Hroki gamaldags háskólaprófessora

hhg1Höfundur: Ólafía Rafnsdóttir

Launamunur kynjanna er staðreynd. Innlendar og erlendar rannsóknir staðfesta það og niðurstöður launakannanna sýna okkur svart á hvítu hver kynbundinn launamunur er. Þess vegna kemur það mér alltaf á óvart þegar fólk andmælir því. Þegar prófessorar við Háskóla Íslands halda á lofti þeim skoðunum að tölfræði um launamuninn sé blekking og að niðurstöður launakannanna séu markleysa finnst mér hins vegar ástæða til að staldra við.

Það fylgir því ábyrgð að kenna ungu fólki og leiðbeina því þegar það undirbýr sig fyrir þátttöku í samfélaginu. Það er hins vegar hlutverk kennara, á öllum skólastigum. Í ljósi þess gerum við ríkar kröfur til kennara.

Í fyrirlestri nýlega fjallaði prófessor við HÍ um þá skoðun að launamunur kynjanna sé tölfræðileg blekking og að konur velji hlutastörf og lægri launuð störf til að sinna því hlutverki sínu að vera mæður. Í nýlegri grein í Frjálsri verslun – tölublaði sem helgað var framgangi kvenna í samfélaginu – sagði annar prófessor við HÍ að niðurstöður launakannanna sem sýna launamun kynjanna séu tölfræðileg markleysa og að engu hafandi í skynsamlegri umræðu.

Hvað vakti fyrir þessum prófessorum verða þeir að svara fyrir sjálfir en ljóst er að þetta framlag þeirra skilar okkur ekkert áleiðis í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Árlegar kannanir stéttarfélaga eins og VR og viðamikil könnun aðgerðarhóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launjafnrétti sem gerð var 2014 virðast ekki falla í kramið. Eða e.t.v. eru það niðurstöðurnar sem ekki falla í kramið.

hhg2Munur á launum kvenna og karla, s.k. óleiðréttur launamunur, sýnir ólíka stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Konur og karlar eru í ólíkum störfum, vinna mislangan vinnutíma og eru með ólíka reynslu og menntun. Innan VR er þessi munur um 14%, samkvæmt launakönnun félagsins. Þessi munur segir okkur mikið um stöðu kvenna á vinnumarkaði og misjöfn tækifæri kynjanna til starfa og framgangs.

Kynbundni munurinn, þar sem búið er að taka tillit til allra þessara þátta og fleiri til, er 10% innan VR í ár. Þarna er búið að taka tillit til vinnutímans, starfsins, atvinnugreinarinnar, menntunar kynjanna, aldurs og starfsaldurs, mannaforráða og vaktavinnu. Þessi munur sýnir okkur einfaldlega að karlar og konur fá ekki sömu laun fyrir sömu vinnu. Hvernig er hægt að horfa framhjá þessu?

Við hljótum að ghhg3era þá kröfu til kennara á háskólastigi að þeir kynni sér allar hliðar mála áður en þeir fjalla um þau – hvort sem er í fyrirlestrum eða greinarskrifum – og vandi til verka þegar þeir taka þátt í umræðunni. Góðir kennarar kynna nemendum sínum allar hliðar mála og hvetja til umræðu um lausnir. Einnig hljótum við að gera þá kröfu til menntastofnana – ekki síst á háskólastigi – að kennarar þeirra valdi því vandasama verki að leiðbeina ungu fólki. Ábyrgð þeirra er mikil.

Ég frábið mér hroka þessara miðaldra karlkyns prófessora sem telja sig þess umkomna að segja mér og öðrum konum að launamunur kynjanna sé ekki til. Ég er til í að ræða við þá málin – þegar þeir hafa öðlast skilning á því hvað það þýðir að vera kona í karlaheimi.

Ólafía Rafnsdóttir, formaður VR

Greinin birtist upphaflega á síðu VR og er endurbirt með leyfi höfundar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.