Till it happens to you…

isurvivedrapeHeimildamyndin Hunting Ground fjallar um kynferðislegt ofbeldi í háskólum í Bandaríkjunum sem illa hefur gengið að uppræta.  Kristín Ástgeirsdóttir ritaði um Hunting Ground fyrir Knúzið og þar segir:

„… fimmta hver háskólastúlka verði fyrir nauðgun. Þær eru þaggaðar niður af skólayfirvöldum og skömminni skellt á stelpurnar. Þær eru þó að sameinast í baráttu til að skila skömminni þangað sem hún á heima. Stelpunum sem að lokum risu upp, tókst að komast alla leið inn í þingið og Obama forseti tók málið upp. Tugir háskóla í USA eru til rannsóknar vegna þess hvernig þeir hafa stungið kærumálum undir stól um árabil.
Fram kom að það eru um 8% karlkyns stúdenta sem fremja yfir 90% nauðgana. Ofbeldismennirnir nauðga mörgum stúlkum hver og einn en strákar verða auðvitað líka fyrir nauðgunum. Enn segja fæstir þeirra frá. Það ber auðvitað að undirstrika að langflestir karlar nauðga ekki og dytti það ekki til hugar en margir þeirra mættu beita sér miklu meira til að kveða niður þessa glæpsamlegu og eyðileggjandi hegðun og gera upp við alls konar „goðsagnir“ um karla og karlmennsku.
Ítrekað kom fram í myndinni að þegar málin voru rannsökuð af skólayfirvöldum voru stelpurnar spurðar hvernig þær hefðu verið klæddar, hvort þær hefðu drukkið og hvort þær ætluðu að eyðileggja líf strákanna. Þetta hljómar kunnuglega. Í mörgum tilvikum var eitthvað sett í drykki og þær urðu hálf- eða alveg meðvitundarlausar. Skilaboðin sem þær fengu voru að nauðgunin væri þeim að kenna.“

Lagið „Til it happens to you“ úr myndinni var eitt þeirra sem tilnefnt var til Óskarsverðlauna og flutt á hátíðinni í nótt (miðað við íslenskan tíma). Joe Biden varaforseti kynnti það og sagði að þrátt fyrir að nokkuð hefði miðað undanfarin ár sættu of margar konur og karlar kynferðislegu ofbeldi á heimavistum háskólanna og háskólasvæðunum. Hann hvatti alla til að sverja þess dýran eið að grípa inn og hafa afskipti við aðstæður þar sem samþykki hefur ekki verið veitt eða ekki er hægt að veita. „Breytum þessari menningu. Við getum og við verðum að breyta þessu til þess að þolendur, líkt og þau sem þið sjáið hér í kvöld, þurfi aldrei að spyrja sig: Hvað gerði ég? Þau gerðu ekkert rangt.“

Lady Gaga lék og söng lagið og með henni á sviðinu voru þolendur. Þetta er afar áhrifamikill flutningur og gott er að hafa vasaklút tiltækan.

„Till It Happens To You“

You tell me it gets better, it gets better in time
You say I’ll pull myself together, pull it together, you’ll be fine
Tell me, what the hell do you know? What do you know?
Tell me how the hell could you know? How could you know?

Till it happens to you, you don’t know how it feels, how it feels
Till it happens to you, you won’t know, it won’t be real
No, it won’t be real, won’t know how it feels

You tell me hold your head up, hold your head up and be strong
Cause when you fall you gotta get up, you gotta get up and move on
Tell me how the hell could you talk, how could you talk?
Cause until you walk where I walk, this is no joke

Till it happens to you, you don’t know how it feels, how it feels
Till it happens to you, you won’t know, it won’t be real
(How could you know?)
No it won’t be real
(How could you know?)
Won’t know how I feel

Till your world burns and crashes
Till you’re at the end, the end of your rope
Till you’re standing in my shoes
I don’t wanna hear a thing from you, from you, from you
Cause you don’t know

Till it happens to you, you don’t know how I feel, how I feel
How I feel
Till it happens to you, you won’t know, it won’t be real
(How could you know?)
No it won’t be real
(How could you know?)
Won’t know how it feels

Till it happens to you
Happens to you
Happens to you
Happens to you
Happens to you
Happens to you
(How could you know?)
Till it happens you
You won’t know how I feel

Ritstjórn Knúzz skrifaði innkaupadeild RÚV í haust vegna þessarar myndar og svar barst um hæl frá Guðrúnu Helgu Jónasdóttur: „Það er mér sönn ánægja að að tilkynna ykkur að Rúv festi kaup á myndinni The Hunting Ground síðastliðið haust.  Hún verður að öllum líkindum sýnd í janúar eða febrúar mánuði 2016.“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.