Sex fáránlegar staðreyndir um kynjamisrétti í heilbrigðiskerfinu

Höfundur: Natalie Vail

Fyrir utan hið furðulega ánægjulega ofbeldi sem barnsburður getur verið eiga karlar og konur yfirleitt við svipuð heilsufarsvandamál að etja. Þess vegna mætti ætla að öll kyn fengju sömu umönnun á skrifstofu læknisins. En því miður gera nútímalæknavísindi ráð fyrir að öll læknisfræðileg vandamál hafi annaðhvort sömu áhrif á alla eða leggist alls ekki á ákveðið kyn. Hvorug þessara ályktana er rétt en báðar geta þær leitt til rangrar, jafnvel lífshættulegrar, læknismeðferðar.

#6. Þunglyndi karla er ekki tekið alvarlega á meðan of miklum lyfjum er ávísað til þunglyndra kvenna.

“Engar áhyggjur, þetta er bara tímabundið ástand”

„Engar áhyggjur, þetta er bara tímabundið ástand“

Læknisfræðilegar skilgreiningar á þunglyndi eru tvær, önnur fyrir karla og hin fyrir konur, vegna þess hve ólík einkennin eru. Sumir vilja m.a.s. halda því fram að karlaútgáfan sé ekki þunglyndi, þar sem hún er miklu óalgengari en kvenútgáfan og einkennin eru hlutir eins og að vinna frameftir, mikil reiði og hvers konar áhættuhegðun. Við lítum ekki á þessa hluti sem einkenni þunglyndis, þetta eru einkenni þess að vera Batman.

Og það er vandinn. Þrátt fyrir að þunglyndi karla sé frekar óalgengt og einkenni þess séu yfirleitt ekki talin alvarleg er sjálfsmorðstíðni meðal karla fjórum sinnum hærri en meðal kvenna. Við gerum einfaldlega ekki ráð fyrir að karlar séu þunglyndir, nema þeir fylgi sjúkdómsgreiningunni eftir með því að mála hauskúpu á bringuna á sér og myrða helminginn af glæpahyski undirheimanna.

Í rannsókn á vegum háskólans í Westminster lásu 1.200 þátttakendur sömu söguna þar sem aðalsöguhetjan var annaðhvort Kate eða Jack. Þegar þátttakendur voru spurðir hvort söguhetjan væri þunglynd voru mun meiri líkur á neikvæðu svari í hópnum sem las um Jack en í hópnum sem las um Kate, aðeins vegna þess að söguhetjan var karlmaður og karlar verða víst ekki þunglyndir. Nema, ef þeir verða þunglyndir þá eru þeir hrikalega kúl og töff og fá eigin HBO-seríu að launum.

En það er ekki eins og konur hafi það eitthvað betra. Það er rétt að konur eru mun líklegri til að hljóta greiningu á þunglyndi en þegar greiningin er í höfn er troðið í þær meira magni af lyfjum en í piñötuna í afmælisboði Walters White jr. úr sjónvarpsþáttaröðinni Breaking Bad!

“Bara tilhugsunin um þessa tölu nægir til að gera mann þunglyndan... “

„Bara tilhugsunin um þessa tölu nægir til að gera mann þunglyndan…“

Læknar í dag skrifa í riddaramennsku sinni upp á ávanabindandi vímuefni og kvíðastillandi lyf fyrir þunglyndar konur og færa má rök fyrir því að þessi lyfjagleði sé ein ástæða þess að sjálfsvígum kvenna með of stórum lyfjaskammti hefur fjölgað um 400% síðan 1999.

Hluti vandans er að það er erfitt að vita hvernig lyf muni virka á konur. Það er vegna þess að …

#5. Rannsóknir í læknisfræðum eru nær eingöngu framkvæmdar á körlum

Karlar og konur bregðast við lyfseðilsskyldum lyfjum á mismunandi hátt. Það þarf ekki að koma neinum á óvart sem ólst upp við það að frændi mixaði meira af verkjalyfjum út í eitt vodkaskot en mamma þurfti samtals til að jafna sig á axlaraðgerðinni. Viðbrögð kvenna við verkjalyfjum eru sterkari en viðbrögð karla vegna breytilegs magns estrógens í líkama kvenna. Á hinn bóginn eru þær líklegri til að verða háðar verkjalyfjum og gætu þurft lengri tíma til að losna við þau og önnur lyf, t.d. svefnlyf, úr líkamanum.

MonkeybusinessAllt eru þetta mikilvægar upplýsingar sem við erum heppin að hafa, með hliðsjón af því að flestar rannsóknir í læknis- og lyfjafræði eru gerðar á líkömum karla. Þegar rannsakendur frá Northwestern-háskóla tóku saman niðurstöður 2.300 birtra læknisfræðirannsókna komust þeir að því að 80% þeirra voru gerðar á karlmönnum án þess að minnsta tilraun væri gerð til að komast að því hvernig niðurstöðurnar gætu breyst ef rannsóknirnar væru gerðar á konum. Klínískar rannsóknir á konum voru ekki gerðar fyrr en á tíunda áratuginum því það tók nútíma læknisfræði marga áratugi að sjá að það er líffræðilegur munur á konum og körlum sem ætti sennilega að gera ráð fyrir í lyfjarannsóknum.

“Þú sérð væntanlega að þig vantar alveg typpi; sem gæti útskýrt þessa furðulega kúptu brjóstvöðva þína”

„Þú sérð væntanlega að þig vantar alveg typpi; sem gæti útskýrt þessa furðulega kúptu brjóstvöðva þína“

En hvað er eiginlega mikill munur á kven- og karllíkömum? Við erum öll mannleg, ekki satt? Munurinn ætti að vera frekar lítill og allt stóra, mikilvægt dótið ætti að vera eins. Til dæmis ættu hjartaáföll að birtast eins hjá öllum, gerir maður ráð fyrir (með einni smávægilegri undantekningu þó, nefnilega þeirri að kvenkyns hjörtu eru með litla slaufu á röntgenmyndum, svo það sé ljóst að þau séu kvenkyns). Málið er nefnilega að hjartaáföll karla og kvenna eru mjög ólík, vegna þess að það er svo mikill lífeðlisfræðilegur munur á kynjunum. Menn fá yfirleitt snöggan og mjög sáran verk í brjósthol, meðan að hjartaáfall hjá konum er hægara, það fer minna fyrir því og oft eru einkennin aðeins þreyta og ógleði. Því miður hafa einkenni hjartaáfalls hjá körlum verið álitin staðaleinkenni svo lengi að það er erfitt að greina hjartaáföll hjá konum, vegna þess að einkennin hjá þeim eru álitin „ótýpísk“ (í skilningnum „ótýpísk fyrir karlmenn“). Það vill líka svo til að þetta er tilfellið fyrir fleiri alvarlega sjúkdóma. Sem þýðir, því miður, að…

#4. Konur eru líklegri til að vera sagt að verkurinn sé bara ímyndun

Í 4.000 ár var það auðveldasta í heimi að sjúkdómsgreina konu. Það skipti engu hvað hrjáði þær – hvort það var þunglyndi, flogaveiki eða skotsár – allt var það einfaldlega móðursýki. Það var geðrænn sjúkdómur sem náði yfir allt sem fyrir konur gat komið og þar af leiddi að allir þeir kvillar sem hrjáðu konur voru í raun bara búnir til af fjörugu ímyndunarafli þeirra.

“Læknar skrifuðu upp á titrara út af þessu. Fullt af titrurum.”

“Læknar skrifuðu upp á titrara út af þessu. Fullt af titrurum.„

Auðvitað hefur læknisfræðin tekið stórstígum framförum síðan þá. Læknar nútímans nota móðursýki til að útskýra miklu fleiri kvilla en kollegar þeirra í gamla daga hefðu getað látið sig dreyma um. Eini munurinn er sá að í dag hefur orðið „móðursýki“ verið lagt til hliðar og í staðinn notum við orð eins og „streita“ eða „geðvefræn einkenni“, sem eru miklu lengri orð en þjóna sama tilgangi, að gera lítið úr fólki með raunveruleg heilsufarsvandamál. Meðal þeirra fjölmörgu sjúkdóma sem hér gæti verið um að ræða eru t.d. blöðrur á eggjastokkum (alvarleg hormónaröskun), Lupus (sjálfsofnæmi) og vefjagigt (gigtarsjúkdómur sem leggst nánast eingöngu á konur sem er svo sagt að viðstöðulausir verkirnir séu bara tóm ímyndun). [Vefjagigt er reyndar strangt til tekið taugasjúkdómur, innskot yfirlesara]

Talið er að tugir milljóna kvenna í Bandaríkjunum þurfi að fást við óþarfa eða óþarflega mikla verki vegna þess að læknar gera ráð fyrir að jafnvel þó það sé kannski eitthvað að þeim þá séu þær líklega að ýkja sjúkdómseinkenni. Læknisfræðin treystir einfaldlega ekki konum til að þekkja eigin líkama.

Víst ertu fullnægð

„Sko, ég fór í læknisfræði og ég veit að þú fékkst fullnægingu!“

Vegna þessa felur sannanlega veikt fólk oft einkenni sín fyrir læknum af ótta við að vera ásökuð um að þau séu að gera sér upp veikindi, jafnvel þegar þau eru hugsanlega að fá hjartaáfall. Ekki að það hefði skipt máli að segja lækninum rétt frá – rannsóknir hafa sýnt að 75% lækna greindi ekki hjartasjúkdóma í konum ef þær sögðust vera stressaðar eða undir álagi, vegna þess að öll einkennin voru heimfærð upp á streituna. Enda gæti kona tæplega verið bæði stressuð og með hjartasjúkdóm, álagið myndi náttúrulega buga hana áður en hún kæmist á læknastofuna.

Meðan þessu líður, á „karlarnir eru líka í vondum málum”-hlið jöfnunnar…

#3. Karlar fá líka HPV en hafa ekki jafnan aðgang að bólusetningum á við konur

Sprauta

HPV-veiran er einn útbreiddasti kynsjúkdómur meðal kvenna í Bandaríkjunum og milljónir smitast á hverju ári. Veiran er svo útbreidd að margar konur líta einfaldlega á hana eins og hvern annan fylgifisk þess að vera kona, sambærilegan við blæðingar og að þurfa að þykjast vera í símanum í strætó til þess að ókunnugir karlmenn láti þær í friði. Góðu fréttirnar eru þær að aðeins sumar undirtegundir veirunnar eru hættulegar. Slæmu fréttirnar eru að hættulegu undirtegundirnar geta leitt til alls konar krabbameina – t.d. krabbameins í leghálsi, skapabörmum, leggöngum og typpi… bíddu, typpi? Veldur algengasti kynsjúkdómur meðal kvenna krabbameini í typpi?

Sjáið til, það sem maður heyrir aldrei rætt um HPV-veiruna er að hún leggst á karla með sömu tíðni og konur, sem þýðir að næstum 10.000 karlar fá krabbamein í typpi, endaþarm eða háls af völdum HPV-veirunnar á ári. Þrátt fyrir þessar tölur sýna gögn frá Lýðheilsustofnun Bandaríkjanna að karlmenn eru langt á eftir hvað bólusetningar gegn HPV-veirunni snertir. Það gæti verið vegna þess að enginn hefur fyrir því að segja þeim að þeir þurfi á bólusetningunni að halda.

“’Taktu þetta eða þú gætir fengið krabbamein í standpínuna’ hljómar eins og nokkuð öflug markaðsaðferð í okkar eyru.”

„Taktu þetta eða þú gætir fengið krabbamein í standpínuna“ hljómar eins og nokkuð öflug markaðsaðferð í mín eyru.

Eins og er hafa einungis 4 af hverjum 10 drengjum verið bólusettir gegn HPV-veirunni, þrátt fyrir að bólusetningin sé greidd af hinu opinbera fyrir bæði kynin. Það er samt bara í Bandaríkjunum. Mörg lönd neita að niðurgreiða HPV-bólusetningar fyrir karla, jafnvel þó það myndi spara þeim margar milljónir með því að koma í veg fyrir fjöldan allan af krabbameinstilfellum. Rannsóknir benda til þess að árið 2020 verði, af þeim krabbameinstilfellum sem rekja má til HPV-veirunnar, tíðni hálskrabbameins orðin meiri en tíðni leghálskrabbameins. Það er gjörsamlega sturlað þegar haft er í huga að eina ástæðan fyrir þessum viðsnúningi er að bólusetningar gegn HPV-veirunni ná til minna en helmings karla.

#2. Þegar líffæragjafir eru annars vegar er farið með konur eins og sjálfsala

Transplant

Á undanförnum árum hafa rannsakendur veitt því athygli að konur eru líklegri en karlar til að gefa líffæri í lifanda lífi. Sem er frábært, ekki satt? Við þurfum alltaf líffæragjafa og konur hljóta jú að vera óeigingjarnari og betri manneskjur en karlmenn almennt. Því miður, þá kom í ljós við nánari skoðun að konur eru ekki fúsari til að gefa líffæri sín vegna þess að þær séu svo göfugar og móðurlegar í eðli sínu, heldur vegna þess að við sem samfélag setjum á þær þrýsting til að vera nú örlátar á mennska kjötið sitt, okkur hinum til hagsbóta.

Læknafingur

„Hvort á ég að haka í „Já“-dálkinn eða „Ég er sjálfselsk tík“-dálkinn?“

Fjölskyldur eru líklegar til að hvetja konur mjög eindregið til að gefa líffæri. Karlar á sama aldri eru hins vegar mun ólíklegri til þess að eiga jafnvel bara samtal um líffæragjöf við fjölskyldu sína, hvað þá að bjóða líffæri til gjafar. Samkvæmt rannsókn kanadískra samtaka um líffæragjafir gáfu 36% kvenna, sem voru til þess hæfar, maka sínum líffæri, en einungis 6,5% karla, sem voru til þess hæfir, fengust til þess að gefa sínum maka eitt af sínum dýrmætu líffærum. Konur eru jú eign eftir allt saman og maður myndi ekki gefa Hondunni sinni nýrað úr sér.

“Því miður, bankinn er með veð í þeim fyrir bílaláninu.”

„Því miður, bankinn er með veð í þeim fyrir bílaláninu.“

Ekki einungis skiptir það nánast engu máli þó konur eigi maka sem kemur til greina sem gjafi, heldur eru konur ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að komast á lista yfir líffæraþega eftir því sem þær eldast. Hvers vegna svo sem að sóa fínasta líffæri á gamla og veikburða konu sem deyr hvort sem er fljótlega? Ef hún hins vegar vill gefa líffæri er heilbrigðisstarfsfólk meira en fúst til að láta að vilja hennar.

#1. Við erum ömurleg í að greina einhverfu hjá stúlkum

EinhverfaÍ mjög einfölduðu máli má segja að einhverfa sé róf af taugaþroskunarröskunum sem lýsa sér oft í skerti félagsfærni, vandmálum við að tjá hugsanir og tilfinningar og áráttuhegðun… hjá drengjum. En ef þú spyrð vísindamann um einhverfu í stúlkum eru líkur á því að þú fáir svör sem líkjast því að grunnskólanemi reyni að afsaka sig fyrir að hafa ekki lært heima.

Lengi vel var talið að einhverfar stúlkur væru minna greindar og með alvarlegri einkenni en drengir. Á undanförnum árum hefur komið í ljós að einhverfa hefur mismunandi áhrif á heilann eftir því hvort um konur eða karla er að ræða. Þetta reyndist vera meiriháttar vandamál, vegna þess að allir greiningarlyklar fyrir einhverfu voru þróaðir út frá hegðunarmynstri karla og drengja (kunnunglegt vandamál í læknisfræði, eins og minnst var á hér að ofan). Þetta er ástæðan fyrir því að svo margar einhverfar stúlkur hafa ekki fengið greiningu árum saman.

TúrinnMeð því að bera hegðun stúlkna með einhverfu saman við hegðun stúlkna sem eru ekki með einhverfu – mjög einföld aðferðafræði sem rannsakendur voru allt of lengi að tileinka sér – er skilningur okkar á einhverfu meðal kvenna loks að aukast. Til dæmis getur einhverf stúlka með háa greindarvísitölu (nákvæmlega sú tegund einstaklings á einhverfurófinu sem var síst greindur áður fyrr) verið ansi flink í félagslegum aðstæðum einfaldlega vegna þess að hún hefur lagt á minnið hvernig beri að hegða sér í slíkum aðstæðum. Þess vegna gæti hún verið góð í að fela einhverfuna, sem drengjum dettur sjaldnast í hug að reyna.

Þannig taka margir foreldrar ekki eftir því að dætur þeirra eru einhverfar, þar sem vísindamenn tóku ekki með í reikninginn að einkenni einhverfu hjá stúlkum gætu verið önnur en hjá drengjum. Til dæmis gætu stúlkur með einhverfu komist í gegnum heilan dag í skólanum án nokkurra vandræða, til þess eins að fá útrás í ofsafenginni sjálfsskaðandi hegðun um leið og þær eru einar í herberginu sínu. Það er á hinn bóginn tiltölulega auðvelt að sjá hvaða drengir eru einhverfir, enda fylgir dósahláturinn þeim í Big Bang Theory og svipuðum þáttum.

Vsign

„Og leikarinn andvarpar.“

Þýðing: Herdís Schopka

Upprunaleg grein birtist hér og er þýdd og birt með góðfúslegu leyfi cracked.com

Myndir:

Marvel Comics: “Engar áhyggjur, þetta er bara tímabundið ástand”;

RidvanArda/iStock/Getty Images;

monkeybusinessimages/iStock/Getty Images;

michaeljung/iStock/Getty Images;

johannes86/iStock/Getty Images;

IuriiSokolov/iStock/Getty Images;

My pyotr021/iStock/Getty Images;

Eduard Lysenko/iStock/Getty Images;

Sean Gallup/Getty Images News/Getty Images;

Ridofranz/iStock/Getty Images;

Macsnap/iStock/Getty Images;

Warner Bros. Television Distribution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.