Knúz kynnir konur í forsetaframboði: Halla Tómasdóttir

HallaTomasdottir-prent-portraitÉg ákvað að gefa kost á mér til embættis forseta Íslands vegna þess að í þessu mikilvæga embætti er hægt að beita sér til að koma góðu til leiðar. Það skiptir mig máli að búa í samfélagi þar sem heiðarleiki, hlýja, réttlæti og jafnrétti ráða för.

Ég er ósköp venjuleg stúlka frá venjulegu heimili í Kópavogi. Ég er dóttir pípulagningameistara, sjálfstæðs atvinnurekanda sem þurfti að leggja hart til að komast áfram. Mamma mín er þroskaþjálfi og hefur barist  fyrir sjálfstæðri búsetu þroskaheftra og möguleikum þeirra til að stunda vinnu og upplifa þá gleði sem fylgir því að gera gagn.  Ég vil búa á Íslandi þar sem allir skipta máli. Ég veit að ég er ekki ein um það. Það er nefnilega þannig að þegar við tölum saman sem manneskjur þá erum við miklu oftar sammála en ósammála.

Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar.

Ég hef um árabil unnið mikið að jafnréttismálum – ekki bara í orði heldur á borði. Þegar ég starfaði við Háskólann í Reykjavík var ég framkvæmdastjóri verkefnisins Auður í krafti kvenna.  Mér hefur lærst að í konum býr ótrúlegur kraftur sem því miður fær ekki alltaf að njóta sín.  En stóra tækifærið felst í því að konur og karlar nýti ólíka krafta og vinni saman að framförum. Ég held að við Íslendingar getum orðið fyrstir þjóða til að brúa kynjabilið, verið forystuþjóð í jafnrétti fyrir alla, því aldur, kyn, uppruni og fjárhagsleg staða má ekki ráða för þegar kemur að tækifærum í okkar samfélagi. Þann 24. október, árið 1975, á afmælisdegi móður minnar, lögðu konur niður störf í einn dag og sýndu ótrúlega samstöðu og fallega meðferð valds eða áhrifa. Ég var sjö ára og ákvað þann dag að skipta máli og nýta þetta góða fordæmi til að halda áfram að ryðja brautina.

Ég tel okkar brýnasta verkefni vera að horfa til framtíðar, standa saman, skýra leikreglur og slá nýjan tón fyrir næstu kynslóðir. Ég vil sjá börn okkar mennta sig, ferðast til annarra landa, læra tungumál og verða menningarlæs, en ég vil líka að þau langi til þess að koma aftur heim. Börn okkar og náttúran eru hinn raunverulegi auður þjóðarinnar, höfum þau í huga þegar við tökum ákvarðanir og sýnum hugrekki til að vera í fararbroddi tímabærra og þarfra breytinga.

Ég býð mig fram því ég trúi á framtíðina og veit að þegar gott fólk sameinast um góð gildi og framtíðarsýn þá eru allir vegir færir.

Framboðssíða Höllu Tómasdóttur:

Halla Tómasdóttir á Facebook:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.