Frjálsar fóstureyðingar í augsýn?

Höfundur: Steinunn Rögnvaldsdóttir

rofmyndÍ desember síðastliðnum kom fram í viðtali við heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson að hann hygðist endurskoða löggjöf um fóstureyðingar, en núverandi löggjöf er frá árinu 1975. Yfirlýsing ráðherrans kemur í kjölfar aukinnar umræðu um rétt kvenna til fóstureyðinga, en þar til fyrir um tveimur til þremur árum var lítil umræða um þau 40 ára gömlu lög sem enn eru í gildi. Þau gera ráð fyrir að konur þurfi leyfi tveggja heilbrigðisstarfsmanna til að fara í fóstureyðingu, í stað þess að þær fái einfaldlega aðgang að þessari öruggu, algengu og löglegu aðgerð að eigin ósk. Síðustu ár hefur hins vegar umræðan um fóstureyðingar opnast, meðal annars í kringum gerð og útgáfu bókarinnar Rof síðasta haust, en bókin lýsir reynslu 76 ólíkra kvenna af því að rjúfa meðgöngu og ræðir málefnið frá ýmsum hliðum. Höfundar Rofs hafa fjallað um fóstureyðingar í pistlum á Knúzinu hér, hér, hér og hér.

Í mars á þessu ári skipaði heilbrigðisráðherra svo nefnd til að endurskoða lögin. Sú nefnd hefur nú óskað eftir umsögnum og tillögum að breytingum á gildandi löggjöf frá þeim sem láta sig efni laganna varða og telja þörf fyrir breytingar. Umsagnir óskast sendar ráðuneytinu á póstfangið postur@vel.is og merktar: Umsögn um lög nr. 25/1975 fyrir 1. maí nk.

Það er í andstöðu við jafnrétti og einstaklingsfrelsi að konur búi við heilbrigðiskerfi þar sem ákvörðun um líkama þeirra og framtíð er tekin úr höndum þeirra, og sett í hendur tveggja heilbrigðisstarfsmanna. Á meðan lögin virða ekki rétt kvenna til að hafa taka þessa ákvörðun, þá er sjálfsákvörðunarréttur þeirra skertur og frelsi og raunverulegt jafnrétti ekki í augsýn.

Við heildarendurskoðun laganna er tækifæri til að gera breytingar sem geta tryggt sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama og réttinn til frjálsra fóstureyðinga. Það myndi loks skipa Íslandi í röð með meirihluta Evrópuríkja. Knúz.is hvetur lesendur til að senda inn umsögn í þeim anda.  Hér er stutt bréf sem fólk getur sótt og gert að sínu.

Ein athugasemd við “Frjálsar fóstureyðingar í augsýn?

  1. „Það er í andstöðu við jafnrétti og einstaklingsfrelsi að konur búi við heilbrigðiskerfi þar sem ákvörðun um líkama þeirra og framtíð er tekin úr höndum þeirra … þá er sjálfsákvörðunarréttur þeirra skertur og frelsi og raunverulegt jafnrétti ekki í augsýn.“

    Satt og rétt, og það sem meira er, nákvæmlega þetta á við um bæði staðgöngumæðrun og vændi, þar sem aðrir þykja þess mektugir að ráða hvað konur gera við líkama sinn og framtíð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.