girls).

Tónlistarheimurinn:

Á meðan að tónlistaverkefnið Stelpur r7567c66396-960x560_ookka hélt  áfram að blómstra á árinu og hátíðartónleikar í Hörpu þar sem lög eftir konur voru í forgrunni mæltust vel fyrir, þá varð val á verkum sem heiðruð voru á Degi íslenskrar tónlistar 1. desember til þess að KÍTÓN (félag kvenna í tónlist) brást við með harðri gagnrýni. Þrjú lög voru leikin í Hörpu og útvarpað á helstu útvarpsstöðvum í tilefni dagsins, og allir landsmenn hvattir til að taka undir. Lögin þrjú voru öll eftir karlmenn og í yfirlýsingu KÍTÓN er skorað á “tón­list­ariðnaðinn all­an að viður­kenna þann kynja­halla sem þar viðgengst, sem sjá má til dæm­ist í skipt­ingu höf­und­ar­rétt­ar­tekna þar sem hlut­ur kvenna er ein­göngu 9%, fáum til­nefn­ing­um kvenna til ís­lensku tón­list­ar­verðlaun­anna und­an­far­in ár og skorti á kon­um í nán­ast öll­um þeim ráðum og nefnd­um sem snúa að tónlist á Íslandi”.

Kvikmyndir:

Íslenskar kvikmyndagerðarkonur létu bæði í sér heyra og sjá á árinu svo um munaði.
Skemmst er að minnast hressilegrar umræðu um kynjakvótann sem fá okkar misstu af. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT, kom við kaunin á mörgum þegar hún nefndi kynjakvóta sem svar við fáum útnefningum Eddunnar og  Kvikmyndasjóðs til kvenna í leikstjórastólum og aðalhlutverkum kvikmynda. Hún benti á hið augljósa og sagði m.a. að: „[Þ]etta eru ríkisstyrktar myndir og það gilda jafnréttislög í landinu. Sumir vilja meina að staða kvenna sé betri en tölurnar gefi til kynna. Það séu til dæmis fleiri konur í heimildarmynda- og stuttmyndagerð. En stærstu peningarnir, mestu völdin, eru í kvikmyndum í fullri lengd og það er fullkomlega réttlætanlegt að krefjast þess að ójöfn staða kynjanna sé leiðrétt.“ Öllum að óvörum sá Baltasar ljósið og stóð keikur með hugmyndinni sem að lokum varð til þess að hún náði hæstsettum eyrum stjórnvaldsins, og að sjálfsögðu fjallaði Knúzið um það.
Í framhaldi af þessari umræðu og sem svar við skýrslu menntamálaráðherra um stöðu kynja og þáttöku í framhaldsskólum landsins hrundu þær Dögg Mósesdóttir og Ása Helga Hjörleifsdóttir af stað Stelpur skjóta, námskeiði í stuttmyndagerð fyrir stelpur á framhaldsskólastigi. Hér má lesa viðtal við þær um framtakið.
Í málstofunni Kyn og kvikmyndir sem haldin var á Jafnréttisþingi á Hilton kom ýmislegt skemmtilegt og áhugavert fram sem lesa má um hér.
Alma Ómarsdóttir fékk jafnréttisviðurkenningu Stígamóta fyrir heimilldarmyndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum en Knúzið fjallaði einmitt um myndina þegar hún kom út. Hér má finna viðtal við Ölmu um myndina. Enn er hennar áhrifa að gæta og spurninga að spyrja eins og Björn Þorláksson benti á í lok árs.
Önnur heimildarmynd eftir konu um konur hreyfði einnig við fólki á árinu en það er Hvað er svona merkilegt við það eftir Höllu Kristínu Einarsdóttur. Myndin fjallar um kvennaframboðin hin síðari og vakti því sérstakan áhuga Kúzzins, sem sjá má hér og hér. Og auðvitað kom Halla Kristín, sá og sigraði Skjaldborgarhátíðina í sumar.
Suffragette-Movie-ReviewStórmyndin Súffragetturnar var frumsýnd á árinu ytra og höfðu íslenskir femínistar beðið í ofvæni eftir að berja hana augum. Til þess þurfti þó að vinna með undirskriftasöfnun því eins og konur vita betur en margur þá heldur þessi argi margur að ekki taki því að leita til kvenna um hin ýmsustu mál. Hjá Knúzinu má lesa um hvernig Meryl Streep sannreyndi það sama um gagnrýni kvikmyndavefsins Rotten Tomatoes, en af 928 gagnrýnendum sem skrifuðu um myndina voru 168 konur. (Mynd úr Súffragettum).
Af öðrum myndum sem komu út á árinu eftir konur má nefna heimildarmyndina Veðrabrigði eftir Ásdísi Thoroddsen sem frumsýnd var í nóvember og fjallar um áhrif kvótakerfisins á Flateyri, og stuttmyndina Þú og ég eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur en hún vann til verðlauna sem besta myndin á hinni virtu Brest stuttmyndahátið og sem besta stuttmyndin á Northern Wave hátíðinni. Á sömu hátíð vann Kitty Von Sometime til verðlauna um besta tónlistarmyndbandið fyrir lagið Embrace yourself Dim the lights.
Stuttmynd Evu Sigurðardóttur Rainbow Party vann The London Calling awards en um Evu og verkefni hennar hér má nánar lesa hér.
Heba Þórisdóttir er tilnefnd til Critics´ Choice awards fyrir hár og förðun í nýjustu mynd Tarantinos, The Hateful Eight. Þessi verðlaun eru ein þau virtustu á sínu sviði og því ekki ólíklegt að Óskarstilnefning fylgi í kjölfarið. Ætli íslenskir fjölmiðlar taki þá eftir Hebu?

Íþróttir:

Sérstakur íþróttaannáll mun birtast á þrettándanum.

ANDLÁT.

Sólveig Anspachobpic4XvJqi(1960-2015). Það var kvikmyndin Haut les cœurs frá 1999 sem kom Sólveigu Anspach á kortið í Frakklandi. Sú mynd er að nokkru leyti sjálfsævisöguleg, en aðalsöguhetjan glímir við krabbamein á meðgöngu. Myndin fékk afar fínar móttökur. Sólveig sigraði krabbameinið þá, en það tók sig svo upp aftur og hún lést aðeins 54 ára að aldri þann 7. ágúst síðastliðinn.
Margar mynda Sólveigar voru á léttum nótum, sérstaklega þríleikurinn sem hún vann með skáldkonunni Diddu; en þó má alltaf greina alvarlegri undirtón og djúpan skilning á lífinu með öllum sínum tilbrigðum og stefum. Síðasta mynd hennar Aquatic effect ((L’effet Aquatique) hefur enn ekki verið frumsýnd. Sólveigar var minnst í öllum helstu fjölmiðlum Frakklands.

Bjarnfríður LeósdóttirMynd_1621759(1924-2015) Bjarn­fríður vann við síld­ar­sölt­un og önnur verka­manna­störf og síðar versl­un­ar- og skrif­stofu­störf um ára­bil. Hún var kenn­ari og skóla­rit­ari við Fjöl­brauta­skóla Vest­ur­lands frá 1974 til starfs­loka. Hún sat í stjórn og trúnaðarráði Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, vara­formaður um ára­bil. Átti sæti í miðstjórn Alþýðusam­bands Íslands. Hún var var­a­full­trúi Alþýðubanda­lags­ins í bæj­ar­stjórn Akra­ness í nokk­ur kjör­tíma­bil. Hún var varaþingmaður Alþýðubanda­lags­ins í Vest­ur­lands­kjör­dæmi og tók nokkr­um sinn­um sæti á Alþingi á átt­unda ára­tugn­um. Þá átti hún sæti í miðstjórn og fram­kvæmda­stjórn Alþýðubanda­lags­ins. Hún var formaður Fé­lags eldri borg­ara á Akra­nesi í átta ár. Bjarn­fríður var sæmd ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu fyr­ir fé­lags­störf á ný­árs­dag árið 2002. Í sann­leika sagt, lífs­saga henn­ar sem Elísa­bet Þor­geirs­dótt­ir skráði, kom út 1986. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/14/andlat_bjarnfridur_leosdottir_a_akranesi/, http://herdubreid.is/eftirmaeli-bjarnfridur-leosdottir/

Málmfríður Sigurðardóttir433-220(1927-2015) var hús­móðir á Jaðri í Reykja­dal 1948 til 1992, vann sem ráðskona á sumr­um hjá Vega­gerð rík­is­ins frá 1968 til 1985, aðstoðarráðskona við Krist­nesspít­ala á vetr­um 1981 til 1985, í fullu starfi frá 1985 til vors 1987. Hún var kenn­ari við grunn­skóla Reyk­dæla 1967 til 1979 og bóka­vörður við Amts­bóka­safnið á Ak­ur­eyri frá 1992 þar til hún lét af störf­um vegna ald­urs. Málm­fríður var kjör­in á Alþingi fyr­ir Sam­tök um kvenna­lista 1987 og sat á þingi til 1991. Kjör­tíma­bilið á und­an hafði hún sest á þing sem varaþingmaður. Hún var formaður þing­flokks Sam­taka um kvenna­lista 1990 til 1991 og var í Vestn­or­ræna þing­mannaráðinu 1989 til 1991. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/12/30/andlat_malmfridur_sigurdardottir/

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.