Vandað klám – fyrir mig og börnin mín?

Höfundur: Kristín Jónsdóttir

SiggaDöggSíðastliðinn föstudag kom kynfræðingurinn Sigga Dögg Arnardóttir fram á málþinginu  „Ef þú ekki tott­ar, þú dag­ar upp og drepst!“ á vegum nemenda í viðburða- og verkefnastjórnun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og afhjúpar enn og aftur undarleg viðhorf sín gagnvart klámi og klámneyslu. Mbl.is fjallaði ítarlega um erindi hennar, en ýmsar spurningar vakna eftir lesturinn.

SKILGREININGAR ÓSKAST

Hvað á Sigga Dögg við þegar hún talar um „gott klám“ sem hægt væri að kaupa eins og vandaðar flíkur? Það vantar algerlega skilgreiningar í framsetningu hennar. Í baráttunni gegn klámi og klámvæðingu eru ekkert endilega allir hundrað prósent sammála um skilgreiningarnar og eilíflega flækjast atriði fyrir okkur eins og til dæmis landamæri listarinnar. Hvað má þegar listin tekur á klámi? Einnig getur verið snúið að skilgreina hvenær erótík snýst upp í að vera klám.

Í mínum huga er þessi skilgreining Diönu E.H. Russel, femínista og félagsfræðings, ágætis viðmið:

Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.

Það er nokkuð ljóst að Sigga Dögg þyrfti nauðsynlega að gera grein fyrir sinni eigin skilgreiningu, ef hægt á að vera að eiga í samtali við hana. Rödd hennar er sterk í samfélaginu, Sigga Dögg fær að koma fram á málþingum og er vel sýnileg í fjölmiðlum. Þessi krossferð hennar til að gera klám að einhverju jákvæðu er virkilega óþægileg í hugum margra, meðal annars undirritaðrar. Það er einhvern veginn alveg hrikalega einfeldningslegt að nota frjálshyggjukenningu um brauðmola í tengslum við markaðsfyrirbærið klám. Kaupum bara gott klám og þá lagast allt? Er það virkilega svo einfalt?
Og hvað er það þá sem er væri svo gott? Því klámvæðingaráhyggjur byggjast alls ekki eingöngu á mansalinu, misnotkun á fíklum eða slíkum ósóma. Áhyggjurnar beinast einnig að skilaboðum sem klámið sendir neytendum, sem ofangreind skilgreining Russel minnist einmitt á.
semenineyeGallinn við illa gert, illa lýst og hroðvirknislega unnið myndskeið sem sýnir tvo eða fleiri karla að láta unglingsstúlku (eða einhverja sem lítur út fyrir að vera það) totta sig alla til skiptis og brunda svo yfir andlitið á henni á meðan þeir kalla hana hóru og tussu – gallinn er sumsé ekki það sem gerist í myndskeiðinu heldur að það sé „drasl sem er framleitt við lélegar aðstæður“? Ef allir fá vel borgað, eru í stéttarfélagi og fá matar- og hvíldartíma og myndefnið er tæknilega vandað og fair trade-stimplað áður en það fer í sölu, er þá þar með sagt allt í ljómandi lagi með þessi skilaboð?
Sigga Dögg telur reyndar að strákar geti horft á klám án þess að skilaboðin hafi nokkur áhrif á þá: „Strák­ar horfa á klám á mjög marg­vís­leg­an hátt, stund­um bara eins og þetta séu Li­verpool og Manchester í úr­slit­um, bara eins og keppni. Fyr­ir suma er þetta afþrey­ing sem þarf ekki endi­lega að vera kyn­ferðis­leg.“ Þessu viðhorfi svaraði Thomas Brorsen Smidt í knúzi fyrir þó nokkru síðan: „Sumir hafa hvimleiða tilhneigingu til að líta á klám sem eina menningarfyrirbærið sem getur þrifist í tómarúmi. Fólk nálgast fyrirbærið klám eins og það sé til óháð öllu öðru; að það sé ekki uppspretta hugmynda, upplýsinga, skilaboða og ýmislegs annars; að þegar fólk horfir á klám noti það einhvern hluta af heilanum sem tekur ekki við þeim skilaboðum sem felast í efninu. Þetta er fáránlegt.“ Sjálf get ég svo bætt því við að fótboltinn hefur líka áhrif á stráka og stelpur og karla og konur. Hártíska, fatatíska, tónlist og fleira er undir miklum áhrifum fótboltans. Fótboltastjörnur hafa töluverð áhrif og völd í heiminum, enda margar hverjar gríðarlega vel launaðar og geta verið umsvifamiklar í viðskiptum. Ég tel mig ekki einu sinni þurfa að styðja við þessa fullyrðingu með konkret dæmum, ég held að allir hljóti að átta sig á þessu.

MEINTUR SKORTUR Á SAMVISKU NEYTENDA

Sagðist Sig­ríður ekki vera hrif­in af 95% af hefðbundnu klámi og sagði það drasl. „Rétt eins og 95% af mat­væl­um eða 95% af fatnaði er drasl sem er fram­leitt við lé­leg­ar aðstæður af fólki á lé­leg­um laun­um. Við verðum mjög „histerísk“ yfir klámi en lokuð fyr­ir öðru,“ sagði hún og bætti við að fólk væri ekki al­mennt að setja spurn­inga­merki við vör­ur frá H&M.

Þarna held ég að Sigga Dögg fari bara ekki með rétt mál. Ég held að langflestir sem skriðnir eru yfir 25 ára aldur og jafnvel yngra fólk setji spurningamerki við fatamarkaðinn, viti af mansalinu, barnaþrælkuninni og öllu sem þessu fylgir. Þetta er vandamál. Við erum því ekki lokuð gagnvart þessu vandamáli, þótt við séum kannski ekki nógu „hysterísk“, sem ég reyndar bara kannast ekki heldur við í sambandi við baráttuna gegn klámvæðingunni. Hvar er þessi hystería nákvæmlega?
Við verðum að klæða okkur. Það er bannað samkvæmt lögum að ganga um nakin, fyrir nú utan að við erum ekki í stakk búin (pun intended) frá náttúrunnar hendi til þess að ganga nakin um á Íslandi, til dæmis. Við verðum því að fata okkur upp, hvað sem tautar og raular. Við höfum alls konar val, já já, sei sei. En hversu raunverulegt er það val? Við búum við þær aðstæður að launamáttur minnkar og skuldahalinn lengist … Það að mér finnist ég hreinlega neydd til að velja ódýra HM brjóstahaldarann þótt mig bæði langi og þyki betri tilhugsun að kaupa Evrópuframleidda flíkina sem kostar fimm sinnum meira, geri mig á einhvern hátt ómerka í baráttunni gegn klámi, er furðuleg og ótæk rökleiðsla. Ég fagna allri umræðu um neysluhyggju og offramleiðslu á lélegum fatnaði við slæmar aðstæður verkafólks. Ég er algerlega á því að líklega eru þarfir okkar iðulega ýktar og kannski erum við mörg hver ekki alveg nógu ábyrg. En ég afþakka pent að þetta geri klámiðnaðinn á einhvern hátt afsakanlegan.

BULLIÐ Í SAMBANDI VIÐ HVAÐ FÆR KONUR TIL AÐ BLOTNA

Síðasta athugasemd mín við þetta erindi Siggu Daggar varðar rannsókn sem hún vitnar til. Þessi hluti fyllti mig vanmætti, hvílík endemis firra:

Sagði hún að kon­ur ættu oft erfitt með að viður­kenna að þær njóti þess að horfa á klám og vitnaði í ný­lega rann­sókn þegar að kon­ur voru látn­ar horfa á fjór­ar mis­mun­andi gerðir af klámi […].
Áttu þær erfitt með að viður­kenna að þeim hafi eitt­hvað fund­ist æs­andi en miðað við niður­stöðurn­ar sem staut­ur­inn veitti var blóðflæðið tölu­vert all­an tím­an. „Pík­an var bara „Loks­ins fæ ég að horfa á kyn­líf og hafa gam­an af því“,“ sagði Sig­ríður hlæj­andi. „En heil­inn er bara „Nei ekki séns.“

Fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi getur fundið fyrir líkamlegri svörun, fær jafnvel fullnægingu. Meira að segja fangar sem hafa verið pyntaðir, segja frá þessu. Líkaminn bregst við áreiti þó að hugurinn fylgi ekki með. Þessi samlíking er því gersamlega út í hött. Gætum við sagt við einstakling sem verður fyrir kynferðisofbeldi, píkan þín sagði já þótt heilinn segði nei? Hvað merkir það? Að þú vildir það þá í raun?

Nýlega birti knúz örlítinn útdrátt úr viðamikilli rannsókn á klámneyslu ungra karla. Rannsóknin leiddi ýmislegt áhugavert í ljós. Meðal annars að hegðun úr klámi hafi seytlað inn í hið almenna rými, að karlar ræði lítið sín á milli um innihald klámefnis og fari undan í flæmingi þegar þeir eru spurðir út í kvenfyrirlitninguna í efninu. Það er ljóst að klámið er stór hluti af lífi fjölda fólks í dag og einnig er ljóst að sterk tengsl eru milli fataframleiðslu og klámsins, en fataauglýsingar og markaðssetning tískuheimsins byggir oft og iðulega á klámstefinu. Það er því sjálfsagt að hlúa að umfjöllun og gagnrýni á klámiðnaðinn. Mikilvægar persónur í orðræðunni um kynlíf og kynheilsu þurfa að vanda sig þegar þær fjalla um þessi mál.
Sigga Dögg hlýtur að geta svarað og skýrt betur þessar óljósu kenningar sínar um „vandað“ klám sem við eigum að styrkja markaðslega með því að vera tilbúin til að borga fyrir það og jafnframt tekið einhverskonar efnislega og fræðilega afstöðu til þeirra 95% af markaðnum sem hún kallar „drasl“. Því þessi 95% eru það klám sem til dæmis er aðgengilegt börnum.

Í upphaflegu útgáfu þessa pistils var Sigga Dögg ávörpuð Sigríður Dögg, en hún kveðst aldrei kalla sig það. Þessu er því breytt, með glöðu geði, enda aldrei ásetningur minn að tala niður til hennar með því að afbaka nafn hennar. 

4 athugasemdir við “Vandað klám – fyrir mig og börnin mín?

 1. Það er augljóst að það er umtalsvert mikið af efni til sem ekki fellur undir skilgreiningar Russell en er samt sem áður almennt talið klám.
  Það að miða við það þrönga skilgreiningu þegar að það er ekkert mál að staðfesta að hún á ekki við allt klám er ekki til þess gert að hægt sé að ræða allt fyrirbærið heldur einungis smá hluta af því.

 2. Þá vitum við það, engin kona nýtur þess að horfa á klám.

  Og sönnunin er:
  „Fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi getur fundið fyrir líkamlegri svörun, fær jafnvel fullnægingu. Meira að segja fangar sem hafa verið pyntaðir, segja frá þessu. Líkaminn bregst við áreiti þó að hugurinn fylgi ekki með.“

  • Jáhh, þá er sönnunin komin í hús.
   (Eins og Sigmundur Davíð að reyna sannfæra fólk um að hann ætti ekki félag í sksttapsradis) og þá hlýtur að vera hægt að senda pornhub skilaboð um að taka út category „popular with women“
   . En í alvörunni, þá veit ég ekki hvort séu meiri klám hundar, konur eða menn. Frjálsar Konur eru að minnsta kosti opnari með það, þó feministar séu það ekki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.