Bönnum staðgöngumæðrun!

Höfundur: Kajsa Ekis Ekman

staðgöngumæðrunmyndkajsaekisekmanÍ nokkurn tíma hefur verið ljóst að eitthvað er athugavert við staðgöngumæðrun. Síðan staðgönguiðnaðurinn hófst upp úr 1970 hefur ekki linnt hneykslum, misnotkun og ofbeldi. Allt frá hinu alræmda Baby-M máli, þar sem móðirin skipti um skoðun og var neydd grátandi til að afhenda barnið, til japanska auðjöfursins sem pantaði 16 börn frá nokkrum mæðradeildum í Taílandi. Líf er orðið að söluvöru, með smelli er kynþáttur og augnlitur valinn; síðan er borgað og barnið afhent.

Nefna má nýlegt dæmi um bandarísku staðgöngumóðurina sem dó; eða fyrirhugaða foreldra sem neituðu að taka við fötluðu barninu og reyndu að fá staðgöngumóðurina til að eyða fóstrinu; að ógleymdum barnaverksmiðjunum í Asíu.

Í þessari viku tóku Svíar afgerandi afstöðu gegn staðgöngumæðrun. Birtar voru niðurstöður úr rannsókn yfirvalda á staðgöngumæðrun, sem reiknað er með að þingið samþykki síðar á árinu. Þær fela í sér bann við allri staðgöngumæðrun, bæði í ábataskyni og góðgerðaskyni og ráðstafanir verða gerðar til að hindra fólk í að leita til erlendra mæðradeilda.

Þetta og fleira kemur fram í grein Kajsu Ekis Ekman í Guardian sem hér er vísað á. Þar kemur líka fram að femínistar og mannréttindasinnar víða um heim hafa tekið höndum saman gegn staðgöngumæðrun og að Evrópuþingið hefur hvatt ríki til að banna hana.

Margt fleira fróðlegt er að finna í grein Kajsu og vitna má í niðurlagið:

Staðgöngumæðrun í góðgerðaskyni þýðir að konan er í sama ferli og þær sem fá greitt fyrir meðgönguna en fær ekkert í staðinn. Hún þarf að ganga með barnið í níu mánuði og afhenda það. Hún þarf að breyta atferli sínu, eiga á hættu ótal vandamál tengd meðgöngu, jafnvel dauða. Hún er hýsill, þótt hún sé kölluð engill. Það eina sem hún fær er geislabaugur góðmennskunnar, sem er afar lágt verð fyrir fyrirhöfnina og getur aðeins verið eftirsóknarvert í samfélagi sem metur konur fyrir fórnir, en ekki afrek þeirra.

Þýðing: Gísli Ásgeirsson. Þessi stutta útgáfa er vegna ákvæða Guardian um að leyfa ekki endurbirtingar nema gegn greiðslu en heimilt er að vitna í hluta greina. Lesendur Knúzz eru hvattir til að smella á tenglana og kynna sér bakgrunn staðgöngumæðrunar.  Einnig hafa birst á Knúzinu greinar eins og Lögleiðing staðgöngumæðrunar – 6 einföld skref og Hið vafasama velgjörðarskyn.

 

10 athugasemdir við “Bönnum staðgöngumæðrun!

  1. Auðvitað eiga konur hvorki að hafa yfirráð yfir eigin líkama né eru þær hæfar til að taka ákvörðun í eigin málum. Slík ákvörðunartaka er bezt í höndum þeirra sem vita betur.

  2. Það er ekkert sérstaklega málefnalegt að vísa til svokallaðs Baby-M máls, í umræðu um staðgöngumæðrun, þar sem ekki var um staðgöngumæðrun að ræða, heldur var sú sem gekk með barnið jafnframt líffræðileg móðir barnsins. Hið sama á við í Tælandsmálinu. Þá hafa svokallaðar barnaverksmiðjur í Kína ekkert með staðgöngumæðrun að gera.

    Það að stök kona hafi látist af barnsförum, er jafn hræðilegt og annar vinnutengdur dauði. Samt höldum við áfram að byggja hús og virkjanir, keyra og fljúga.

    Eina raunverulega staðgöngumálið sem nefnt er í þessum pistli er þegar illa vansköpuðu barni (sem að öllum líkindum hefði verið eytt á Íslandi, sbr. fjölda Downs barna sem fæðast ekki lengur), var ekki eytt í Bandaríkjunum, af trúarástæðum staðgöngumóðurinnar. Umræða um fóstureyðingar í Bandaríkjunum verða seint vitrænar.

    Getið þið ekki gert betur?

    • Eins og sjá má við lestur greinarinnar, þá er hún þýdd og höfundar er getið sérstaklega. Þetta er viðhorf. Þú getur haft þína skoðun á efni greinarinnar, einkum ef rökstuðningur fylgir fullyrðingum. „Getið þið ekki gert betur“ er illskiljanleg spurning þar sem höfundur er aðeins einn.

      • Það er ritstjórn Knúzins sem ákveður að þýða þessa grein og birta hana, og spurningunni er beint til hennar.

      • Það er fullt af fólki sem skrifar vondar greinar úti í heimi, og er mér nokkuð sama. Það sem ég er að gagnrýna er að ristjórn Knúzins skuli hafa valið að þýða og birta eins vonda og villandi grein. Erlendur höfundur greinarinnar, sem sjálfsagt er á netinu, hefur nákvæmlega ekkert fram að færa á þeim vettvangi.

        Né er það ykkar, að segja mér, að spyrja hana um gjörðir ritsjórnar Knúzins.

  3. Gott og vel. Þér finnst greinin vond og villandi. Það er þitt mat. Hún er innlegg í umræðu um umdeilt mál. Á Knúzinu víða fjallað um staðgöngumæðrun og sýnist sitt hverjum. Ritstjórnin sem slík stendur ekki í orðaskiptum út af efni greina og eðlilegt er að vísa á höfund. Vonandi hefurðu ekki móðgast við þá ábendingu.

    • Og að hvaða leiti, Gísli, finnst þér umræða um
      a) hið alræmda Baby-M
      b) mál japanska auðjöfursins sem pantaði 16 börn frá nokkrum mæðradeildum í Taílandi
      og c) barnaverksmiðjur í Kína,
      vera gagnlegt eða upplýsandi innlegg í umræðu um staðgöngumæðrun, svona í ljósi þess að í engu tilfellanna er/var um staðgöngumæðrun að ræða, ekki frekar en í tilraun RÚV til að afvegaleiða staðgöngumæðraumræðuna með viðtali við móðurina (en ekki staðgöngumóðurina) Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur, nú í vetur?

      Ef við viljum uppbyggilega umræðu um staðgöngumæðrun, þá skulum við tala um staðgöngumæðrun en ekki eitthvað allt annað. Með öðrum orðum, láta strámennina eiga sig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.