Artimisia Gentileschi

Höfundur: María Hrönn Gunnarsdóttir

screen-shot-2016-10-21-at-19-56-56Áleitnari tjáningu á nauðgun og afleiðingum hennar er vart hægt að finna en í málverki Artimisiu Gentileschi, Júdit afhöfðar Hólófernis, frá því snemma á 17. öld. Er þar vísað til atburðar sem sagt er frá í biblíunni. Málverkið sýnir tvær ungar og sterkar konur halda karli niðri á meðan önnur þeirra leggur sverð á háls hans og sker. Blóðið lekur í taumum yfir hvít lökin en karlinn starir tómum augum fram fyrir sig. Tvær útgáfur eru til að myndinni, önnur á heima í Uffizi safninu í Flórens en hin í Napólí. Nú stendur Lundúnaförum til boða að sjá annað þessara málverka drífi þeir sig þangað fyrir miðjan janúar næstkomandi. Málverkið verður á sýningunni Beyond Caravaggio í The National Gallery til 15. janúar 2017.

Málverk Artemisiu af Júdit afhöfða Hólófernis er ekki bara miskunnarlaus saga úr heilagri ritningu. Hún er fyrst og fremst og miklu frekar frásögn hæfileikaríks listmálara um glæp sem hún sjálf varð fyrir á unga aldri. Andlit konunnar með sverðið er hennar eigið en ásjóna Hólófernisar listmálarans Agusto Tossi.

Artimisia fæddist árið 1593 í Róm. Faðir hennar, Orazio Gentileschi, var þekktur listmálari og vinur Caravaggio, þess mikla málara sem einnig túlkaði á léreft sama atburð úr biblíunni. Þó svo að Artimisia hafi staðið Caravaggio fyllilega á sporði gleymdist hún í ríflega þrjú hundruð ár. Verk hennar voru eignuð öðrum m.a. föður hennar en á síðustu árum hefur ræst úr og þau henni réttilega eignuð.

Á sautjándu öld var konum ekki veittur aðgangur að gildum og akademínum til að læra að mála. Orazio réð því Agosto Tossi til að segja dóttur sinni til þegar hún var um átján ára gömul. Sá reyndist úlfur undir sauðargæru. Hann nauðgaði nemanda sínum en til að bjarga heiðri fjölskyldunnar samþykkti Agosto að kvænast Artimisiu. Þegar hann gekk á bak orða sinna kærði Orazio hann fyrir nauðgunina. Málið fór fyrir rétt í Róm árið 1612 og stóð réttarhaldið yfir í 7 mánuði. Atburðarás þeirra er varðveitt í málskjölum og þar kemur í ljós að Artemisia var pyntuð með því að reipi var snúið um þumalfingur hennar og hert að. Þar kemur einnig fram að hún endurtók í sífellu: „Það er satt, það er satt, það er satt … “ að hann hefði nauðgað sér. Auk þess hrópaði hún yfir til nauðgarans, sem sat í salnum og hlaut öllu vægari málsmeðferð, að reipið væri giftingarhringurinn sem hann hefði lofað henni. Í grein sem nýlega birtist í Guardian kemur fram að Tossi naut vscreen-shot-2016-10-29-at-15-36-30erndar páfagarðs og því gekk hann laus að réttarhöldunum loknum. Í kjölfarið var Artemisiu ekki vært í fæðingarborg sinni. Við þekkjum slík viðbrögð samfélgsins enn þann dag í dag.

Á sýningunni í The National Gallery getur að líta annað málverk eftir Artemisiu, sem einnig birtir okkur kúgandi tilburði karlasamfélagsins gagnvart ungri konu. Málverkið heitir Súsanna og gömlu mennirnir. Artemisia málar Súsönnu frá sjónarhóli kvenna og í stað þess að hafa hana feimnislega og daðursfulla eins og karlmálarar túlkuðu, lætur hún Súsönnu sitja óttaslegna undir ógnvekjandi tilburðum tveggja gamalla karla.

Ástæða er til að benda á þriðja merkilega málverkið eftir Artemisiu Gentileschi sem okkur gefst tækifæri til að sjá í London í vetur. Það er að finna í The Queen’s Gallery í Buckingham höllinni á sýningunni Portrait of the Artist. Sýningin stendur frá byrjun nóvember og fram á vor. Þetta er sjálfsmynd þar sem Artemisia málar sig með pensil í hönd og liti á spjaldi fyrir framan stóran ómálaðan striga. Pensillinn nemur við strigann en hún beygir sig fram tilbúin að hefjast handa. Um hálsinn hangir festi screen-shot-2016-10-21-at-19-51-00með hauskúpu, sem er einmitt táknmynd um að konan á myndinni, Artemisia Gentilsechi, er listmálari. Þrátt fyrir óumdeilanlega færni hennar til að tjá og vinna úr erfiðri lífsreynslu féll saga hennar í gleymsku svo sem margra annarra kvenna hefur gert í tímans rás. Grípum tækifærið í London og vottum henni virðingu okkar með því að fara og sjá málverkin hennar.

Beyond Caravaggio í The National Gallery frá 12. október 2016 til 15. janúar 2017:.

Portrait of the Artist í The Queen’s Gallery, Buckingham Palace frá 4. nóvember 2016 til 17. apríl 2017.

More savage than Caravaggio: the woman who took revenge in oil eftir Jonathan Jones.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.