Hvert ör segir sögu

Höfundur: Jóhanna Húnfjörð

Örin að innan og örin að utan eru sagan mín, sagan mín sem ég faldi í alltof langan tíma.
Loksins þegar ég fann kjarkinn til að tala þá fyrst gat ég verið ég sjálf og fundið næsta skref í lífi mínu.
Mitt næsta skref var að elska sjálfa mig á hverjum einasta degi og nota reynslu mína til hins góða og ekki hvað síst að kenna mér aldrei framar um hluti sem ég réð ekki við.
Og já, skrifa allar minar skoðanir því það hefur hjálpað mér mest!

Ég hef tekið eftir því hvað ég verð tilfinningalega dauð þegar talað er um kynferðisofbeldi i kringum mig. Jafnvel þótt mig langi að öskra skoðun mína segi ég ekki orð, heldur dey inni í mér. Ég veit vel að þetta er bara vegna vissunnar um að ég muni brotna niður ef ég tek þátt í samræðunum eða tala um þetta.
Það að þetta hafi enn þessi áhrif á mig sannar samt að þessi atvik eru ekki bara eitthvað sem ég verð leggja að baki og hætta að hugsa um, þetta er eitthvað sem er hluti af mér og eitthvað sem hverfur aldrei.
1b27c-512px-law_gavelÞað að fólk efist um söguna mína eða trúi mér ekki er mín stærsta hræðsla.
Þegar ég sat inni í héraðsdómi og lögmaður gerandans gjörsamlega notaði sér veikleika mína, gaf í skyn að allt sem ég sagði væri lygi og gaf upp ástæður fyrir því afhverju þau ættu ekki að trúa mér varð ég enn minni í mér og það fékk mig til að halda í langan tíma að kannski væri ég bara geðveik, kannski misskildi ég bara allt, en málið er að ég var ekki að því.
Martraðirnar sem ég fæ enn þann dag i dag og skiptin sem ég brotna niður út af engu sanna fyrir sjálfri mér að þetta var eitthvað sem gerðist, þetta var ekki bara hausinn á mér.

Ég skil vel að aðstandendur standi alltaf með sínum. Ef dóttir einhvers kærir nauðgun hugsar fjölskyldan hvaða fífl drengurinn er en ef sonur þeirra er kærður fyrir nauðgun hugsa þau hvaða lygari stelpan er. Það er dálítið brenglað og sýnir að fjölskylda og vinir og aðstandendur skoða ekki málið sjálft heldur standa þeir bara með sínu fólki.

Minn stærsti draumur í lífinu er að allir líti á þessi mál frá báðum hliðum burtséð frá tengslum við manneskjurnar, en minn stærsti draumur er líka að sú breyting yrði að gerandinn þyrfti að sanna sakleysi sitt, að gerandinn þurfi að hafa gilda fjarvistarsönnun eins og i öðrum málum en ekki að þolandinn þurfi að sanna að þetta hafi gerst.
Mér finnst ég ekki biðja um mikið, bara réttlæti og einhvern séns á að þora að standa með sjálfri mér.

2 athugasemdir við “Hvert ör segir sögu

  1. „… en minn stærsti draumur er líka að sú breyting yrði að gerandinn þyrfti að sanna sakleysi sitt, að gerandinn þurfi að hafa gilda fjarvistarsönnun eins og i öðrum málum en ekki að þolandinn þurfi að sanna að þetta hafi gerst.“

    Vonandi mun þessi draumur höfundar aldrei rætast að menn (og konur) þurfi að sanna sakleysi sitt gagnvart ákærendum. Og í engum öðrum opinberum refsimálum þarf ákærði (gerandinn) að hafa gilda fjarvistarsönnun. Hér er því farið með fleypur.

  2. “ … en minn stærsti draumur er líka að sú breyting yrði að gerandinn þyrfti að sanna sakleysi sitt, að gerandinn þurfi að hafa gilda fjarvistarsönnun eins og i öðrum málum en ekki að þolandinn þurfi að sanna að þetta hafi gerst.“

    1 Í öðrum opinberum málum þarf sakborningur ekki gilda fjarvistarsönnun, því eru kynferðisbrot meðhöndluð eins og önnur sakamál.
    2 Og guð hjálpi okkur öllum, þegar borgararnir þurfa að sanna sakleysi sitt þegar ákæruvaldið fer af stað. Þessi draumur verður þá fljótur að breytast í martröð.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.