Femínistafélög Íslands

Höfundur: Gísli Ásgeirsson

femfélagíslandsOft er femínisti í félagi, segir frekar nýr málsháttur sem fannst í bleiku páskaeggi. Stofnun femínistafélags vekur athygli fjölmiðla og fær umfjöllun. Tölfræðideild Knúzz skautaði yfir félögin sem eru á Facebook og taldi. Þetta varð niðurstaðan. Vanti félög á listann verður þeim bætt við. Taldir voru meðlimir hópa og lækendur síðna. Tölur eru miðaðar við talningsdaginn 18. febrúar.

Femínistafélag Íslands. 4358 lækendur á FB. Á lénið feministinn.is og er með síðu á Facebook. Þetta er elsta félagið í hópum, stofnað 2003. Á upplýsingasíðu segir:
„Skipulag félagsins miðast við valddreifingu og jafna ábyrgð. Þess vegna er enginn formaður kosinn heldur á ábyrgð að dreifast jafnt á félaga. Leitast er við að hafa öflugt starf á netinu svo fólk geti tekið þátt hvaðan sem er.
Allar tilkynningar um viðburði á vegum félagsins, þ.m.t. aðalfund, eru í gegnum tölvupóst og heimasíðu félagsins.
Starf félagsins byggir á sjálfboðaliðum sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla framgang jafnréttismála. Þeim sem vilja taka þátt í starf félagsins er bent á að senda okkur skilaboð á Facebook.

FemÍ hefur þá sérstöðu að þar er starfandi talskona sem fjölmiðlar ræða stundum við til að fá álit á tilteknum atburðum eða stöðu mála. Hún talar eingöngu fyrir hönd félagsins, ekki allra femínista, þótt þeir eigi sjálfsagt sameiginlega hugsjón.

Ofangreind lýsing gæti átt við flest félögin á listanum. Sjálfboðaliðar bera starfið uppi og fésbókin er vettvangur útbreiðslu og samskipta.

Virkustu félögin eru Ronja í Hagaskóla og Femínistafélagið í Versló. Siguratriði Hagaskóla í Skrekk vakti mikla athygli og Ronja stóð síðan fyrir fræðsluvikunni Túrvæðingin en um hana segir í frétt Vísis: „… verða dömubindi og túrtappar fáanleg á öllum salernum Hagaskóla sem notuð eru af stelpum. Þetta er liður af fræðsluvikunni Túrvæðingin sem nýstofnað feministafélag skólans, Ronja (eftir samnefndri ræningjadóttur), stendur fyrir. Þetta kom fram á málþingi um kynhegðun, klámvæðingu og jafnréttisbaráttu ungs fólks sem haldið var í húsnæði Menntasviðs Háskóla Íslands fyrir troðfullu húsi í Stakkahlíðinni á föstudag. Yfirskriftin var „Ef þú ekki tottar, þú dagar upp og drepst!“.“

Í marsbyrjun hélt Femínistafélagið í Versló Freethenipple dag og af því tilefni voru Sylvía Hall og Stella Briem í þessu viðtali í Brennslunni á FM957.

Félögin eru mörg og misvirk. Í lokuðum hópum getur verið lífleg umræða. Allt veltur þetta á virkni félaga. Vefritið Knúz vill gjarna flytja fréttir af starfsemi og leitaði eftir því um svipað leyti og talningin fór fram. Haft var samband við Femínistafélag Íslands af því að það er elsta félagið og Femínistafélag LHÍ sem var valið af tilviljun. Enn hafa svör ekki borist.

Femínistafélög á Facebook

Femínistafélag LHÍ. 200 lækendur. 33 meðlimir í lokuðum hópi.

Femínistafélag Háskóla Íslands. 1530 lækendur. 450 meðlimir í FB-hópi.

Femínistafélag Vestfjarða. 447 lækendur.

Femínistafélagið Þjóðgerður. 114 lækendur.

Bríet Femínistafélag VMA 172 lækendur.

Femínistafélag Bifrastar. 89 meðlimir í lokuðum hópi.

Femínistafélagið Embla. 210 lækendur. 970 meðlimir í FB-hópi.

Femínistafélagið FAS. 37 meðlimir.

Femínistafélagið Karl. 7 meðlimir.

Vera –Femínistafélag Borgarholtsskóla. Lokaður hópur. 70 meðlimir.

Femínistafélag FB. Lokaður hópur. 52 meðlimir.

FemMa. Opinn hópur. 555 meðlimir.

Femínistafélag NFVÍ. Lokaður hópur. 972 meðlimir.

Femínistafélagið Blær. Lokaður hópur. 204 meðlimir.

Femínistafélagið Ronja í Hagaskóla. Lokaður hópur.45 meðlimir.

Femínistafélagið Aþena í MR er þrískipt á FB. Lokaður hópur. 269 meðlimir. Opinn hópur 438 meðlimir. Opinn hópur 78 meðlimir.

Femínistafélag Fsu. Lokaður hópur. 134 meðlimir.

Femínistafélag Háteigsskóla. Lokaður hópur. 49 meðlimir.

Femínistafélag MK. Lokaður hópur. 17 meðlimir.

Femínistafélag MS. Lokaður hópur. 156 meðlimir.

Kvennaskólafélagið heitir Þóra Melsteð.

Er félagið þitt ekki á listanum? Láttu okkur vita. Ert þú í félagi? Langar þig í femínistafélag? Þá er einboðið að finna næsta félag og ganga í það. Eða stofna félag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.