Hrelliklám á Clear Lines Festival

Samantekt og þýðing: Gísli Ásgeirsson

Hrelliklám (revenge porn) hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin ár. Framan af var beina þýðingin „hefndarklám“ notað en hrelliklám þykir betra, eins og fram kemur í þessari grein Brynhildar Heiðar-og Ómarsdóttur á Knúzinu.

Á liðnu vori öðluðust fyrstu lögin um hrelliklám (revenge porn) gildi í Bretlandi. Þar með varðar við lög að birta kynferðislegar myndir af einhverjum án samþykkis viðkomandi í þeim tilgangi að valda viðkomandi þjáningum og óþægindum. Brot getur varðað allt að 2 ára fangelsi.

Þetta er spor í rétta átt en nær þó ekki nógu langt að mati margra því þörf sé fyrir önnur lög gegn hrelliklámi. Á Clear Lines Festival, fjögurra daga ráðstefnu í ágúst 2015, komu saman grínistar, skemmtikraftar, blaðamenn, rithöfundar, listamenn, sálfræðingar og aðgerðasinnar og margir fleiri til að ræða kynferðisofbeldi, níð og samþykki.  Á meðal þátttakenda var Halla Gunnarsdóttir,, sem þá starfaði fyrir lögmannastofuna McAllister Olivarius og hún hvatti yfirvöld til að setja betri lög um hrelliklám þar sem núgildandi lög gangi ekki nógu langt í hjálp við þolendur og koma ekki í veg fyrir að klámsíður hagnist á brotum sem falla undir hrelliklám.

Margt af því sem fram fór á ráðstefnunni var tekið upp og hægt er að skoða efnið á heimasíðu ráðstefnunnar en slóð á hana er hér fyrir ofan. Myndbönd af ráðstefnunni eru einnig komin á Youtube og á þessari rás sem er í umsjón Ninu Burrowes, er mörg þeirra að finna. Þar er t.d. þetta myndband þar sem Halla ávarpar ráðstefnuþátttakendur. Það hefur verið textað. Smellið á CC til að sjá skjátexta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.