Verðir þjóðhátíðarlaganna

Höfundar: Herdís Schopka og Gísli Ásgeirsson

skjáskotþjóðhátíðarlög

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er eldri en elstu menn muna og eftirsótt hefur þótt að fá að semja og flytja Þjóðhátíðarlagið sem verðskuldar stóran staf eins og önnur sérnöfn. Árið 1933 var það fyrsta samið og síðan hefur varla fallið úr ár. Oddgeir Kristjánsson samdi 20 fyrstu lögin og einu betur og Árni úr Eyjum og Ási í Bæ gerðu textana. Það var fyrst 1969 sem nýtt tónskáld komst að og síðan hafa margir ritað nótur á blöð og ljóð við lög.

Tölfræðideild Knúzz rýndi í lagalistann frá 1933 til 2015. Þrjátíu og átta lagahöfundar og 36 textahöfundar hafa komið við sögu og unnið sér inn alls 71 kredit (lagahöfundar) og 67 kredit (textahöfundar) (þ.e., margir höfundar hafa komið að fleiri en einu lagi og nokkur lög eru skráð á fleiri en einn laga- eða textahöfund). Í einu tilfelli vantaði upplýsingar um lagahöfund og í tveimur lögum vantaði upplýsingar um textahöfund. Á meðfylgjandi skjáskoti  er yfirlit yfir undanfarin 20 ár. Í fremsta dálki er ártal, síðan heiti lags, höfundur lags og höfundur texta. Þarna er eitt nafn rauðletrað. Það er önnur konan af tveimur sem er í þessum hópi.

Konurnar tvær sem hafa fengið að koma að tónsmíðum vegna Þjóðhátíðar eru þær Sigurbjörg Axelsdóttir sem samdi textann við Eyjasyrpu árið 1972 og Jórunn Emilsdóttir Tórshamar sem samdi textann við Í Herjólfsdal árið 2004. Miðað við þessa tölfræði (39 ár frá fyrsta laginu til fyrstu konunnar, svo 32 ára bið) mun næsta kona fá að láta til sín taka ca. 2039. Sú kona gæti hæglega verið ófædd enn. Þetta er alveg til fyrirmyndar hjá Vestmannaeyingum!

Viðbót 2021: Ragnhildur Gísladóttir fékk síðan að semja lagið 2017. Ef marka má þetta skjáskot verður biðin eftir næstu konu svo löng að elstu menn og konur lifa það ekki.

salkasolþjóðhátíðarlagið

Skýringin er sjálfsagt einföld. Karlar semja betri lög, eru skemmtilegri og hressari og eru fjölmennari í hópi flytjenda og af hverju ætti að breyta fyrirkomulagi sem hefur svínvirkað í öll þessi ár?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.