Dagskrá samstöðufundar á Austurvelli 24. október klukkan 15:15

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15 undir kjörorðinu KJARAJAFNRÉTTI STRAX!

Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir stýra fundi. Kynslóðir kvenna ávarpa fundinn, Guðrún Ágústsdóttir einn af stofnendum Rauðsokkahreyfingarinnar, Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM, Una Torfadóttir ungur femínisti og Justyna Grosel blaðamaður.

Fram koma hljómsveitin Eva, Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Ellen Kristjánsdóttir og dætur. Lóa Bergsveinsdóttir stýrir takti.

Baráttufundir eru einnig haldnir á Akureyri, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Neskaupstað og Þorlákshöfn.

Nánari upplýsingar á http://www.kvennafri.is/kvennafri

***

DAGSKRÁ

Fundi stýra:
Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir

Ávörp flytja:
Guðrún Ágústsdóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Una Torfadóttir
Justyna Grosel

Fram koma:
Hljómsveitin Eva
Brynhildur Björnsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari
Ellen Kristjánsdóttir og dætur
Lóa Bergsveinsdóttir trommari

***

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.

Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.