Fósturlát – reynslusögur óskast

Höfundur: Júlí Ósk Antonsdóttir

duftreiturfossvogiVið erum að vinna að því að gefa út bók um fósturlát og leitum til ykkar eftir reynslusögum. Bókin mun innihalda annars vegar fræðslu og upplýsingar um flest það sem tengist fósturlátum í bland við reynslusögur af fósturlátum.

Mjög margir upplifa sig mjög eina í þessu ferli og langar okkur því til að koma til móts við þá sem ganga í gegnum þessa erfiðu lífsreynslu með því að gera upplýsingar og reynslusögur aðgengilegar í bókinni.
Við erum þrjár sem vinnum þetta verkefni, en við höfum allar reynslu af fósturlátum og teljum að það vanti meiri og betri upplýsingar um fósturlát. Þær sem eru að vinna þetta með mér eru báðar menntaðar í heilbrigðisvísindum, önnur er prófessor í heilbrigðisvísindum, en hin er dósent í heilbrigðisvísindum og starfaði sem ljósmóðir í tæp 20 ár.
Við óskum því eftir reynslusögum frá konum sem hafa misst fóstur og/eða mökum þeirra.
Við hyggjumst setja fram smá upplýsingar í upphafi hverrar reynslusögu og þurfum við því að fá upplýsingar um eftirfarandi (ef þú hefur misst fóstur oftar en einu sinni myndum við vilja fá þessar upplýsingar fyrir hvert fósturlát):

  • Hvað hafðir þú reynt lengi að verða ófrísk?
  • Nr. hvað var meðgangan sem endaði með fósturláti?
  • Hversu langt varstu komin þegar þú misstir?
  • Inngrip: Fékkstu töflur, þurfti útskaf eða varstu sett af stað í fæðingu?
  • Eftirfylgni: Fór fram rannsókn á orsökum fósturlátsins? Fékkstu viðtal við prest, sálfræðing, félagsráðgjafa eða annað í kjölfar fósturlátsins?
  • Hversu langt þar til þú varðst ólétt aftur?

Því næst myndum við vilja fá söguna/sögurnar ykkar þar sem fram kemur t.d. hvernig þið uppgötvuðuð að þið voruð að missa og hvort það var einhver aðdragandi að því, hvernig ykkur leið. Ef þið fenguð fósturlátið staðfest hvernig viðmót þess heilbrigðisstarfsfólks var og hvað tók svo við. Ef þú varðst ófrísk aftur myndum við einnig gjarnan vilja heyra hvort og þá hvaða áhrif missirinn hafði á seinni meðgöngu/meðgöngur og hvort þið fenguð einhverja auka eftirfylgni á þeirri meðgöngu í ljósi fyrri reynslu.
Þetta eru bara svona atriði til hliðsjónar en þið segið söguna ykkar auðvitað frá ykkar brjósti og takið fram það sem ykkur finnst skipta máli.

Vinsamlegast sendið sögurnar ykkar á netfangið: fosturlat@gmail.com
Við vonum að við fáum sem fjölbreyttastar sögur og munum birta einhverjar sögur í heild, en búta úr öðrum. Sögurnar verða allar birtar undir dulnefnum og ef þið hafið óskir varðandi dulnefni megið þið endilega merkja sögurnar ykkar með þeim.

Með kveðju og von um góð viðbrögð
Júlí Ósk Antonsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.