Knúz kynnir konur í forsetaframboði – Hildur Þórðardóttir

42. tbl. 2015, dansari, forsetaframbjóðandi, heilari, Hildur Þórðardóttir, rithöfundur, VI1510124540

Hildur Þórðardóttir, rithöfundur og forsetaframbjóðandi

Ég er 48 ára þjóðfræðingur sem veitir mér innsýn í menningu okkar, sagnaarf og rætur. Lengst af starfaði ég sem skrifstofustjóri á lögmannsstofu, en einnig hef ég starfað hjá flugfélagi, tónlistarfyrirtæki, hugbúnaðarfyrirtæki, listasafni og upplýsingafyrirtæki. Þá stundaði ég nám í tískumarkaðssetningu í San Diego í Bandaríkjunum því ég hef alltaf haft áhuga á íslenskri hönnun og handverki. Einnig starfaði ég hjá stórversluninni Harrods í London.
Ég á tvo syni á unglingsaldri og glímir sá eldri við geðraskanir svo ég hef mikla þekkingu og reynslu af málefnum barna með geðraskanir. Ég hef látið mig velferð fólks miklu varða og hef starfað sem sjálfboðaliði hjá Hugarafli, Rauða krossinum og á kaffistofu Samhjálpar.

Ég hóf meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands en þurfti að hætta vegna fjölskylduaðstæðna. Ég hef alla tíð haft áhuga á friðarmálum og þróunarmálum og las mér til um það sjálf. Þetta mun nýtast í embætti forseta, því Íslendingar eru í kjöraðstöðu, með forseta í fararbroddi, til að beita sér í miklu meiri mæli fyrir friði á alþjóðavettvangi.

Ég er eindreginn stuðningsmaður virks lýðræðis og nýju stjórnarskrárinnar. Það skiptir miklu máli að forseti sé hlynntur henni, því hann getur alið á ótta og tortryggni í garð hennar eða greitt götu hennar. Nýja stjórnarskráin er grundvöllur að samfélagi þar sem réttlæti, gagnsæi, jöfnuður, virðing og traust eru höfð í hávegum. Það sem ég er hrifnust af í nýju stjórnarskránni er aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds, persónukjör og réttur almennings til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt eru þetta forsendur fyrir virku lýðræði.

Undanfarin ár hef ég skrifað og gefið út bækur. Þrjár þeirra eru til sjálfstyrkingar og ein er skáldsaga. Fyrsta bókin Taumhald á tilfinningunum – leið til betra lífs snýr að okkur sjálfum og fjallar um tilfinningar og hugsanir. Næsta bók Finndu styrkinn til að gera það sem þú vilt fjallar um samskipti okkar við annað fólk og mögulegar ástæður fyrir því að við notum orkuna til að láta drauma annarra rætast í stað okkar eigin.  Nú vill ég láta gott af mér leiða í þágu samfélagsins og þess vegna býð ég mig fram.

Ég vil vera forseti sem er mikið úti á meðal fólksins, vekur athygli á því sem vel er gert í samfélaginu, bendir á það sem betur mætti fara og beitir sér fyrir friði á alþjóðavettvangi.

Við getum þetta saman.

Hildur Þórðardóttir-framboðssíða á Facebook.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.