Kvennafrí er kjaramál

Þann dag kl. 14:38 ganga konur út um allt land af vinnustöðum og sýna þannig samstöðu í verki. Markmiðið með kvennafrídeginum er það sama og fyrir 41 ári, að sýna fram á verðmæti vinnuframlags kvenna fyrir íslenskt efnahagslíf. Saman gerum við kjaramál kvenna að stærsta máli í kosningabaráttunni!

Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri meðaltal atvinnutekna. Samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17 miðað við atvinnutekjur karla. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. Mótmælum kynbundnum kjaramun á fundi sem hefst kl. 15:15 á Austurvelli þann 24. október n.k.

Við viljum biðja ykkur um eftirfarandi svo við getum vakið sem mesta athygli á Kvennafríinu:

  • Láttu alla sem þú þekkir læka við síðuna www.facebook.com/kvennafri
  • Hvettu konur til að skipta um prófílmynd – hægt er að sækja mynd á http://www.kvennafri.is/samband
  • Hvettu konur til að melda sig inn á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/174019473048753/
  • Dreifðu krækjum á samfélagsmiðlana:
  • Fáðu konur í þínu vinahóp / félagi til að taka myndir af sér og samferðakonum á vinnustað og deila á samfélagsmiðlum með myllumerkjum #kvennafri og #jöfnkjör
  • Láttu alla í þínu liði þekkja #kvennafri og #jöfnkjör með því að nýta þessi myllumerki á Facebook, Twitter og Instagram
  • Hvettu konur til að vekja athygli á því í sínum hópi að þær gangi út af vinnustað kl. 14:38 og skundi á Austurvöll eða Ráðhústorg.
  • Býrðu úti á landi? Viltu hóa saman konum í miðbæinn þinn? Við viljum endilega heyra af þessum áætlunum til að deila með fólki!
  • Hvettu foreldra til að sækja börnin sín snemma á leikskóla og aðra viðverustaði og taka þau með, svo leikskólakennarar, kennarar og fleiri stéttir geti mætt með góðri samvisku.
  • Notaðu hvert tækifæri til að hvetja konurnar í þínu lífi til að ganga út af vinnustað kl. 14:38 mánudaginn 24. október. Saman gerum við kjaramál kvenna að stærsta máli í kosningabaráttunni!

Mætum svo allar galvaskar á mánudaginn og látum í okkur heyra!

Baráttukveðjur,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.