Jesúfiskur, mandla eða píka.

 

c8d8b9748dbbc6e6d5731c4aad0faa0d3e7fbb486263bb664abf864ed73af639

Dolor Miguel ljóðskáld.

Ljóðið ratar til sinna, er sagt. En það var ekki með fögnuði sem ljóðaunnendur meðtóku boðskap hinnar katalónsku Dolor Miguel sem hún flutti við verðlaunafhendingu í bókmenntum í Barselónu hinn 15. febrúar þessa árs. Þeir urðu æfir en aðeins einn hafði sig þó í ganga á dyr. Ljóðskáldið hafði snúið Faðirvorinu upp á píkuna.

En skáldinu til málsbóta má sjá að guðdómurinn hefur um aldir verið lofaður með tákni píkunnar:

 

 

220px-Vesica_piscis_circles.svgÞegar tveir hringir skarast myndast form sem hefur mörg nöfn: Vesica Piscis, Ichthys, Jésúfiskur eða Mandorla eru nokkur þeirra. Hjá lærisveinum Pýþagórasar var það kallað ,,mál fisksins“. Það táknaði tvo heima sem skarast, efnisheiminn og hinn andlega sem er upphaf sköpunar.

\frac{1}{6} (4\pi - 3\sqrt{3})r^2 \approx 1.2284r^2

Vesica_PiscisLærisveinar Pýþagorasar álitu að sköpunarverkið grundvallaðist á tölum og með því að íhuga hlutföll talna var hægt að öðlast andlega frelsun. Fisktáknið var fyrsta stigið á þeirri leið, og stóð fyrir íhugun. Íhugunin leiðir síðan fram til hinna stiganna og er alheimurinn loka-birtingarformið. Í skörun hringanna tveggja má finna þríhyrning, ferning, fimmstirning og fleiri marghyrninga sem gerir fiskinn sannarlega að táknrænu legi.

 

images

Oft er stafarunan IXOYE rituð inn í fiskinn, sem er gríska og þýðir einmitt fiskur. Nú á tímum stendur táknið með skriftinni fyrir aðild að samfélagi kristinna, en  hjá hinum frumkristnu sem tóku það upp var merkingin önnur. Hún var þessi: JESÚ KRISTUR, SONUR GUÐS, FRELSARI.

 

 

AugustineLateran

Elsta mynd af heilögum  Ágústínusi er rómversk freska frá 6. öld.

Sá skilningur var byggður á túlkun Heilags Ágústínusar á spádómi sibyllu einnar, en sibyllur voru spákonur í véfrétt í Eryþreu, Jóníu, sem nú er í Tyrklandi. Hann beitti kabbalskri lestrartækni til að finna út hina duldu merkingu orðsins.

 

 

 

 

 

 

almonds_mission

Prunus amygdalus.

Snemma var Kristur sýndur inn í hinu helga formi og var það þá kallað mandorla sem þýðir ,,möndlulaga“ og táknaði ýmist leg Maríu eða samruna himins og jarðar í líkama Krists, (að hálfu maður, að hálfu guð, svipað og í hringunum tveimur hjá Pýþagórasi). Þannig er þetta einnig dyr eða leggöng tveggja heima þar sem mætast andinn og efnið, sem er mennskan sjálf. Áður en lærisveinar Pýþagórasar hófu vegsömun fisksins (eða möndlunar) tengdist formið gyðjunni Venusi og táknaði kvensköp.

 

800px-Codex_Bruchsal_1_01v_cropped

Úr þýska handritinu Codex Bruchsal AD 1220

Með því að bæta við þriðja hringnum við Vesica piscis eða Jesúfiskinn var komið tákn fyrir Heilaga þrenningu. Með því að teygja aðeins í hringina fáum við hinn svokallaða þrenningahnút. Það er einnig afar gamalt tákn, notað mikið af Keltum til forna og einnig af norrænum mönnum.

triquetatriplefish

 

 

 

durer-last-supper-1510

Albrecht Dürer (1471-1528): Síðasta kvöldmáltíðin (1510).

Bogarnir í gotneskri byggingalist byggjast á hinu þrefalda fiskformi, þrenningarhnútnum. Með því að bæta við enn fleiri hringjum verður útkoman ,,blóm lífsins,“ öðru nafni ,,net fiskimannsins“.geomsag06_02

geomsag06_11Elsta dæmi um slíkt símunstur er í hofi Osírís í Abydos í Egyptalandi.

Eflaust má leita á alnetinu að fleiri dulúðlegum táknum sem snerta Vesica Piscis, en þetta er látið gott heita.

Ljóð Dolor Miquel hljóðar svo í léttri þýðingu:

 

Móðir vor, þú sem ert á himni.

Helgist þín kunta,

mænustungan, ljósan,

gef oss öskur þitt, ástina og styrkinn.

Verði þinn vilji vort leg á jörðu

Vorn dag allra daga, gefðu oss í dag

og leyfðu ei tíkarsonum að eyða ást, heyja stríð.

Frelsa þú oss! Frá eilífð til eilífðar, píka. Komum!

 

Búið er að kæra ljóðskáldið fyrir guðlast.

 

Pistillinn er unninn með hliðsjón af þessum vefslóðum:

http://symboldictionary.net/?p=1127

https://en.wikipedia.org/wiki/Vesica_piscis

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.