Íslenskt kvikmyndavor kvenna

Samantekt: Sigríður Pétursdóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir.

Kvikmyndagerð íslenskra kvenna hefur heldur betur sprungið út síðustu ár og misseri. Við í Knúzinu erum að springa úr stolti og gleði yfir velgengni „stelpanna okkar“.

Tinna Hrafnsdóttir með verðlaunaféð.

Tinna Hrafnsdóttir með verðlaunaféð. Myndin er sótt úr frétt á facebook.

Tinna Hrafnsdóttir vann í gær framleiðslustyrk fyrir stuttmynd sína Katharsis, í keppni hjá ShortsTV á kvikmyndahátíðinni í Cannes, Frakklandi.

Þetta er þriðja árið í röð sem íslensk kona hlýtur þennan styrk! Eva Sigurðardóttir kom einnig sterklega til greina með mynd sem hún framleiðir, Rape Card. Hún vann keppnina árið 2014, hlaut framleiðslustyrk fyrir Regnbogapartý, sem síðan hefur meðal annars fengið verðlaun á RIFF og Edduna sem besta stuttmynd. Í fyrra vann svo Anna Sæunn Ólafsdóttir þessa keppni um framleiðslustyrk fyrir myndina Frelsun, sem Þóra Hilmarsdóttir mun leikstýra. Askja film framleiðir hana.
Tinna sýnir einnig stuttmyndina Helgu í Cannes.

Síðasta mynd Sólveigar heitinnar Anspach, Sundáhrifin (L’effet aquatique), eða The Together Project eins hún heitir upp á ensku, var frumsýnd á hátíðinni í Cannes fyrir nokkrum dögum, þar sló Sigurlaug Didda Jónsdóttir í gegn samkvæmt fyrstu gagnrýni. Myndin er lokamynd í þríleik, fyrsta myndin var Skrapp út og síðan kom Drottningin af Montreuil. Hér má skoða stiklu úr myndinni.

Isold_Uggadottir

Ísold Uggadóttir – myndin er fengin hjá icelandicfilms.info

Í Cannes er líka Ísold Uggadóttir að kynna kvikmynd sína Andið eðlilega, sem fer í tökur í september.

Á sama tíma fær Ugla Hauksdóttir verðlaun fyrir útskriftarmyndina sína frá Columbia í New York, en hún var að útskrifast úr meistaranámi í leikstjórn. Myndin heitir How Far She Went.

Hér á Íslandi er Skjaldborgarhátíðinni nýlokið, þar sem Helga Rakel Rafnsdóttir og Hulda Rós Guðnadóttir fengu verðlaunin fyrir Keep Frozen.

Ása Helga Hjörleifsdóttir er svo að fara í tökur með sína fyrstu mynd í fullri lengd, Svaninn, þær hefjast í júlí. Hlín Jóhannesdóttir og Birgitta Björnsdóttir framleiða.

Við erum nýbúin að gleðjast yfir að mynd sem Ásthildur Kjartansdóttir hefur lengi unnið að verði loks að veruleika, hún er byggð á frábærri bók Auðar Jónsdóttur, Tryggðapantur.

Svo styttist í Ölmu, mynd Kristínar Jóhannesdóttur, sem er í eftirvinnslu. Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðir myndina og með helstu hlutverk fara meðal annars Emmanuelle Riva, Snæfríður Ingvarsdóttir og Kristbjörg Kjeld.

Heilmargt fleira spennandi er framundan sem ekki verður talið upp hér, sjónvarpsþáttaraðir, heimildamyndir, stuttmyndir og bíómyndir. Kannski verður líka íslenskt kvikmyndahaust kvenna? Við fylgjumst með!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.