Höfundur: Katrín Harðardóttir
An issue of structure er rannsóknardrifið listaverk eftir sænsku listakonuna Snövit Snow Hedstierna. Tilgangur verkefnisins er að skapa stærsta hljóðskjalaverk um kynjajafnrétti á Norðurlöndunum, sem enn skora hæst í skýrslu WEF (World Economic Forum) um kynjajafnrétti á heimsvísu. Verkefnið er í vinnslu en það samanstendur af 250-500 röddum og upptökum þar sem viðmælendur svara spurningum um eigin upplifanir og reynslu á stjórnmálum, kynjajafnrétti og kynjastrúktúrum. Skjalasafnið verður aðgengilegt á netinu en mun einnig vera grunnur að gagnvirkri hljóðinnsetningu sem ferðast á milli allra Norðurlandanna á þessu ári.
Snövit byrjaði á verkinu árið 2014 því hún fann að þörfin til þess að tjá persónulega reynslu á kynjaójafnrétti var gríðarlega mikil. Það kom henni þó ekki á óvart því frá degi til dags fær umræðuefnið ekki hljómgrunn. Það eru líklega engin mörk fyrir getu okkar eða þörf til þess að láta rödd okkar eða annarra heyrast til þess að varpa ljósi á og vekja meðvitund fyrir oki og kúgun margra kynslóða, vanrækslu og misnotkun á „hinu kyninu“. Viðtökurnar hafa verið mjög jákvæðar og fallegar en á sama tíma mjög sorglegar. Upptökurnar eiga að taka tvo og hálfan til þriggja og hálfan tíma í 5 manna hópi, en hafa stundum tekið allt upp í sjö og hálfan tíma því þáttakendur hafa frá svo miklu að segja og deila. Snövit segir að ef hún hefði yfir meira fé að ráða gæti hún fengið fleira fólk og helgað meiri tíma í verkefnið. Eins og er fær hún fjárstuðning frá Norræna menningarsjóðnum, en þar sem þörfin og viðbrögðin hafa verið svo mikil hefur tíminn og kostnaður aukist að sama skapi. Þess væri óskandi að viðbrögð við styrkjum væri jafn mikill og frá þátttakendum verkefnisins. Á Íslandi er hún enn að leita að gallerÍi til þess að sýna verkið en á hinum Norðulöndunum hefur verið auðveldara að finna sýningarstaði og fá athygli frá galleríunum. Hún segir jafnframt að ein besta reynslan af upptökunum á Íslandi er stuðningur frá öðrum listamönnum sem hafa hjálpað henni að koma sér fyrir, svo ekki sé minnst á aðstoðarkonuna Kristínu Helgu Ríkharðsdóttur, sem hefur verið ómetanleg.
Verkefninu er ekki enn lokið og því er erfitt að segja til um útkomuna. Snövit segist taka eftir nokkrum hlutum sem greina á milli landanna þótt frekari athygli hafi vakið hversu upplifanir okkar á því að búa í ójöfnu samfélagi séu líkar, þar sem líf einstaklinga sem upplifa sig sem konur eða hafa gert það, eru minna virði. Af athugunum á ólíkri hegðun á meðal landanna og þátttakenda gætu t.d. verið notkun á femínískri hugtakanotkun sem virðist vera mjög sænsk leið til þess að tala um þessi málefni. Eftir því sem hún hefur tekið getur þessi hefð skapað vandamál ef ætlunin er að tala frá persónulegu og tilfinningalegu sjónarhorni þar sem hugtakanotkun sé takmarkandi fyrir viðmælanda og aðra sem reyna að tengja og skilja. Annarskonar mismunun er að sjá í því hvernig mynd er dregin af nauðgun og hvernig hún er framkvæmd. Til dæmis hefur Snövit heyrt margar sögur um helgisiðanauðganir (ritualistic rapes) í Noregi, mjög ofbeldisfullar nauðganir í Svíþjóð og Danmörku, og mikið af sögum frá Íslandi og Finnlandi þar sem þolendur segjast ekki hafa þorað að segja neinum frá fyrr en í verkefninu. Þær þekktu nauðgarana og msnotkunin gekk á í langan tíma. Kynslóðamunur á milli landa var einnig merkjanlegur. Eldri konur á Íslandi sem hafa tekið þátt virðast ekki hafa sömu sýn á nauðgun og misnotkun og yngri konur. Það virðist vera mikill munur á milli kynslóða á því hvernig talað er um misnotkun, hvernig hún er skilgreind og hvernig tekist er á við hana!

Snövit er hér í annað skiptið en einnig hefur hún tekið viðtöl í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Nokkrar af

meðlimum Knúzzins tóku þátt í fyrra skiptið og mæla eindregið með því! Upptökurnar hófust í síðustu viku og hefjast aftur á morgun og standa til laugardags en ráðgert er að ná þremur upptökum á dag. Knúsið vill gjarnan leggja svo metnaðarfullu verkefni lið og biðlar því til lesenda sinna um að taka þátt. Snövit leitar að manneskju sem upplifir sig sem konu eða hefur gert það og vonast hún eftir því að fá 25 manns til þess að taka þátt. Upptakan mun fara fram í 3-5 manna hópi og tekur um 2-4 tíma. Fullum trúnaði er heitið en ekki er komið fram undir nafni.
Upptökurnar munu fara fram í vesturbæ Reykjavíkur en ef áhugi er fyrir hendi er hægt að senda póst á hello@snowwhite.se.
Líkar við:
Líka við Hleð...