Lögmaður skrifar bréf

VILLZíbúðíhlíðunum             Níunda nóvember sl. birti Fréttablaðið frétt með þessari fyrirsögn. Henni fylgja tenglar á aðrar fréttir og umfjallanir um svonefnt Hlíðamál, sem vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum og náðu þau ákveðnu hámarki með mótmælaaðgerð fyrir framan lögreglustöðina. Meintir gerendur fóru að sögn úr landi, þolendur voru kærðir fyrir rangar sakargiftir en að lokum fór svo, eins og í mörgum kynferðisbrotamálum að ekki þótti efni til að kæra mennina tvo og málin voru látin niður falla. Í hita umræðunnar var margt rætt og ritað og þótti Gunnar Erni Jóhannssyni hæstaréttarlögmanni tilefni til að vara fólk við að fara ekki offari:

„„Dómstólar hafa ítrekað lagt það til grundvallar sínum úrlausnum að ef að menn færa fram ásakanir um refsiverða háttsemi og ekki hefur verið sýnt fram á þær séu sannar þá er í mjög mörgum tilfellum um ærumeiðingu að ræða,

Guðný Hjaltadóttir héraðsdómslögmaður tók í sama streng og Gunnar og birti þetta á FB-vegg sínum.
VILLZguðnýhjaltadóttir

Á föstudaginn sendi Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður bréf til rúmlega 20 einstaklinga með kröfum fyrir hönd ofangreindra meintra gerenda. Krafist er opinberrar afsökunarbeiðni, að ummæli verði dregin til baka auk greiðslu skaðabóta, allt frá einni milljón króna á hvorn meintan geranda Vilhjálms, auk lögfræðikostnaðar, til þriggja milljóna auk lögfræðikostnaðar. Frestur er gefinn til dagsins í dag, 2.maí. Þetta er stuttur frestur og án efa er ætlunin að hræða viðtakendur. Vitað er að Vilhjálmur hefur sent fyrirspurnir og beiðnir um upplýsingar um fyrirhugaða viðtakendur kröfubréfa, bæði í tölvupósti og gegnum skilaboð á Facebook og þessi tala á því eftir að hækka. Þegar haft er í huga að 5600 manns deildu Fréttablaðsfréttinni, gæti orðið örtröð fyrir dómstólum á næstunni.

Þetta þykir mörgum harkalegar aðfarir gegn álitshöfum samfélagsumræðunnar og kalla tilraun til þöggunar. Um þessa aðferð fjallar Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir í grein á Knúzinu. Þar segir m.a. „…gerendur kynferðisbrota geta hótað stefnu eða stefnt þolendum sínum eða stuðningsfólki þeirra fyrir dómstóla fyrir að segja frá brotunum, þ.e. í raun fyrir það eitt að segja sannleikann og standa með honum.

Frestur viðtakenda er stuttur og mörgum viðtakendum brá illa, enda er lögfræðiaðstoð ekki gripin fyrir lítið gjald upp af götu yfir helgi. Líkja má lögmanninum hugumstóra við byrjanda á rjúpnaveiðum sem sér stóran hóp í fjarska og hlunkar á hann í von um að einhver falli. Hvort svo verði er önnur saga. Enn um sinn verður þó setið við skriftir í von um veiði.

VILLZasni
Viðtakendum bréfa er hér með bent á að hafa samband við Sigrúnu Jóhannsdóttur lögmann, sem er með nokkur þessara mála til meðferðar(sigrun@logvis.is), Jóhannes Stefán Ólafsson (johannes@impact.is)  eða Bjarndísi Helgu Tómasdóttur, sem er ekki lögfræðingur, en fékk bréf og er að skoða málið.

Ein athugasemd við “Lögmaður skrifar bréf

  1. Hef heyrt í konum sem þekkja fórnarlömbin og vita af ungum aldri og þungum áföllum eftir árásirnar, það eru of margir sem vita þetta til að þetta fari leynt. Kerfið stendur ekki með konum sem verða fyrir árásum nauðgara. Ofbeldismennirnir plús lögfræðingurinn halda ofbeldinu áfram og eru líklega eins og aflandseyja-auðkýfingar og bankaræningjar sem þykjast hafa lögin sín megin og halda að á meðan þeir koma fram eins og saklausir, þá haldi fólk að þeir séu saklausir. Þetta er Ísland, enn þann dag í dag.

    Minni á að Sjálfstæðisflokkurinn setur sína flokksmenn í öll dómarasæti og á meðan breytist lítið og hægt. Minni einnig á að Sjálfstæðisflokkurinn er líklega í fjörbrotum núna vegna minnkandi stuðnings svo kannski er gefin út tilskipun til Huldahersins: Ráðist á sem flesta aktívista, þaggið niðrí þeim, fyllið fjölmiðla af drasli svo við getum selt auðlindirnar til okkar fólks í friði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.