Frá Guðrúnu Margréti Pálsdóttur forsetaframbjóðanda: Ég og hugðarefnin mín

_MG_4791Þegar ég var á barnsaldri hafði ég mikinn áhuga á að safna frímerkjum, servíettum og leikaramyndum og gat púslað endalaust. Hjólreiðar, útilegur, fjallgöngur, ferðalög og hestamennska voru í mestu uppáhaldi á unglingsárum og fór ég í ýmsar ævintýraferðir. Ég fór gjarnan ótroðnar slóðir, fór þangað sem mér datt í hug, gjarnan annað hvort á hjóli eða á puttanum og fann mér þá jafnvel frumstæða gististaði, s.s. húsþak, fjós eða fjallshlíð. Ég elskaði að horfa út á hafið og anda að mér sjávarloftinu, hafði mikla útþrá og elskaði að ferðast.

Á þrítugsaldri fór ég ein í tvær lengri ferðir, annars vegar lestarferð um Evrópu og hins vegar hnattferð sem breytti lífi mínu varanlega. Í hnattferðinni fékk ég hugsjónina sem ég hef unnið að síðan og lærði að treysta Guði í gegnum magnaðar reynslur sem ég vildi ekki fyrir neinn mun hafa misst af.

Eftir að ég giftist manninum mínum og eignaðist börnin mín fjögur þá varð ég ráðsettari og áhugamálin snerust meira um tjaldferðalög innanlands og að tína ber, fjallagrös og sveppi. Mér finnst mjög gaman af sultugerð og ýmis konar bakstri, s.s. pönnukökubakstri. Við fjölskyldan tínum ber fyrir allt árið sem við geymum í frysti og höfum út á hafragrautinn. Mér þykir líka mjög gaman af að þurrka blóm og gera tækifæriskort.

Við erum mikið áhugafólk um skógrækt og sumrin snúast mikið um trjáplöntun, sérstaklega hjá manninum mínum því lengst af var ég mest að hugsa um börnin okkar og hugsjónastarfið á meðan hann plantaði trjám.

Hugsjónin sem ég fékk í hnattferðinni fann sér farveg þegar ABC barnahjálp var stofnuð árið 1988. Það má segja að ABC hafi verið nánast eina áhugamálið eftir að það var stofnað þar sem ég er mikil svo mikil hugsjónamanneskja. Ég lagði alla orku og tíma í þetta starf sem hefur breytt lífi tugþúsunda barna til góðs með menntun og umhyggju. Ég elska að geta hjálpað þeim sem minna mega sín og látið gott af mér leiða.

Neró sér til þess að ég fari í göngutúra og svo fer ég líka í ræktina. Ég hef mikinn áhuga á kristinni trú og passa að rækta sambandið við Guð daglega. Það gefur mér ótrúlega mikið. Lestur Biblíunnar og bænin eru mér afar kær og frábærasta tilfinning í heimi er þegar ég finn fyrir þessari ljúfu nærveru Guðs og djúpa friði sem er engu líkur. Það er toppurinn á tilverunni ásamt því að geta orðið einhverjum til góðs.

Guðrún Margrét Pálsdóttir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.